Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. september 2025 09:30 Elísabet Gunnarsdóttir hefur verið þjálfari belgíska kvennalandsliðsins í fótbolta síðan í janúar og stefnir á HM 2027. Vísir/Getty Elísabet Gunnarsdóttir var ósátt við svör KSÍ þegar gengið var framhjá henni við val á landsliðsþjálfara kvenna í ársbyrjun 2021. Í dag er hún þó sátt í Belgíu og stefnir á HM eftir tvö ár. KSÍ leitaði landsliðsþjálfara eftir að Jóni Þór Haukssyni var sagt upp störfum í árslok 2020. Elísabet fór í starfsviðtal hjá KSÍ en tjáði sambandinu að hún gæti ekki horfið frá félagsliði sínu Kristianstad fyrr en um vorið. Hún gæti stýrt báðum samhliða fyrst um sinn. Ekki var fallist á það og Þorsteinn Halldórsson var í hennar stað ráðinn í janúar 2021. Elísabet ræddi ferlið við Helenu Ólafsdóttur í Bestu mörkunum. „Ég fór í tvö viðtöl. Ef ég man þetta rétt þá var þetta þannig að það var Covid ár. Það voru eitt eða tvö landsliðsverkefni eftir það ár. Því það var ekkert í gangi á þessum tíma og maður gat ekki farið í nein ferðalög,“ segir Elísabet sem stýrði þá liði Kristianstad í Svíþjóð í fyrsta sinn á stóra sviðinu í Evrópu. „Við [í Kristianstad] vorum að spila í Evrópukeppni í fyrsta skipti. Ég sagði að það kæmi ekki til greina fyrir mig að sleppa því. Ég vildi taka við landsliðinu en fá að klára tímabilið með Kristianstad og síðan myndi ég hætta með liðið og fara alfarið í landsliðið. Það var sá möguleiki sem var til staðar frá minni hendi,“ Mark Parsons ásamt Lieke Mertens er hann stýrir Hollandi. Stjórnendum hjá KNVB, hollenska knattspyrnusambandinu, þótti ekki líta illa út að hann stýrði liðinu samhliða Portland Thorns um nokkurra mánaða skeið.Getty/Rico Brouwer „Svörin voru einfaldlega þannig að það myndi líta illa út, út á við, að landsliðsþjálfari Íslands væri ekki í 100 prósent starfi fyrir landsliðið. Á sama tíma var Mark Parsons að þjálfa eitt stærsta lið í heimi í Portland og tók við Hollandi. Hann kláraði tímabilið með Portland og tók við Hollandi sem voru Evrópumeistarar á þeim tíma,“ segir Elísabet sem sætti sig því illa við svörin frá stjórn KSÍ, sem var þá undir formennsku Guðna Bergssonar. „Þannig að ég var ekki sátt við þessi svör, ég get alveg verið hreinskilin með það. Ég hefði viljað að útkoman væri önnur.“ Ætlar að koma Belgum á HM í fyrsta sinn Elísabet hætti hjá Kristianstad eftir 15 ára veru hjá félaginu í fyrra. Í kjölfarið átti hún í viðræðum meðal annars við Chelsea á Englandi og norska kvennalandsliðið en tók svo við liði Belga í byrjun þessa árs. Margur hefur kallað eftir henni í landsliðsþjálfarastarf Íslands undanfarin ár og var heitt undir sitjandi landsliðsþjálfara, Þorsteini Halldórssyni, eftir EM í sumar þar sem árangur var undir væntingum. Aðstoðarþjálfarar hans voru látnir taka poka sinn eftir mótið en Elísabet segist engan áhuga hafa á starfinu eins og sakir standa. Ef þú yrðir beðin um að taka við íslenska landsliðinu í dag, myndirðu taka því? „Ég er þannig sem persóna og þjálfari að ég er all in í því sem ég er að gera. Nú er ég að þjálfa Belgíu og elska þetta lið út af lífinu nú þegar. Finnst æðislegt að vinna með leikmönnum og mínu starfsliði og númer 1, 2 og 3 í mínum huga er að koma Belgíu á HM í fyrsta skipti. Þjóðin hefur aldrei komist á HM, ég var ráðin til að gera það. Þannig að ég er bara á fullu í því,“ segir Elísabet. Ummælin má sjá í spilaranum að ofan. Viðtalið í heild má sjá í Bestu mörkunum á Sýn Sport Ísland klukkan 20:00 í kvöld. KSÍ Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Sænski boltinn Belgíski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Fleiri fréttir Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Sjá meira
KSÍ leitaði landsliðsþjálfara eftir að Jóni Þór Haukssyni var sagt upp störfum í árslok 2020. Elísabet fór í starfsviðtal hjá KSÍ en tjáði sambandinu að hún gæti ekki horfið frá félagsliði sínu Kristianstad fyrr en um vorið. Hún gæti stýrt báðum samhliða fyrst um sinn. Ekki var fallist á það og Þorsteinn Halldórsson var í hennar stað ráðinn í janúar 2021. Elísabet ræddi ferlið við Helenu Ólafsdóttur í Bestu mörkunum. „Ég fór í tvö viðtöl. Ef ég man þetta rétt þá var þetta þannig að það var Covid ár. Það voru eitt eða tvö landsliðsverkefni eftir það ár. Því það var ekkert í gangi á þessum tíma og maður gat ekki farið í nein ferðalög,“ segir Elísabet sem stýrði þá liði Kristianstad í Svíþjóð í fyrsta sinn á stóra sviðinu í Evrópu. „Við [í Kristianstad] vorum að spila í Evrópukeppni í fyrsta skipti. Ég sagði að það kæmi ekki til greina fyrir mig að sleppa því. Ég vildi taka við landsliðinu en fá að klára tímabilið með Kristianstad og síðan myndi ég hætta með liðið og fara alfarið í landsliðið. Það var sá möguleiki sem var til staðar frá minni hendi,“ Mark Parsons ásamt Lieke Mertens er hann stýrir Hollandi. Stjórnendum hjá KNVB, hollenska knattspyrnusambandinu, þótti ekki líta illa út að hann stýrði liðinu samhliða Portland Thorns um nokkurra mánaða skeið.Getty/Rico Brouwer „Svörin voru einfaldlega þannig að það myndi líta illa út, út á við, að landsliðsþjálfari Íslands væri ekki í 100 prósent starfi fyrir landsliðið. Á sama tíma var Mark Parsons að þjálfa eitt stærsta lið í heimi í Portland og tók við Hollandi. Hann kláraði tímabilið með Portland og tók við Hollandi sem voru Evrópumeistarar á þeim tíma,“ segir Elísabet sem sætti sig því illa við svörin frá stjórn KSÍ, sem var þá undir formennsku Guðna Bergssonar. „Þannig að ég var ekki sátt við þessi svör, ég get alveg verið hreinskilin með það. Ég hefði viljað að útkoman væri önnur.“ Ætlar að koma Belgum á HM í fyrsta sinn Elísabet hætti hjá Kristianstad eftir 15 ára veru hjá félaginu í fyrra. Í kjölfarið átti hún í viðræðum meðal annars við Chelsea á Englandi og norska kvennalandsliðið en tók svo við liði Belga í byrjun þessa árs. Margur hefur kallað eftir henni í landsliðsþjálfarastarf Íslands undanfarin ár og var heitt undir sitjandi landsliðsþjálfara, Þorsteini Halldórssyni, eftir EM í sumar þar sem árangur var undir væntingum. Aðstoðarþjálfarar hans voru látnir taka poka sinn eftir mótið en Elísabet segist engan áhuga hafa á starfinu eins og sakir standa. Ef þú yrðir beðin um að taka við íslenska landsliðinu í dag, myndirðu taka því? „Ég er þannig sem persóna og þjálfari að ég er all in í því sem ég er að gera. Nú er ég að þjálfa Belgíu og elska þetta lið út af lífinu nú þegar. Finnst æðislegt að vinna með leikmönnum og mínu starfsliði og númer 1, 2 og 3 í mínum huga er að koma Belgíu á HM í fyrsta skipti. Þjóðin hefur aldrei komist á HM, ég var ráðin til að gera það. Þannig að ég er bara á fullu í því,“ segir Elísabet. Ummælin má sjá í spilaranum að ofan. Viðtalið í heild má sjá í Bestu mörkunum á Sýn Sport Ísland klukkan 20:00 í kvöld.
KSÍ Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Sænski boltinn Belgíski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Fleiri fréttir Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Sjá meira
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti