Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar 22. september 2025 07:01 Þann 10. júlí 2021 má segja að ásýnd Selfoss hafi tekið jákvæðum breytingum þegar fyrsti áfangi miðbæjar Selfoss opnaði. Afleiðingarnar gátu fáir séð fyrir en á einni nóttu breyttist ásýnd Selfoss frá því að vera bær við þjóðveginn í að vera áfangastaður menningar, þjónustu og afþreyingar. Framkvæmdir áfram næstu árin Verkefnið var sannarlega umdeilt í samfélaginu í upphafi og fór m.a. í íbúakosningu sumarið 2018 þar sem íbúar í Árborg ákváðu að byggja ætti miðbæinn í þeim anda sem nú er að rísa. Hugmyndir þróast á sumarið 2023 var haldin íbúakönnun þar sem 90% þeirra íbúa sem tóku þátt leyst vel á að stækka miðbæinn og tengja enn frekar við Sigtúnsgarðinn sem kemur í framhaldi af miðbæjarsvæðinu. Spennandi hugmyndir sem sjá má betur á mynd að neðan. Mynd 1: Drög sem sýna áætlaða uppbyggingu miðbæjar Selfoss þegar hann er fullbyggður. Nú er bílastæðahús fyrir rúmlega 200 bíla tilbúið og framkvæmdir langt komnar með verslunar- og þjónustuhúsnæði ásamt íbúðum við hlið mathallarinnar. Framkvæmdaaðilar halda áfram og var skóflustunga að næsta áfanga tekin í síðustu viku af félögum eldri borgara á Selfossi. Næstu áfangar eiga svo að opna einn af öðrum næstu fjögur árin. Það verður því áfram ný og skemmtileg upplifun í miðbæ Selfoss og nágrenni. Mynd 2: Yfirlitsmynd af miðbæ Selfoss í ágúst 2025. Sigtúnsgarður órjúfanleg tenging Í nýju skipulagi er gert ráð fyrir einstakri göngugötu, “Menningarstræti” sem verður niðurgrafin og tengist beint í svokallaða söngskál og áfram inn í Sigtúnsgarðinn. Þessi tenging ásamt fleirum er samstarfsverkefni sveitarfélagsins og framkvæmdaaðila þar sem Sigtúnsgarður er ekki hluti af framkvæmdasvæði miðbæjarins heldur opið grænt svæði. Á myndinni má sjá hvernig miðbærinn og Sigtúnsgarður tengjast saman sem gefur tækifæri til að auka nýtingu garðsins stærri hluta ársins. Mynd 3: Tenging miðbæjarins við Sigtúnsgarð gefur spennandi tækifæri til framtíðar. Sveitarfélagið hefur stofnað samráðshóp sem vinnur með hönnuði, framkvæmdaaðilum miðbæjarins, hátíðarhöldurum og öðrum hagsmunaaðilum að þróun Sigtúnsgarðs. Horft er til nýtingarmöguleika, tenginga við miðbæ og nærliggjandi byggðar til að skapa svæði sem íbúar og gestir vilja heimsækja og njóta útivistar og viðburða. Gert er ráð fyrir að hönnun Sigtúnsgarðs verði tilbúin á þessu ári og framkvæmdir við garðinn unnist samhliða uppbyggingu miðbæjarins. Styður hvert annað! Uppbygging innan Sveitarfélagsins Árborgar hefur verið ótrúleg undanfarin ár og margir þættir sem spila þar saman. Öflugir framkvæmdaaðilar hafa byggt upp íbúðahverfi en nú eru yfir 400 íbúðir í byggingu. Sveitarfélagið byggir upp grunnþjónustuna ásamt því að miðbær Selfoss og fleiri atvinnusvæði auka enn frekar vægi verslunar, þjónustu og menningar á svæðinu. Allt styður þetta hvert annað og skapar um leið lifandi samfélag sem á svo sannarlega við Sveitarfélagið Árborg. Höfundur bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Bjarnason Árborg Arkitektúr Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 10. júlí 2021 má segja að ásýnd Selfoss hafi tekið jákvæðum breytingum þegar fyrsti áfangi miðbæjar Selfoss opnaði. Afleiðingarnar gátu fáir séð fyrir en á einni nóttu breyttist ásýnd Selfoss frá því að vera bær við þjóðveginn í að vera áfangastaður menningar, þjónustu og afþreyingar. Framkvæmdir áfram næstu árin Verkefnið var sannarlega umdeilt í samfélaginu í upphafi og fór m.a. í íbúakosningu sumarið 2018 þar sem íbúar í Árborg ákváðu að byggja ætti miðbæinn í þeim anda sem nú er að rísa. Hugmyndir þróast á sumarið 2023 var haldin íbúakönnun þar sem 90% þeirra íbúa sem tóku þátt leyst vel á að stækka miðbæinn og tengja enn frekar við Sigtúnsgarðinn sem kemur í framhaldi af miðbæjarsvæðinu. Spennandi hugmyndir sem sjá má betur á mynd að neðan. Mynd 1: Drög sem sýna áætlaða uppbyggingu miðbæjar Selfoss þegar hann er fullbyggður. Nú er bílastæðahús fyrir rúmlega 200 bíla tilbúið og framkvæmdir langt komnar með verslunar- og þjónustuhúsnæði ásamt íbúðum við hlið mathallarinnar. Framkvæmdaaðilar halda áfram og var skóflustunga að næsta áfanga tekin í síðustu viku af félögum eldri borgara á Selfossi. Næstu áfangar eiga svo að opna einn af öðrum næstu fjögur árin. Það verður því áfram ný og skemmtileg upplifun í miðbæ Selfoss og nágrenni. Mynd 2: Yfirlitsmynd af miðbæ Selfoss í ágúst 2025. Sigtúnsgarður órjúfanleg tenging Í nýju skipulagi er gert ráð fyrir einstakri göngugötu, “Menningarstræti” sem verður niðurgrafin og tengist beint í svokallaða söngskál og áfram inn í Sigtúnsgarðinn. Þessi tenging ásamt fleirum er samstarfsverkefni sveitarfélagsins og framkvæmdaaðila þar sem Sigtúnsgarður er ekki hluti af framkvæmdasvæði miðbæjarins heldur opið grænt svæði. Á myndinni má sjá hvernig miðbærinn og Sigtúnsgarður tengjast saman sem gefur tækifæri til að auka nýtingu garðsins stærri hluta ársins. Mynd 3: Tenging miðbæjarins við Sigtúnsgarð gefur spennandi tækifæri til framtíðar. Sveitarfélagið hefur stofnað samráðshóp sem vinnur með hönnuði, framkvæmdaaðilum miðbæjarins, hátíðarhöldurum og öðrum hagsmunaaðilum að þróun Sigtúnsgarðs. Horft er til nýtingarmöguleika, tenginga við miðbæ og nærliggjandi byggðar til að skapa svæði sem íbúar og gestir vilja heimsækja og njóta útivistar og viðburða. Gert er ráð fyrir að hönnun Sigtúnsgarðs verði tilbúin á þessu ári og framkvæmdir við garðinn unnist samhliða uppbyggingu miðbæjarins. Styður hvert annað! Uppbygging innan Sveitarfélagsins Árborgar hefur verið ótrúleg undanfarin ár og margir þættir sem spila þar saman. Öflugir framkvæmdaaðilar hafa byggt upp íbúðahverfi en nú eru yfir 400 íbúðir í byggingu. Sveitarfélagið byggir upp grunnþjónustuna ásamt því að miðbær Selfoss og fleiri atvinnusvæði auka enn frekar vægi verslunar, þjónustu og menningar á svæðinu. Allt styður þetta hvert annað og skapar um leið lifandi samfélag sem á svo sannarlega við Sveitarfélagið Árborg. Höfundur bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar