Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar 21. september 2025 21:03 Háskólarnir hafi afturkallað inngöngu erlendra nemenda Áætlað er að að minnsta kosti 100 erlendir nemendur sem hafa fengið inngöngu í íslenska háskóla hafi beðið svo lengi eftir að Útlendingastofnun samþykki dvalarleyfisumsókn þeirra að háskólarnir hafi afturkallað inngöngu sumra þeirra. Í að minnsta kosti áratug hafa sumir erlendir nemendur fengið dvalarleyfi sitt eftir að haustönn er þegar hafin. Á þessu ári hefur vandamálið orðið svo umfangsmikið að það sem hefur verið vandamál einstakra nemenda hefur nú áhrif á heilar námsbrautir sem hafa hátt hlutfall erlendra nemenda. Silja Bára R. Ómarsdóttir, rektor Háskóla Íslands, hefur enn ekki sett fram stefnu fyrir allan háskólann um hvernig deildir eigi að takast á við þetta vandamál og hefur enn ekki gefið út opinbera yfirlýsingu um þessa krísu erlendra nemenda. Nemendur bíða enn eftir ákvörðun um dvalarleyfisumsókn sína Nemendur utan EES-svæðisins þurfa að fá dvalarleyfi á grundvelli náms sem gerir þeim kleift að koma inn í landið, stunda nám og vinna á Íslandi. Sumir nemendur utan EES geta fyrst dvalið í allt að 90 daga án vegabréfsáritunar meðan þeir bíða eftir dvalarleyfi sínu en aðrir eiga ekki rétt á slíku eftir upprunalandi þeirra. Háskóli Íslands er stærsti háskóli á Íslandi með flesta erlenda nemendur, þannig að eftirfarandi einblínir á HÍ en vandamálið nær einnig til nemenda við aðra háskóla. Árið 2025 fékk HÍ flestar umsóknir í sögu sinni. Umsóknum hefur fjölgað ár frá ári, en aukningin milli 2024 og 2025 var veruleg. Umsóknir bárust í febrúar og nemendur fengu ekki inntökubréf sín fyrr en um miðjan maí. Frestur Útlendingastofnunar til að skila umsóknum um dvalarleyfi var 1. júní. Í mörgum tilfellum er einfaldlega ómögulegt að fá opinber skjöl og/eða láta skjöl berast til Íslands innan tveggja vikna. Sumum erlendum nemendum tókst að uppfylla þetta næstum ómögulega markmið en hjá öðrum voru skjölin póststimpluð fyrir 1. júní en bárust UTL nokkrum dögum síðar. Sumir nemendur í báðum flokkum bíða enn eftir ákvörðun um dvalarleyfisumsókn sína þegar þessi grein er skrifuð um miðjan september. Erlendir nemendur sem hafa ekki fengið dvalarleyfi sitt, bæði þeir sem eru á Íslandi sem ferðamenn og þeir sem eru enn í heimalandi sínu, hafa ekki kennitölu eða aðgang að Uglu- og Canvas-kerfunum og hafa ekki fengið HÍ netfang. Ugla, Canvas og netföng frá háskólanum eru hvernig kennarar eiga samskipti við nemendur sína, upplýsa þá um kennsluskipulag, útvega lesefni, og þar sem nemendur skila verkefnum sínum og taka rafræn próf og kannanir. Þessi skortur á aðgangi að þessum grundvallarkerfum skapar vandamál fyrir nemendur og mikla aukavinnu fyrir kennara háskólanna og deildir. Sum námsbrautir bjóða upp á netvalkost fyrir nemendur sem eru ekki enn komnir til Íslands. Aðrar námsbrautir hafa gefið handahófskenndan frest, sem var ekki gefinn á fyrri árum þegar færri nemendur urðu fyrir áhrifum, og er ekki samræmdur milli háskóladeilda. Ef nemandi er ekki til staðar í eigin persónu fyrir ákveðna dagsetningu verður innganga hans í námið afturkölluð. Rökstuðningurinn fyrir því að afturkalla námstilboð þeirra er að seinkuð viðvera þeirra sé að rýra gæði menntunar þeirra. Sumir þessara nemenda hafa fengið bréf frá stúdentagarðum um að þeir séu að missa húsnæði sitt sem skapar enn meiri óvissa fyrir þessa nemendur. Langvarandi óvissa og möguleikinn á að missa námsplássið sitt settur allt úr skorðum hjá erlendum nemendum. ÚTL krefst þess að þiggjendur dvalarleyfa eigi mikla peninga á bankareikningi til að sanna að þeir geti framfleytt sér meðan á námi stendur. Fyrir marga nemendur táknar þetta margra ára skipulag og sparnað. Að fresta inngöngu þeirra um ár getur krafist margra ára viðbótarvinnu og tekjuöflunar í heimalandi þeirra áður en þeir hafa nóg safnað til að reyna aftur. Aðrir nemendur fengu pláss í öðrum háskólum sem þeir höfnuðu til að stunda nám við háskóla á Íslandi og þeir sjá mjög eftir þessu vali. Þetta er eyðileggjandi fyrir líf þessara nemenda og fyrir alþjóðlegt orðspor íslenskra háskóla. Lausnir og aðgerðir til að aðstoða erlenda nemendur til framtíðar Til skemmri tíma litið ætti að veita nemendum sem verða fyrir áhrifum af þessari krísu mikla umönnun og stuðning frá háskólanum. Hægt er að nota viðbrögðin við kórónufaraldrinum sem fyrirmynd og hægt er að mæla með því að kennarar bjóði upp á eins mikla fjarkennslu og þeir mögulega geta og veiti kennurum auka stuðning til að hjálpa þeim að undirbúa viðbótarnámsefni á netinu. Það er mögulegt að rektorinn gefi hinum ýmsu deildum leiðbeiningar um að falla frá handahófskenndum frestum fyrir inngöngu á þessu ári. Til lengri tíma litið er ljóst að þetta er stofnanabrestur sem á rætur að rekja til skorts á skipulagningu og samskiptum milli háskólanna og ÚTL. Með hliðsjón af fleiri umsækjendum en búist var við gæti Háskóli Íslands lagt meiri mannafla í mat á umsóknum þannig að inntökur bærust í apríl. Þetta myndi gefa nemendum meiri tíma til að senda skjöl sín til ÚTL og gæfi ÚTL meiri tíma á vorin til að afgreiða námsumsóknir. ÚTL verður lítt úr verki við mat á námsumsóknum yfir sumarmánuðina þegar flestir starfsmenn eru í sumarfríi. Þeir gætu skipt sumarfríi og ráðið aukið starfsfólk til að forgangsraða umsóknum um dvalarleyfi á grundvelli náms þannig að allar samþykktir eða höfnun bærust í júlí, sem gæfi nemendum nægan tíma til að flytja til Íslands fyrir upphaf annar. Þessar breytingar mundu koma í veg fyrir að þessi krísa gerist ekki aftur í framtíðinni. Höfundur er eldfjallafræðingur og nemi í íslensku sem öðru máli Heimildir „Rauða borðið 18. sept. - Erlendir stúdentar”. 2025. Samstöðin. https://www.youtube.com/watch?v=E59mYJIzTIs [Sótt 19. sept. 2025.] No Borders Iceland. 2025. „What is happening at the University of Iceland?”. Netútgáfan. https://nobordersiceland.org/writings-and-articles/what-is-happening-at-the-university-of-iceland [Sótt 19. sept. 2025.] Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Háskólarnir hafi afturkallað inngöngu erlendra nemenda Áætlað er að að minnsta kosti 100 erlendir nemendur sem hafa fengið inngöngu í íslenska háskóla hafi beðið svo lengi eftir að Útlendingastofnun samþykki dvalarleyfisumsókn þeirra að háskólarnir hafi afturkallað inngöngu sumra þeirra. Í að minnsta kosti áratug hafa sumir erlendir nemendur fengið dvalarleyfi sitt eftir að haustönn er þegar hafin. Á þessu ári hefur vandamálið orðið svo umfangsmikið að það sem hefur verið vandamál einstakra nemenda hefur nú áhrif á heilar námsbrautir sem hafa hátt hlutfall erlendra nemenda. Silja Bára R. Ómarsdóttir, rektor Háskóla Íslands, hefur enn ekki sett fram stefnu fyrir allan háskólann um hvernig deildir eigi að takast á við þetta vandamál og hefur enn ekki gefið út opinbera yfirlýsingu um þessa krísu erlendra nemenda. Nemendur bíða enn eftir ákvörðun um dvalarleyfisumsókn sína Nemendur utan EES-svæðisins þurfa að fá dvalarleyfi á grundvelli náms sem gerir þeim kleift að koma inn í landið, stunda nám og vinna á Íslandi. Sumir nemendur utan EES geta fyrst dvalið í allt að 90 daga án vegabréfsáritunar meðan þeir bíða eftir dvalarleyfi sínu en aðrir eiga ekki rétt á slíku eftir upprunalandi þeirra. Háskóli Íslands er stærsti háskóli á Íslandi með flesta erlenda nemendur, þannig að eftirfarandi einblínir á HÍ en vandamálið nær einnig til nemenda við aðra háskóla. Árið 2025 fékk HÍ flestar umsóknir í sögu sinni. Umsóknum hefur fjölgað ár frá ári, en aukningin milli 2024 og 2025 var veruleg. Umsóknir bárust í febrúar og nemendur fengu ekki inntökubréf sín fyrr en um miðjan maí. Frestur Útlendingastofnunar til að skila umsóknum um dvalarleyfi var 1. júní. Í mörgum tilfellum er einfaldlega ómögulegt að fá opinber skjöl og/eða láta skjöl berast til Íslands innan tveggja vikna. Sumum erlendum nemendum tókst að uppfylla þetta næstum ómögulega markmið en hjá öðrum voru skjölin póststimpluð fyrir 1. júní en bárust UTL nokkrum dögum síðar. Sumir nemendur í báðum flokkum bíða enn eftir ákvörðun um dvalarleyfisumsókn sína þegar þessi grein er skrifuð um miðjan september. Erlendir nemendur sem hafa ekki fengið dvalarleyfi sitt, bæði þeir sem eru á Íslandi sem ferðamenn og þeir sem eru enn í heimalandi sínu, hafa ekki kennitölu eða aðgang að Uglu- og Canvas-kerfunum og hafa ekki fengið HÍ netfang. Ugla, Canvas og netföng frá háskólanum eru hvernig kennarar eiga samskipti við nemendur sína, upplýsa þá um kennsluskipulag, útvega lesefni, og þar sem nemendur skila verkefnum sínum og taka rafræn próf og kannanir. Þessi skortur á aðgangi að þessum grundvallarkerfum skapar vandamál fyrir nemendur og mikla aukavinnu fyrir kennara háskólanna og deildir. Sum námsbrautir bjóða upp á netvalkost fyrir nemendur sem eru ekki enn komnir til Íslands. Aðrar námsbrautir hafa gefið handahófskenndan frest, sem var ekki gefinn á fyrri árum þegar færri nemendur urðu fyrir áhrifum, og er ekki samræmdur milli háskóladeilda. Ef nemandi er ekki til staðar í eigin persónu fyrir ákveðna dagsetningu verður innganga hans í námið afturkölluð. Rökstuðningurinn fyrir því að afturkalla námstilboð þeirra er að seinkuð viðvera þeirra sé að rýra gæði menntunar þeirra. Sumir þessara nemenda hafa fengið bréf frá stúdentagarðum um að þeir séu að missa húsnæði sitt sem skapar enn meiri óvissa fyrir þessa nemendur. Langvarandi óvissa og möguleikinn á að missa námsplássið sitt settur allt úr skorðum hjá erlendum nemendum. ÚTL krefst þess að þiggjendur dvalarleyfa eigi mikla peninga á bankareikningi til að sanna að þeir geti framfleytt sér meðan á námi stendur. Fyrir marga nemendur táknar þetta margra ára skipulag og sparnað. Að fresta inngöngu þeirra um ár getur krafist margra ára viðbótarvinnu og tekjuöflunar í heimalandi þeirra áður en þeir hafa nóg safnað til að reyna aftur. Aðrir nemendur fengu pláss í öðrum háskólum sem þeir höfnuðu til að stunda nám við háskóla á Íslandi og þeir sjá mjög eftir þessu vali. Þetta er eyðileggjandi fyrir líf þessara nemenda og fyrir alþjóðlegt orðspor íslenskra háskóla. Lausnir og aðgerðir til að aðstoða erlenda nemendur til framtíðar Til skemmri tíma litið ætti að veita nemendum sem verða fyrir áhrifum af þessari krísu mikla umönnun og stuðning frá háskólanum. Hægt er að nota viðbrögðin við kórónufaraldrinum sem fyrirmynd og hægt er að mæla með því að kennarar bjóði upp á eins mikla fjarkennslu og þeir mögulega geta og veiti kennurum auka stuðning til að hjálpa þeim að undirbúa viðbótarnámsefni á netinu. Það er mögulegt að rektorinn gefi hinum ýmsu deildum leiðbeiningar um að falla frá handahófskenndum frestum fyrir inngöngu á þessu ári. Til lengri tíma litið er ljóst að þetta er stofnanabrestur sem á rætur að rekja til skorts á skipulagningu og samskiptum milli háskólanna og ÚTL. Með hliðsjón af fleiri umsækjendum en búist var við gæti Háskóli Íslands lagt meiri mannafla í mat á umsóknum þannig að inntökur bærust í apríl. Þetta myndi gefa nemendum meiri tíma til að senda skjöl sín til ÚTL og gæfi ÚTL meiri tíma á vorin til að afgreiða námsumsóknir. ÚTL verður lítt úr verki við mat á námsumsóknum yfir sumarmánuðina þegar flestir starfsmenn eru í sumarfríi. Þeir gætu skipt sumarfríi og ráðið aukið starfsfólk til að forgangsraða umsóknum um dvalarleyfi á grundvelli náms þannig að allar samþykktir eða höfnun bærust í júlí, sem gæfi nemendum nægan tíma til að flytja til Íslands fyrir upphaf annar. Þessar breytingar mundu koma í veg fyrir að þessi krísa gerist ekki aftur í framtíðinni. Höfundur er eldfjallafræðingur og nemi í íslensku sem öðru máli Heimildir „Rauða borðið 18. sept. - Erlendir stúdentar”. 2025. Samstöðin. https://www.youtube.com/watch?v=E59mYJIzTIs [Sótt 19. sept. 2025.] No Borders Iceland. 2025. „What is happening at the University of Iceland?”. Netútgáfan. https://nobordersiceland.org/writings-and-articles/what-is-happening-at-the-university-of-iceland [Sótt 19. sept. 2025.]
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun