Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. september 2025 22:45 Rooney var farsæll leikmaður en hefur ekki alveg fundið sig í þjálfun. EPA/ADAM VAUGHAN Wayne Rooney var hluti af einu sigursælasta knattspyrnuliði Englands um árabil þegar ekkert virðist fá Manchester United stöðvað. Hann segir að tölvuleikir hafi gert öfluga leikmenn enn samheldnari. Hinn 39 ára gamli Rooney lék með Man United frá 2004 til 2017. Á þeim tíma vann hann fjölda titla og nældi í fleiri silfurverðlaun en hann vill telja upp: Englandsmeistari (5) Deildarbikar (3) Meistaradeild Evrópu (1) Enski bikarinn (1) HM félagsliða (1) Evrópudeildin (1) Í hlaðvarpi sínu, The Wayne Rooney show, ræddi hann nýverið tölvuspil og hvernig margir leikmanna liðsins styttu sér stundir í liðsrútunni. Þar kom fram að Rooney ásamt fleirum spilaði herleikinn SOCOM á PSP leikjatölvu. „Ég tel virkilega að stór hluti árangurs okkar hafi verið það að við spiluðum saman á PSP. Það fékk okkur til að tala meira saman, við spiluðum saman í flugvélinni og liðsrútunni.“ „Þetta voru ég, Rio Ferdinandi, Michael Carrick, John O‘Shea og Wes Brown. Samskipti voru virkilega mikilvæg í leiknum. Spurðu einhvern þessara leikmenna, þetta var frábært.“ Rooney gekk svo langt að segja að leikstíll leikmanna á knattspyrnuvellinum hafi endurspeglað hvernig þeir spiluðu leikinn. „Carrick var rólegur og yfirvegaður á meðan ég fór allur inn, beint ofan í skotgrafirnar og í andlitið á óvininum.“ Michael Carrick og Wayne Rooney á góðri stundu.AFP Ekki voru þó allir leikmenn Man United hrifnir af þessu. Markvörðurinn Edwin van der Sar var einn þeirra. „Hann varð pirraður því við vorum að öskra á hvorn annan í rútunni. Hann varð svo pirraður, reyndi að komast eins langt frá okkur og hægt var.“ Ekki hefur mikið gengið hjá United undnafarin misseri og spurning hvort leikmenn liðsins þurfi að dusta rykið af PSP-tölvunum og fara spila stríðsleiki saman. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Hinn 39 ára gamli Rooney lék með Man United frá 2004 til 2017. Á þeim tíma vann hann fjölda titla og nældi í fleiri silfurverðlaun en hann vill telja upp: Englandsmeistari (5) Deildarbikar (3) Meistaradeild Evrópu (1) Enski bikarinn (1) HM félagsliða (1) Evrópudeildin (1) Í hlaðvarpi sínu, The Wayne Rooney show, ræddi hann nýverið tölvuspil og hvernig margir leikmanna liðsins styttu sér stundir í liðsrútunni. Þar kom fram að Rooney ásamt fleirum spilaði herleikinn SOCOM á PSP leikjatölvu. „Ég tel virkilega að stór hluti árangurs okkar hafi verið það að við spiluðum saman á PSP. Það fékk okkur til að tala meira saman, við spiluðum saman í flugvélinni og liðsrútunni.“ „Þetta voru ég, Rio Ferdinandi, Michael Carrick, John O‘Shea og Wes Brown. Samskipti voru virkilega mikilvæg í leiknum. Spurðu einhvern þessara leikmenna, þetta var frábært.“ Rooney gekk svo langt að segja að leikstíll leikmanna á knattspyrnuvellinum hafi endurspeglað hvernig þeir spiluðu leikinn. „Carrick var rólegur og yfirvegaður á meðan ég fór allur inn, beint ofan í skotgrafirnar og í andlitið á óvininum.“ Michael Carrick og Wayne Rooney á góðri stundu.AFP Ekki voru þó allir leikmenn Man United hrifnir af þessu. Markvörðurinn Edwin van der Sar var einn þeirra. „Hann varð pirraður því við vorum að öskra á hvorn annan í rútunni. Hann varð svo pirraður, reyndi að komast eins langt frá okkur og hægt var.“ Ekki hefur mikið gengið hjá United undnafarin misseri og spurning hvort leikmenn liðsins þurfi að dusta rykið af PSP-tölvunum og fara spila stríðsleiki saman.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira