Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar 23. september 2025 13:02 „Vegna minnkandi eftirspurnar í heiminum mun framleiðsla á olíu minnka um 77% til ársins 2050, frá 100 milljón tunnum árlega og niður í 23 milljón tunnur.“ Ofangreind setning er ekki af óskalista umhverfissamtaka heldur er þetta spá frá Alþjóðlegu orkustofnuninni (IEA) sem er undir OECD og byggir á gögnum víða að, m.a. frá ExxonMobil, Eni, Chevron og BP (heimild: IEA Net Zero Roadmap, 2023). „Mjólkið þennan bisness næstu örfáu ár eins og þið getið því svo er hann búinn“ sagði spásérfræðingurinn Tony Seba á frægum fundi með olíufurstum í Sádí-Arabíu fyrir nokkrum árum þegar hann setti fram keimlíka spá um þann hraða samdrátt í olíunotkun sem framundan er í heiminum. Þetta er ekki vegna þess að olían í jörðu er búin heldur vegna þess að æ færri vilja kaupa. Af hverju mun olíunotkun fara hratt minnkandi á næstu árum og áratugum? Tvennt vegur þar þyngst: Vöxtur rafbíla og vöxtur í framleiðslu og notkun á umhverfisvænu eldsneyti. Rafknúin tæki eru að taka við fyrir styttri leiðir (einkabílar, stuttar flutningsleiðir) og umhverfisvænt eldsneyti fyrir allar lengri leiðir (fiskiskipaflotinn, skipaflutningar, flug, þungavinnuvélar og önnur samgöngutæki). Alþjóðasiglingamálastofnunin (IMO) hefur sem dæmi gefið út að eldsneyti í skipum verði að vera umhverfisvænt, að innihalda að hámarki 14g CO2-ígilda (CO2-íg.)í orkueiningu frá og með 2035. Þeir sem þráast við og ætla að nota olíu (94g CO2-íg.) munu samkvæmt reglum IMO þurfa að greiða mengunargjald fyrir hver tonn af jarðefnaeldsneyti. Hinir sem sigla munu um á umhverfisvænu eldsneyti munu fá umbun (allt að €380/tonn). Hver ætlar að leita að olíu þegar IMO er að byrja með refsigjald fyrir notkun á olíu? Við ættum því miklu frekar að horfa á umhverfisvænt eldsneyti sem er að taka við af jarðefnaeldsneyti. Þrjú lönd í okkar heimshluta henta best til slíkrar framleiðslu: Ísland, Kanada og Noregur. Hér á landi er hægt að framleiða umhverfisvænt eldsneyti í hæsta gæðaflokki (RFNBO), sem inniheldur aðeins 2g af CO2-íg. í orkueiningu. Hvort er það vænlegri framtíðarsýn að vinna jarðefnaeldsneyti sem er á útleið eða að framleiða vöruna sem er að taka við af olíunni? Hér væri hægt að framleiða umhverfisvænt eldsneyti sem myndi klára orkuskipti í landinu. Raunhæfur ávinningur gæti verið samdráttur í losun um 1,5 milljón tonna fram til 2030. Ísland þyrfti þar með ekki að kaupa losunarheimildir sem væri 11-18 milljarða ábati fyrir ríkissjóð. Hugmyndin um olíuleit við Ísland er því tímaskekkja. Jarðefnaeldsneyti er á hraðri útleið. Forstjórar flugfélaga (t.d. KLM) segja að þeir verði að hraða þróun yfir í umhverfisvænt eldsneyti, ekki bara til að uppfylla reglugerðir, heldur vegna þess að viðskiptavinir spyrja reglulega um þetta og munu strax snúa sér alfarið til þeirra flugfélaga sem verða fyrst til að fljúga um á slíku eldsneyti. Einnig hafa jarðfræðingar bent á að í jarðlögum í kringum Ísland er olíuglugginn að mestu lokaður og litlar líkur að olía finnist. Ísland myndaðist á heitum reit í jarðskorpunni og við þær aðstæður varðveitast olía og gas ekki í setlögum. Viðskiptaráð hefur engu að síður hoppað á olíuvagninn og hvetur til olíuvinnslu við Ísland. Allt er reynt til að selja hugmyndina og jafnvel er farið yfir strikið í sölumennskunni þegar sagt er að olíuleitin sé umhverfisvæn. Viðskiptaráð segir: „Áhrifin á losun okkar [Íslands] væru þau að hún myndi í raun minnka af því olíuvinnsla á Drekasvæðinu væri umhverfisvænni.“. Þetta getur enganvegin staðist. Losun er mæld í ETS, ESR og LULUCF kerfum og olíuvinnsla við Ísland minnkar á engan hátt losun í þessum kerfum. Hins vegar eykst losun í þessum kerfum vegna siglinga frá Íslandi inn á Drekasvæðið en minnkar ekki. Fjórðungur af losun Noregs er vegna olíuvinnslu (heimild: energiogklima.no og SSB) og er líklegt að frændur vorir myndu brosa góðlátlega ef reynt væri að halda því fram að olíuvinnsla við Íslandsgrunn minnki losun. Losun Íslands úr ETS og ESR kerfum er 2,9 + 1,9 milljón tonna CO2-íg. skv. UOS.is eða samtals 4,8 milljón tonna CO2-íg. Notum hlutföll frá Noregi um að fjórðungur af losun geti komið til vegna olíuvinnslu: Olíuvinnsla gæti því aukið losun Íslands um 1,2 milljónir tonna CO2-íg. Hvort er það vænlegri framtíðarsýn eða sú mynd sem dregin er hér að ofan, að framleiða umhverfisvænt eldsneyti sem minnkar losun um 1,5 milljónir tonna CO2-íg? Munurinn fyrir Ísland á þessum tveimur sviðsmyndum væri því 2,7 milljónir tonna CO2-íg. í loftslagsbókhaldi Íslands sem myndi reiknast sem 30 milljarðar í losunarheimildir sem gætu að verulegu leyti reiknast sem tekjur í ríkissjóð. Viðskiptaráð ætti auðvitað miklu fremur að gefa skilaboð um að þar á bæ sé hugað að framtíðinni, að talað sé fyrir umhverfisvænu eldsneyti sem einni af stoðinni í íslenskum iðnaði, frekar en að hvetja til olíuleitar. „Að ganga um með steinbarn í maganum“ var lýsing Nóbelskáldsins á þeim sem halda dauðahaldi í allt það gamla að því það virkaði einhverntíman í fortíðinni. Fortíðarþrá er eitt en framtíðarblinda annað. Það fyrra útskýrir af hverju hrútspungar eru enn étnir, hið síðara útskýrir af hverju einhver telur það góða hugmynd að Ísland snúi sér að olíuvinnslu. Ísland er nefnilega í kjöraðstöðu til að framleiða umhverfisvænt eldsneyti sem er að taka við af olíunni. Af hverju ekki að feta þá braut frekar? Höfundur er framkvæmdastjóri Carbon Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Olíuleit á Drekasvæði Jarðefnaeldsneyti Mest lesið Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
„Vegna minnkandi eftirspurnar í heiminum mun framleiðsla á olíu minnka um 77% til ársins 2050, frá 100 milljón tunnum árlega og niður í 23 milljón tunnur.“ Ofangreind setning er ekki af óskalista umhverfissamtaka heldur er þetta spá frá Alþjóðlegu orkustofnuninni (IEA) sem er undir OECD og byggir á gögnum víða að, m.a. frá ExxonMobil, Eni, Chevron og BP (heimild: IEA Net Zero Roadmap, 2023). „Mjólkið þennan bisness næstu örfáu ár eins og þið getið því svo er hann búinn“ sagði spásérfræðingurinn Tony Seba á frægum fundi með olíufurstum í Sádí-Arabíu fyrir nokkrum árum þegar hann setti fram keimlíka spá um þann hraða samdrátt í olíunotkun sem framundan er í heiminum. Þetta er ekki vegna þess að olían í jörðu er búin heldur vegna þess að æ færri vilja kaupa. Af hverju mun olíunotkun fara hratt minnkandi á næstu árum og áratugum? Tvennt vegur þar þyngst: Vöxtur rafbíla og vöxtur í framleiðslu og notkun á umhverfisvænu eldsneyti. Rafknúin tæki eru að taka við fyrir styttri leiðir (einkabílar, stuttar flutningsleiðir) og umhverfisvænt eldsneyti fyrir allar lengri leiðir (fiskiskipaflotinn, skipaflutningar, flug, þungavinnuvélar og önnur samgöngutæki). Alþjóðasiglingamálastofnunin (IMO) hefur sem dæmi gefið út að eldsneyti í skipum verði að vera umhverfisvænt, að innihalda að hámarki 14g CO2-ígilda (CO2-íg.)í orkueiningu frá og með 2035. Þeir sem þráast við og ætla að nota olíu (94g CO2-íg.) munu samkvæmt reglum IMO þurfa að greiða mengunargjald fyrir hver tonn af jarðefnaeldsneyti. Hinir sem sigla munu um á umhverfisvænu eldsneyti munu fá umbun (allt að €380/tonn). Hver ætlar að leita að olíu þegar IMO er að byrja með refsigjald fyrir notkun á olíu? Við ættum því miklu frekar að horfa á umhverfisvænt eldsneyti sem er að taka við af jarðefnaeldsneyti. Þrjú lönd í okkar heimshluta henta best til slíkrar framleiðslu: Ísland, Kanada og Noregur. Hér á landi er hægt að framleiða umhverfisvænt eldsneyti í hæsta gæðaflokki (RFNBO), sem inniheldur aðeins 2g af CO2-íg. í orkueiningu. Hvort er það vænlegri framtíðarsýn að vinna jarðefnaeldsneyti sem er á útleið eða að framleiða vöruna sem er að taka við af olíunni? Hér væri hægt að framleiða umhverfisvænt eldsneyti sem myndi klára orkuskipti í landinu. Raunhæfur ávinningur gæti verið samdráttur í losun um 1,5 milljón tonna fram til 2030. Ísland þyrfti þar með ekki að kaupa losunarheimildir sem væri 11-18 milljarða ábati fyrir ríkissjóð. Hugmyndin um olíuleit við Ísland er því tímaskekkja. Jarðefnaeldsneyti er á hraðri útleið. Forstjórar flugfélaga (t.d. KLM) segja að þeir verði að hraða þróun yfir í umhverfisvænt eldsneyti, ekki bara til að uppfylla reglugerðir, heldur vegna þess að viðskiptavinir spyrja reglulega um þetta og munu strax snúa sér alfarið til þeirra flugfélaga sem verða fyrst til að fljúga um á slíku eldsneyti. Einnig hafa jarðfræðingar bent á að í jarðlögum í kringum Ísland er olíuglugginn að mestu lokaður og litlar líkur að olía finnist. Ísland myndaðist á heitum reit í jarðskorpunni og við þær aðstæður varðveitast olía og gas ekki í setlögum. Viðskiptaráð hefur engu að síður hoppað á olíuvagninn og hvetur til olíuvinnslu við Ísland. Allt er reynt til að selja hugmyndina og jafnvel er farið yfir strikið í sölumennskunni þegar sagt er að olíuleitin sé umhverfisvæn. Viðskiptaráð segir: „Áhrifin á losun okkar [Íslands] væru þau að hún myndi í raun minnka af því olíuvinnsla á Drekasvæðinu væri umhverfisvænni.“. Þetta getur enganvegin staðist. Losun er mæld í ETS, ESR og LULUCF kerfum og olíuvinnsla við Ísland minnkar á engan hátt losun í þessum kerfum. Hins vegar eykst losun í þessum kerfum vegna siglinga frá Íslandi inn á Drekasvæðið en minnkar ekki. Fjórðungur af losun Noregs er vegna olíuvinnslu (heimild: energiogklima.no og SSB) og er líklegt að frændur vorir myndu brosa góðlátlega ef reynt væri að halda því fram að olíuvinnsla við Íslandsgrunn minnki losun. Losun Íslands úr ETS og ESR kerfum er 2,9 + 1,9 milljón tonna CO2-íg. skv. UOS.is eða samtals 4,8 milljón tonna CO2-íg. Notum hlutföll frá Noregi um að fjórðungur af losun geti komið til vegna olíuvinnslu: Olíuvinnsla gæti því aukið losun Íslands um 1,2 milljónir tonna CO2-íg. Hvort er það vænlegri framtíðarsýn eða sú mynd sem dregin er hér að ofan, að framleiða umhverfisvænt eldsneyti sem minnkar losun um 1,5 milljónir tonna CO2-íg? Munurinn fyrir Ísland á þessum tveimur sviðsmyndum væri því 2,7 milljónir tonna CO2-íg. í loftslagsbókhaldi Íslands sem myndi reiknast sem 30 milljarðar í losunarheimildir sem gætu að verulegu leyti reiknast sem tekjur í ríkissjóð. Viðskiptaráð ætti auðvitað miklu fremur að gefa skilaboð um að þar á bæ sé hugað að framtíðinni, að talað sé fyrir umhverfisvænu eldsneyti sem einni af stoðinni í íslenskum iðnaði, frekar en að hvetja til olíuleitar. „Að ganga um með steinbarn í maganum“ var lýsing Nóbelskáldsins á þeim sem halda dauðahaldi í allt það gamla að því það virkaði einhverntíman í fortíðinni. Fortíðarþrá er eitt en framtíðarblinda annað. Það fyrra útskýrir af hverju hrútspungar eru enn étnir, hið síðara útskýrir af hverju einhver telur það góða hugmynd að Ísland snúi sér að olíuvinnslu. Ísland er nefnilega í kjöraðstöðu til að framleiða umhverfisvænt eldsneyti sem er að taka við af olíunni. Af hverju ekki að feta þá braut frekar? Höfundur er framkvæmdastjóri Carbon Iceland.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar