Fótbolti

Hörður Björg­vin búinn að finna sér nýtt lið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hörður Björgvin með fjölskyldunni.
Hörður Björgvin með fjölskyldunni. Vísir/Vilhelm

Landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon hefur samið við Levadiakos sem leikur í efstu deild á Grikklandi. Samningurinn gildir út yfirstandandi tímabil.

Hinn 32 ára gamli Hörður Björgvin hefur verið að glíma við meiðsli undanfarin misseri en hefur nú loks náð sér af þeim. Um tíma virtist sem hann væri að fara til Anorthosis Famagusta á Kýpur en fjárhagsvandræði þar á bæ þýddu að ekkert varð úr samningnum.

Hörður Björgvin lék síðast með gríska stórliðinu Panathinaikos og heldur sig því innan Grikklands út þetta tímabil. Hann hefur komið víða við á ferlinum eftir að hann yfirgaf Fram og hélt til Juventus á Ítalíu ungur að árum. Hefur hann meðal annars spilað með Bristol City og CSKA Moskvu.

Hörður Björgvin á að baki 50 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Sá síðasti var vináttulandsleikur gegn Skotlandi fyrr á þessu ári.

Levadiakos er sem stendur í 5. sæti efstu deildar Grikklands með sjö stig að loknum fjórum umferðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×