„Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sindri Sverrisson skrifar 22. september 2025 07:03 Guðjón Ingi Sigurðsson fékk góðan stuðning frá fjölskyldunni í Heiðmörk. SPORTMYNDIR/GUMMI STÓRI „Ég var gjörsamlega að grillast í þessum hring,“ sagði Guðjón Ingi Sigurðsson eftir eina hringinn sem hann þurfti að hlaupa einn til að fagna sigri í bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa í nótt. Guðjón íhugaði að hætta strax í þriðja hring en endaði á að hlaupa 43 hringi og setja magnað brautarmet, á afmælisdegi bróður síns heitins. Í bakgarðshlaupi þurfa keppendur að fara 6,7 kílómetra hring á hverjum klukkutíma og voru þau Guðjón og Þórdís Ólöf Jónsdóttir ein eftir í gærkvöld. Þau hlupu áfram til klukkan þrjú í nótt en þá hætti Þórdís á meðan að Guðjón kláraði einn síðasta hringinn, gjörsamlega að grillast eins og hann orðaði það sjálfur strax eftir hlaup: „Bæði að vera einn og ætla eitthvað að keyra á þetta líka. Fæturnir segja bara stopp við ákveðnum hraða. En þetta var frábær keppni. Þórdís gerði þessa keppni. Það fer enginn lengra en sá sem fer næstlengst. Þetta var bara ákvörðun hjá henni, hún var ekkert búin. Hún bara náði sínu „personal best“ og var södd,“ sagði Guðjón við Garp Elísabetarson í endamarkinu. Viðtalið má sjá hér að neðan. Garpur benti á að Guðjón hefði verið veikur í aðdraganda hlaupsins og að það hefði verið tvísýnt hvort hann yrði yfirhöfuð með. Guðjón samsinnti því: „Ég ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring, en þá þurfti ég virkilega að skoða hvort ég vildi halda áfram,“ sagði Guðjón og vildi ekki fara neitt nánar út í það. Þegar leið á keppnina fór hann hins vegar að finna að hann gæti vel unnið og svo merkilega vill til að sigurinn vannst á afmælisdegi bróður Guðjóns, sem er látinn: „Þegar það voru sex eftir fór mér að líða rosalega vel. Varð allur mjúkur og öndunin orðin góð. Mig langaði að hlaupa fram yfir miðnætti í dag, á afmælisdegi bróður míns heitins. Það tókst, og þarna er nafni hans,“ sagði Guðjón kátur og fékk þá son sinn í fangið til sín en fjölskylda hans var honum til halds og trausts enda bráðnauðsynlegt að hafa gott teymi á bakvið sig í svona keppni: „Ómetanlegur stuðningur. Almar vinur minn var líka með mér hérna í fyrrinótt, ekki bara náinn vinur minn heldur besti vinur Kidda bróður líka,“ sagði Guðjón en viðtalið má sjá hér að ofan. Bakgarðshlaup Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira
Í bakgarðshlaupi þurfa keppendur að fara 6,7 kílómetra hring á hverjum klukkutíma og voru þau Guðjón og Þórdís Ólöf Jónsdóttir ein eftir í gærkvöld. Þau hlupu áfram til klukkan þrjú í nótt en þá hætti Þórdís á meðan að Guðjón kláraði einn síðasta hringinn, gjörsamlega að grillast eins og hann orðaði það sjálfur strax eftir hlaup: „Bæði að vera einn og ætla eitthvað að keyra á þetta líka. Fæturnir segja bara stopp við ákveðnum hraða. En þetta var frábær keppni. Þórdís gerði þessa keppni. Það fer enginn lengra en sá sem fer næstlengst. Þetta var bara ákvörðun hjá henni, hún var ekkert búin. Hún bara náði sínu „personal best“ og var södd,“ sagði Guðjón við Garp Elísabetarson í endamarkinu. Viðtalið má sjá hér að neðan. Garpur benti á að Guðjón hefði verið veikur í aðdraganda hlaupsins og að það hefði verið tvísýnt hvort hann yrði yfirhöfuð með. Guðjón samsinnti því: „Ég ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring, en þá þurfti ég virkilega að skoða hvort ég vildi halda áfram,“ sagði Guðjón og vildi ekki fara neitt nánar út í það. Þegar leið á keppnina fór hann hins vegar að finna að hann gæti vel unnið og svo merkilega vill til að sigurinn vannst á afmælisdegi bróður Guðjóns, sem er látinn: „Þegar það voru sex eftir fór mér að líða rosalega vel. Varð allur mjúkur og öndunin orðin góð. Mig langaði að hlaupa fram yfir miðnætti í dag, á afmælisdegi bróður míns heitins. Það tókst, og þarna er nafni hans,“ sagði Guðjón kátur og fékk þá son sinn í fangið til sín en fjölskylda hans var honum til halds og trausts enda bráðnauðsynlegt að hafa gott teymi á bakvið sig í svona keppni: „Ómetanlegur stuðningur. Almar vinur minn var líka með mér hérna í fyrrinótt, ekki bara náinn vinur minn heldur besti vinur Kidda bróður líka,“ sagði Guðjón en viðtalið má sjá hér að ofan.
Bakgarðshlaup Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum