Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 23. september 2025 12:11 Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir alla þrjá eldsvoðana rannsakaða sem íkveikjur og þá er til skoðunar að setja upp vakt við húsið til að tryggja öryggi íbúa. Vilhelm/SÝN Bæði lögreglan á Selfossi og Brunavarnir Árnessýslu hafa áhyggjur af því að brennuvargur gangi laus í bænum en eldur hefur komið upp í sama fjölbýlishúsinu þrisvar sinnum á einni viku. Allir þrír eldsvoðarnir eru rannsakaðir sem íkveikjur. Eldri hjón sem búa í fjölbýlishúsi á Selfossi lýsa ógnarástandi í grein sem birtist á Vísi í morgun en eldur hefur komið upp í þrígang í byggingu þeirra á einni viku. Hjónin eru um sjötugt og kveðast dauðhrædd um líf sitt og heilsu. Til skoðunar að setja upp vakt við húsið Fyrst kom upp eldsvoði í geymslugangi hússins fyrir sléttri viku og héldu íbúar þá að kviknað hefði í út frá rafmagni. Daginn eftir kviknaði hins vegar í ruslageymslu við stigahúsið og síðan aftur í hádeginu í gær. Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir alla þrjá eldsvoðana rannsakaða sem íkveikjur og þá er til skoðunar að setja upp vakt við húsið til að tryggja öryggi íbúa. „Það er búið að vera taka skýrslu af fólki og svo höfum við verði í almennri upplýsingaöflun og við lítum þetta mjög alvarlegum augum og ætlum að taka á þessu af föstum.“ Mikil hætta á ferð Hafið þið áhyggjur af því að það gangi brennuvargur laus í bænum? „Já þetta er rannsakað sem íkveikja og þar af leiðandi erum við að rannsaka þetta eftir því.“ Enginn liggur undir grun eins og stendur. Hann biðlar til fólks að hafa tafarlaust samband við lögreglu ef það verður vart við eitthvað. Atvikin þrjú hafi öll komið upp um hábjartan dag. „Það er kveikt í geymslum og ruslageymslum og það væri mjög gott ef þær væru læstar eða eitthvað slíkt þannig að það sé ekki auðvelt að einhverju þannig löguðu. Það er náttúrulega um að ræða fjölbýlishús þannig að hættan sem getur skapast af því er mikil.“ Fjöldi fólks býr í húsinu sem kviknað hefur í þrígang síðustu viku.já.is Furðulegt að mæta á sama vettvang þrisvar í sömu viku Lárus Kristinn Guðmundsson, varaslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, tekur undir áhyggjur lögreglu. „Við erum búnir að hitta á íbúa þarna í þessum útköllum og auðvitað er fólki brugðið en lögreglan á suðurlandi vinnur að rannsókn á málinu.“ Er ekki skrítið að koma svona þrisvar á vettvang í sömu vikunni? „Það er furðulegt jú.“ Ekki er aukinn viðbúnaður hjá slökkviliðinu vegna málsins en Lárus segir alla vera tánum. „Við auðvitað höfum alltaf áhyggjur ef að eldar eru kveiktir. Þeir geta valdið skaða eða meiriháttar tjóni. Við höfum alltaf áhyggjur af því.“ Lögreglumál Árborg Slökkvilið Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Eldri hjón sem búa í fjölbýlishúsi á Selfossi lýsa ógnarástandi í grein sem birtist á Vísi í morgun en eldur hefur komið upp í þrígang í byggingu þeirra á einni viku. Hjónin eru um sjötugt og kveðast dauðhrædd um líf sitt og heilsu. Til skoðunar að setja upp vakt við húsið Fyrst kom upp eldsvoði í geymslugangi hússins fyrir sléttri viku og héldu íbúar þá að kviknað hefði í út frá rafmagni. Daginn eftir kviknaði hins vegar í ruslageymslu við stigahúsið og síðan aftur í hádeginu í gær. Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir alla þrjá eldsvoðana rannsakaða sem íkveikjur og þá er til skoðunar að setja upp vakt við húsið til að tryggja öryggi íbúa. „Það er búið að vera taka skýrslu af fólki og svo höfum við verði í almennri upplýsingaöflun og við lítum þetta mjög alvarlegum augum og ætlum að taka á þessu af föstum.“ Mikil hætta á ferð Hafið þið áhyggjur af því að það gangi brennuvargur laus í bænum? „Já þetta er rannsakað sem íkveikja og þar af leiðandi erum við að rannsaka þetta eftir því.“ Enginn liggur undir grun eins og stendur. Hann biðlar til fólks að hafa tafarlaust samband við lögreglu ef það verður vart við eitthvað. Atvikin þrjú hafi öll komið upp um hábjartan dag. „Það er kveikt í geymslum og ruslageymslum og það væri mjög gott ef þær væru læstar eða eitthvað slíkt þannig að það sé ekki auðvelt að einhverju þannig löguðu. Það er náttúrulega um að ræða fjölbýlishús þannig að hættan sem getur skapast af því er mikil.“ Fjöldi fólks býr í húsinu sem kviknað hefur í þrígang síðustu viku.já.is Furðulegt að mæta á sama vettvang þrisvar í sömu viku Lárus Kristinn Guðmundsson, varaslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, tekur undir áhyggjur lögreglu. „Við erum búnir að hitta á íbúa þarna í þessum útköllum og auðvitað er fólki brugðið en lögreglan á suðurlandi vinnur að rannsókn á málinu.“ Er ekki skrítið að koma svona þrisvar á vettvang í sömu vikunni? „Það er furðulegt jú.“ Ekki er aukinn viðbúnaður hjá slökkviliðinu vegna málsins en Lárus segir alla vera tánum. „Við auðvitað höfum alltaf áhyggjur ef að eldar eru kveiktir. Þeir geta valdið skaða eða meiriháttar tjóni. Við höfum alltaf áhyggjur af því.“
Lögreglumál Árborg Slökkvilið Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira