Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. september 2025 08:00 Ásdís Aðalbjörg segir ýmislegt sem stjórnvöld geti gerst til að bregðast við. Sá hópur Íslendinga sem velur að eignast ekki börn fer stöðugt stækkandi. Fæðingartíðni á Íslandi hefur verið í frjálsu falli frá bankahruninu. Ísland hefur státað af hærri fæðingartíðni en hin Norðurlöndin en er nú á svipuðum stað og eignast hver íslensk kona að meðaltali 1,56 barn. Þetta er meðal þess sem eru niðurstöður nýrrar rannsóknar á fæðingartíðni hérlendis af hálfu fræðimanna í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Ásdís Aðalbjörg Arnalds lektor í félagsráðgjöf ræddi valið barnleysi í Reykjavík síðdegis. Upplifa sem svo að þau þurfi að vera sérfræðingar „Það er almennt talað um 2,1 [barn] til þess að viðhalda til dæmis velferðarkerfinu því einhverjir þurfa að vera hérna til að borga skatta og svona. Okkur hefur auðvitað ekki verið að fækka hér á Íslandi en það er út af innflytjendum.“ Rannsóknin tekur meðal annars mið af gögnum frá Hagstofu Íslands og tóku Ásdís og kollegar hennar einnig viðtöl við ungar konur sem ekki hafa tekið ákvörðun um barneignir. Þá voru einnig tekin viðtöl við fólk sem hefur ekki valið að eignast börn og foreldrar sem átt hafa í erfiðleikum við að eignast börn valdir í rýnihópa. Fæðingartíðnin hafi tekið kipp í Covid en lækkað að nýju. Hverjar eru helstu ástæður þess að fólk velur að eignast ekki börn? „Fólk sér þetta sem streituvaldandi hlutverk og við sjáum það bæði í rannsóknum hérlendis og erlendis að foreldrahlutverkið er orðið miklu fyrirferðameira en það var hér áður og foreldrar í dag eyða miklu meiri tíma með börnunum sínum en foreldrar gerðu áður.“ Ásdís rifjar upp að foreldrar hafi áður ekki fylgt börnunum sínum eftir á æfingar en að í dag sé ætlast til mikillar þátttöku. Sumir séu einfaldlega ekki tilbúnir til að gangast við því. „Fólk sér þetta sem streituvaldandi, tilfinningalega krefjandi og annað sem fólk nefnir er að það þurfi svo mikla sérfræðikunnáttu til þess að vera foreldri. Þú þurfir að vera búinn að lesa allar þessar bækur og kunna réttu handtökin. Fólk er farið að hafa meiri áhyggjur áður en það verður foreldrar og sumir eru ekki tilbúnir í þetta.“ Ásdís segir það sé að vissu leyti gott að fólk vilji vera undirbúið en þá þurfi líka að fara milliveg. Hún veltir því upp hvort það eigi ekki að vera nóg að elska barnið sitt og búa því gott heimili. „Þurfum við að gera allt? Það má spyrja sig að því.“ Tími milli orlofs og leikskóla spili inn í Geta stjórnvöld gert eitthvað til að ýta undir áhuga fólks? Hefur það verið gert annars staðar? „Það er annað sem við sjáum í þessum viðtölum. Til dæmis við ungu konurnar sem hafa enn ekki ákveðið hvort þær ætli að eignast börn, þær lýstu yfir áhyggjum af því að verða foreldri og voru ekkert endilega að sjá sig í því hlutverki, af því að og þær töluðu um það að þeim fyndist stjórnvöld ekki gera nægilega mikið.“ Ásdís segir þær sérstaklega vísa til bilsins sem er á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Fæðingarorlofið á Íslandi sé tólf mánuðir, svipað og á Norðurlöndunum. Hér eigi börn hinsvegar ekki rétt á leikskólavist strax að loknu fæðingarorlofi. Í Reykjavík sem dæmi byrji börn ekki á leikskóla fyrr en við tveggja ára aldur og eitt ár sem foreldrar þurfi að brúa. „Og það lendir frekar á mæðrum en feðrum að brúa þetta bil, það skýrist til dæmis af launamuni kynjanna, það getur verið fjárhagslega hagkvæmara að móðirin lengi sinn tíma heima og hverfi af vinnumarkaði heldur en faðirinn. Þetta sjáum við í viðtölunum við þessar ungu konur að þær vilja þetta ekki.“ Ásdís segir að búa þurfi um hnútana þannig að fólk sem vilji eignast börn séu studd til þess. Það séu fyrstu tvö ár barnanna sem skipti miklu máli og séu hvað erfiðust. Ásdís segir koma á óvart að það er ekki mikill munur á afstöðu kynjanna til þess að eignast börn. Karlar séu kvíðnir líka. „Við sjáum samskonar tengsl meðal karla og kvenna. Við búum auðvitað í þannig þjóðfélagi í dag að það er ætlast til þátttöku feðra og þeir eru kannski ekki tilbúnir í það heldur.“ Frjósemi Börn og uppeldi Mannfjöldi Reykjavík síðdegis Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Þetta er meðal þess sem eru niðurstöður nýrrar rannsóknar á fæðingartíðni hérlendis af hálfu fræðimanna í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Ásdís Aðalbjörg Arnalds lektor í félagsráðgjöf ræddi valið barnleysi í Reykjavík síðdegis. Upplifa sem svo að þau þurfi að vera sérfræðingar „Það er almennt talað um 2,1 [barn] til þess að viðhalda til dæmis velferðarkerfinu því einhverjir þurfa að vera hérna til að borga skatta og svona. Okkur hefur auðvitað ekki verið að fækka hér á Íslandi en það er út af innflytjendum.“ Rannsóknin tekur meðal annars mið af gögnum frá Hagstofu Íslands og tóku Ásdís og kollegar hennar einnig viðtöl við ungar konur sem ekki hafa tekið ákvörðun um barneignir. Þá voru einnig tekin viðtöl við fólk sem hefur ekki valið að eignast börn og foreldrar sem átt hafa í erfiðleikum við að eignast börn valdir í rýnihópa. Fæðingartíðnin hafi tekið kipp í Covid en lækkað að nýju. Hverjar eru helstu ástæður þess að fólk velur að eignast ekki börn? „Fólk sér þetta sem streituvaldandi hlutverk og við sjáum það bæði í rannsóknum hérlendis og erlendis að foreldrahlutverkið er orðið miklu fyrirferðameira en það var hér áður og foreldrar í dag eyða miklu meiri tíma með börnunum sínum en foreldrar gerðu áður.“ Ásdís rifjar upp að foreldrar hafi áður ekki fylgt börnunum sínum eftir á æfingar en að í dag sé ætlast til mikillar þátttöku. Sumir séu einfaldlega ekki tilbúnir til að gangast við því. „Fólk sér þetta sem streituvaldandi, tilfinningalega krefjandi og annað sem fólk nefnir er að það þurfi svo mikla sérfræðikunnáttu til þess að vera foreldri. Þú þurfir að vera búinn að lesa allar þessar bækur og kunna réttu handtökin. Fólk er farið að hafa meiri áhyggjur áður en það verður foreldrar og sumir eru ekki tilbúnir í þetta.“ Ásdís segir það sé að vissu leyti gott að fólk vilji vera undirbúið en þá þurfi líka að fara milliveg. Hún veltir því upp hvort það eigi ekki að vera nóg að elska barnið sitt og búa því gott heimili. „Þurfum við að gera allt? Það má spyrja sig að því.“ Tími milli orlofs og leikskóla spili inn í Geta stjórnvöld gert eitthvað til að ýta undir áhuga fólks? Hefur það verið gert annars staðar? „Það er annað sem við sjáum í þessum viðtölum. Til dæmis við ungu konurnar sem hafa enn ekki ákveðið hvort þær ætli að eignast börn, þær lýstu yfir áhyggjum af því að verða foreldri og voru ekkert endilega að sjá sig í því hlutverki, af því að og þær töluðu um það að þeim fyndist stjórnvöld ekki gera nægilega mikið.“ Ásdís segir þær sérstaklega vísa til bilsins sem er á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Fæðingarorlofið á Íslandi sé tólf mánuðir, svipað og á Norðurlöndunum. Hér eigi börn hinsvegar ekki rétt á leikskólavist strax að loknu fæðingarorlofi. Í Reykjavík sem dæmi byrji börn ekki á leikskóla fyrr en við tveggja ára aldur og eitt ár sem foreldrar þurfi að brúa. „Og það lendir frekar á mæðrum en feðrum að brúa þetta bil, það skýrist til dæmis af launamuni kynjanna, það getur verið fjárhagslega hagkvæmara að móðirin lengi sinn tíma heima og hverfi af vinnumarkaði heldur en faðirinn. Þetta sjáum við í viðtölunum við þessar ungu konur að þær vilja þetta ekki.“ Ásdís segir að búa þurfi um hnútana þannig að fólk sem vilji eignast börn séu studd til þess. Það séu fyrstu tvö ár barnanna sem skipti miklu máli og séu hvað erfiðust. Ásdís segir koma á óvart að það er ekki mikill munur á afstöðu kynjanna til þess að eignast börn. Karlar séu kvíðnir líka. „Við sjáum samskonar tengsl meðal karla og kvenna. Við búum auðvitað í þannig þjóðfélagi í dag að það er ætlast til þátttöku feðra og þeir eru kannski ekki tilbúnir í það heldur.“
Frjósemi Börn og uppeldi Mannfjöldi Reykjavík síðdegis Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira