Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar 23. september 2025 15:31 Eru álfar kannski menn? Sagan segir að í hvorri hlíð kvosarinnar á Sólheimum hafi tvær fylkingar álfa búið öldum saman. Þær hafi aldrei getað sætt sig hvor við aðra og þegar menn settust að á staðnum hafi álfarnir farið að hvísla niður í byggðina deilum og ósætti. Af þessu stafi svo ósýnileg orka sem viðhaldi togstreitu í samfélaginu, jafnvel þegar allt virðist í jafnvægi á yfirborðinu. Þannig segja þeir sem þekkja söguna að rifrildi manna á staðnum sé í raun bara endurómur af ævagamalli deilu álfa. Ég hef búið og starfað á Sólheimum í rúmlega átta ár. Börnin mín hafa alist hér upp og við elskum að búa á þessum stað. Stundum gefum við jafnvel álfunum smá Cheerios til að gleðja þá. Ég hef þó stundum hugsað að það væri draumur að geta búið hér en unnið annars staðar. Ástæðan er ekki vinnan sjálf, heldur takmarkaður skilningur æðstu stjórnenda á kjarnastarfsemi Sólheima. Og þegar litið er yfir söguna birtist ákveðið mynstur sem erfitt er að líta fram hjá. Sama sápuóperan – nýir leikarar Frá því á níunda áratugnum hafa Sólheimar í Grímsnesi reglulega ratað í opinbera umræðu vegna deilna um stjórnunarhætti, uppsagnir og samskipti við starfsfólk og íbúa. Þrátt fyrir að samfélagið byggi á sterkum hugsjónum um manngildi og samvinnu hefur ágreiningur endurtekið blossað upp og verið viðvarandi þáttur í sögu samfélagsins. Þegar Sesselja Sigmundsdóttir, stofnandi Sólheima, lést árið 1974 skipaði Þjóðkirkjan stjórn sem skyldi ráða málum á staðnum. Síðar var sett á fót fulltrúaráð sem kaus sér stjórn. Þessar breytingar höfðu mikil áhrif á starfsemina. Fram að þessu hafði sú sem fór með æðsta valdið búið sjálf á Sólheimum, nú voru það utanaðkomandi aðilar sem sáu um að taka ákvarðanirnar. Á úrklippunum sem fylgja þessum pistli má sjá hverja fyrirsögnina á fætur annarri um átök, ósætti og deilur milli starfsfólks og stjórnar, alveg síðan fulltrúaráð Sólheima var stofnað. Ítrekað hefur komið upp sama sagan. Starfsfólk lýsir óánægju með ákvarðanir sem teknar eru að ofan, án samráðs, án þess að leita álits og án þess að hugað sé að líðan íbúa eða starfsmanna. Uppsagnir stjórnenda og starfsmanna hafa reglulega vakið óróa, og gagnrýni hefur snúist bæði að því hvernig þjónusta er skipulögð og hvernig fjármunum er varið. Endurtekið er talað um ofríki, skort á virðingu og að stjórnendur séu fjarlægir. Afleiðingin er alltaf sú sama: mikil starfsmannavelta, tortryggni í garð yfirstjórnar og upplifun fólks af því að tengsl við samfélagið sjálft, íbúa og starfsfólk, séu brostin eða ekki til staðar. Þrátt fyrir tilraunir til umbóta virðist þessi menning föst í sama farinu eins og rispuð plata í lokatóninum á hlið A, sem enginn fær snúið við. Fólkið í samfélaginu bíður eftir að heyra hina hliðina, en armur skipulagsins er of þrjóskur til að lyfta nálinni. Mikil óánægja virðist með uppsögn [X] og eins um ráðningu í nýtt starf framkvæmdastjóra: „Fundurinn átelur þá ákvörðun að ráða [aftur] í starf framkvæmdastjóra,[Y], en þau 7 ár sem [ Y] var framkvæmdastjóri ríkti aldrei starfsfriður á Sólheimum." Efast starfsmenn um að stefna framkvæmdastjómar verði heimilismönnum til hagsbóta og krefjast þess að faglegt mat verði lagt á þjónustuþörf heimilsins „í stað þess að slíkt mat sé í höndum framkvæmdastjórnar Sólheima sem hefur hvorki reynslu, menntun né faglega þekkingu á því sviði. Þessi tilvitninun er úr frétt í DV frá árinu 1993. Hún hefði allt eins getað verið skrifuð í upphafi þessa árs, bara með öðrum nöfnum. Þá var framkvæmdastjóri sem naut trausts starfsmanna var látinn fara, 53 starfsmenn skrifuðu undir yfirlýsingu um brostið traust og lýstu áhyggjum af endurráðningu fyrrverandi framkvæmdastjóra. Og nú er staðan þannig að sjö starfsmenn hafa sagt upp frá áramótum og fráfarandi starfsmaður lýsti Sólheimum sem „einangruðu einræðisríki“. Kunnulegt stef? Hverjir eru á móti sól? Maður hlýtur því að spyrja sig: Hafa valist eintómir uppreisnaseggir til starfa á Sólheimum í marga áratugi? Eða: Er stjórn fulltrúaráðs leynifélag sem er að vernda ósýnilega hagsmuni? Það getur ekki staðist. Mér finnst liggja í augum uppi að vandinn er kerfislægur. Hann liggur í skipulaginu. Þegar þeir sem fara með æðsta vald standa of langt frá daglegu lífi og ákvarðanir eru teknar án aðkomu þeirra sem byggja upp samfélagið dag frá degi, er óhjákvæmilegt að sundrungin haldi áfram. Í gegnum þessa fjóra áratugi er nokkuð augljóst mynstur: Ákvarðanir teknar að ofan án samráðs. Mikil starfsmannavelta og óöryggi í hópi fagfólks. Endurtekin gagnrýni á stjórn og fulltrúaráð Skortur á upplýsingamiðlun til starfsmanna, íbúa og aðstandenda. Þrátt fyrir fjölda velunnara og ríka sögu sem byggir á hugsjón Sesselju Sigmundsdóttur, hefur þessi hlið Sólheima, óstöðugleiki og endurtekinn ágreiningur, verið stöðugur fylgifiskur. Stjórn Sólheima vill segja að hlutirnir hafi breyst. En rispan heldur áfram að óma og ég hef sjálfur fundið þetta á eigin skinni. Í mínu starfi hef ég oftar en einu sinni upplifað að mitt framlag hafi verið tekið með tortryggni í stað trausts. Þegar ég hef lagt til faglegar leiðir eða beðið um samtal hefur viðbragðið oft verið að ég sé að flækja málið. Í stað þess að ræða málin af virðingu og fagmennsku hefur mér verið mætt með óljósum skilaboðum, misvísandi kröfum og stundum beinlínis óvirðingu. Settur út í kuldann. Hægt og bítandi hef ég greinilega orðið óþægilegri og óþægilegri, fyrir það eitt að spyrja spurninga og leggja til faglegar lausnir. Þegar stjórn og framkvæmd blandast saman, þegar ábyrgð og hlutverk eru óljós, þá finnur starfsfólk að það hefur í raun ekkert skjól. Og það er önnur stærsta orsök streitu í lífi fólks: starfsaðstæður. Ég hef borið þetta með mér sem persónulega reynslu: að þurfa að verja faglega sýn sína eins og hún sé persónuleg hagsmunagæsla. Að finna að húsnæði og starfsöryggi eru notuð sem óbeinar vogarstangir í samskiptum. Að upplifa að álit mitt sem sérfræðings sé metið eftir því hversu þægilegur ég er, ekki hversu rétt eða gagnlegt það er sem ég legg til. Þetta er ekki bara mín saga. Þetta er nýjasta útgáfan af sömu sinfóníunni sem hefur verið spiluð á Sólheimum í áratugi. Staðið í vegi fyrir stofnun íbúasamtaka Mér er minnistæður atburður sem lýsir því vel hversu einkennilegir hlutir geta gerst í þessu samfélagi. Fyrir um átta árum, þegar ég hafði nýhafið störf, boðuðu nokkrir íbúar á Sólheimum til stofnfundar íbúasamtaka. Ég var ritari á þessum fundi og því á ég góða heimild um það sem gerðist. Fundurinn var sérstaklega boðaður fyrir þá sem eiga lögheimili á Sólheimum. Markmiðið var að íbúar gætu talað opinskátt og ákveðið hvernig þeir vildu standa saman. Það var aldrei hugsað sem vettvangur fyrir aðra en íbúa á Sólheimum, sem hafa þar lögheimili. Ekki fyrir þáverandi framkvæmdastjóra eða stjórn Sólheima (sem öll voru búsett fjarri Sólheimum). Fulltrúar stjórnar sáust ekki oft á Sólheimum en þetta kvöld sáu þeir ástæðu til að keyra úr höfuðborginni til að stöðva fundinn, eins og þeir hefðu forræði yfir því hverjir mættu ræða sín mál. Að lokum féllust þeir á að sitja hjá, en aðeins með því skilyrði að framkvæmdastjóri fengi að vera viðstaddur. Þar með var trúnaður fundarins rofinn. Hver talar af öryggi um samfélagsmál með framkvæmdastjóra yfir sér, manneskju sem hefur völd til að ráða bæði starfi og húsnæði fólks? Og fulltrúa stjórnar standandi á þröskuldinum? Stuttu seinna var þeim sem höfðu skipulagt fundinn sagt upp starfi sínu á Sólheimum og þar af leiðandi missti fjögurra manna fjölskylda húsnæðið sitt og vinnu. Börnin í samfélaginu misstu tvo vini sína, jafnaldra barnanna minna. Svona samfélag er ekki sjálfbært! Áhugaverð hliðarnóta: Frá fráfalli Sesselju árið 1974 hafa fjórir karlmenn gegnt stöðu stjórnarformanns. Einn af þeim í 33 ár, hinir þrír í samtals 18 ár. Það gerir 51 ár, fjórir formenn, alltaf karlmenn. Sú staðreynd kallar á sérumræðu og hvort ekki eigi að setja hámarkstíma á setu stjórnarformanns. Það eru til góð og gild rök fyrir því. Ekki meira „við” og „þið” Ef Sólheimar eiga að þróast í takt við ný og betri viðhorf og réttindi fatlaðs fólks er lágmarkskrafa að í fulltrúaráði og stjórn sitji bæði notendur og talsmenn þeirra, auk fólks sem hefur sérfræðiþekkingu á málinu. Það ætti reyndar að teljast sjálfsagt, að þeir sem þjónustan snýst um og þeir sem best þekkja faglegar kröfur séu virkir þátttakendur í stefnumótun og ákvarðanatöku. En staðan í dag sýnir annað. Nýjustu breytingarnar sýna svart á hvítu að skipulag Sólheima, eins og það er núna, virkar einfaldlega ekki. Á pappírnum er þetta rekstrarheild með fulltrúaráði og framkvæmdastjórn. En í veruleikanum er þetta heimili, lífsvettvangur og samfélag fyrir fólk sem á rétt á að hafa rödd og áhrif. Ef íbúar og starfsfólk hafa ekki aðkomu að stefnumótun og ákvarðanatöku þá verður alltaf til tengslarof, stjórnendur horfa á eina hlíðina í fjallinu, samfélagið horfir á hina. Félagsþjónustan er og hefur alltaf verið kjarninn í samfélaginu á Sólheimum. Þeir sem þar starfa sjá (og munu alltaf sjá) þegar forgangsröðunin er óréttlát. Í gegnum söguna eru það þeirra áhyggjur sem hafa verið rauði þráðurinn, og því verður ekki breytt. Því sem hins vegar má breyta er hverjir sitja í fulltrúaráði og stjórn. Þar þarf ekki fólk sem neitar að spyrja álits, sem neitar að hlusta og telur sig vita betur en þeir sem þekkja lífið í samfélaginu. Þar þarf fólk sem deilir sýn með starfsfólki á gólfinu: sérfræðinga í málefnum fatlaðs fólks, foreldra, aðstandendur og þjónustunotendur sjálfa. Fólk sem veit að samfélag byggist á trausti og þátttöku. Það sem hér er rakið er ekki ætlað til að brennimerkja einstaklinga heldur til að varpa ljósi á mynstrið sem skipulagið viðheldur. Og mynstrið er þetta: aftur og aftur hefur verið brugðist við gagnrýni með valdboði og þöggun í stað samráðs og samvinnu. Ef markmiðið er að skapa sjálfbært samfélag, byggt fólki sem leggur áherslu á ræktun manns og náttúru (skipulagskrá Sólheima, 3gr.) verðum við að þora að breyta þessari hefð. Álfar sættast ekki með rökum heldur með helgiathöfn. Þeir þurfa táknræna gjöf, nýjan sáttmála og nýja sögu sem er sterkari en ágreiningurinn. Á sama hátt þurfa Sólheimar að skrifa nýja sögu. Sögu sem byggir ekki á átökum og tortryggni heldur á þeirri hugsjón sem Sesselja setti upphaflega: að öll hafi gildi, öll hafi rödd og öll hafi ábyrgð.Spurningin sem við verðum að spyrja okkur er einföld: Ef Sesselja sæti með okkur í dag, hvað myndi hún segja? Höfundur er þroskaþjálfi á Sólheimum (fyrrverandi verkefnastjóri gæðamála). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sólheimar í Grímsnesi Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Eru álfar kannski menn? Sagan segir að í hvorri hlíð kvosarinnar á Sólheimum hafi tvær fylkingar álfa búið öldum saman. Þær hafi aldrei getað sætt sig hvor við aðra og þegar menn settust að á staðnum hafi álfarnir farið að hvísla niður í byggðina deilum og ósætti. Af þessu stafi svo ósýnileg orka sem viðhaldi togstreitu í samfélaginu, jafnvel þegar allt virðist í jafnvægi á yfirborðinu. Þannig segja þeir sem þekkja söguna að rifrildi manna á staðnum sé í raun bara endurómur af ævagamalli deilu álfa. Ég hef búið og starfað á Sólheimum í rúmlega átta ár. Börnin mín hafa alist hér upp og við elskum að búa á þessum stað. Stundum gefum við jafnvel álfunum smá Cheerios til að gleðja þá. Ég hef þó stundum hugsað að það væri draumur að geta búið hér en unnið annars staðar. Ástæðan er ekki vinnan sjálf, heldur takmarkaður skilningur æðstu stjórnenda á kjarnastarfsemi Sólheima. Og þegar litið er yfir söguna birtist ákveðið mynstur sem erfitt er að líta fram hjá. Sama sápuóperan – nýir leikarar Frá því á níunda áratugnum hafa Sólheimar í Grímsnesi reglulega ratað í opinbera umræðu vegna deilna um stjórnunarhætti, uppsagnir og samskipti við starfsfólk og íbúa. Þrátt fyrir að samfélagið byggi á sterkum hugsjónum um manngildi og samvinnu hefur ágreiningur endurtekið blossað upp og verið viðvarandi þáttur í sögu samfélagsins. Þegar Sesselja Sigmundsdóttir, stofnandi Sólheima, lést árið 1974 skipaði Þjóðkirkjan stjórn sem skyldi ráða málum á staðnum. Síðar var sett á fót fulltrúaráð sem kaus sér stjórn. Þessar breytingar höfðu mikil áhrif á starfsemina. Fram að þessu hafði sú sem fór með æðsta valdið búið sjálf á Sólheimum, nú voru það utanaðkomandi aðilar sem sáu um að taka ákvarðanirnar. Á úrklippunum sem fylgja þessum pistli má sjá hverja fyrirsögnina á fætur annarri um átök, ósætti og deilur milli starfsfólks og stjórnar, alveg síðan fulltrúaráð Sólheima var stofnað. Ítrekað hefur komið upp sama sagan. Starfsfólk lýsir óánægju með ákvarðanir sem teknar eru að ofan, án samráðs, án þess að leita álits og án þess að hugað sé að líðan íbúa eða starfsmanna. Uppsagnir stjórnenda og starfsmanna hafa reglulega vakið óróa, og gagnrýni hefur snúist bæði að því hvernig þjónusta er skipulögð og hvernig fjármunum er varið. Endurtekið er talað um ofríki, skort á virðingu og að stjórnendur séu fjarlægir. Afleiðingin er alltaf sú sama: mikil starfsmannavelta, tortryggni í garð yfirstjórnar og upplifun fólks af því að tengsl við samfélagið sjálft, íbúa og starfsfólk, séu brostin eða ekki til staðar. Þrátt fyrir tilraunir til umbóta virðist þessi menning föst í sama farinu eins og rispuð plata í lokatóninum á hlið A, sem enginn fær snúið við. Fólkið í samfélaginu bíður eftir að heyra hina hliðina, en armur skipulagsins er of þrjóskur til að lyfta nálinni. Mikil óánægja virðist með uppsögn [X] og eins um ráðningu í nýtt starf framkvæmdastjóra: „Fundurinn átelur þá ákvörðun að ráða [aftur] í starf framkvæmdastjóra,[Y], en þau 7 ár sem [ Y] var framkvæmdastjóri ríkti aldrei starfsfriður á Sólheimum." Efast starfsmenn um að stefna framkvæmdastjómar verði heimilismönnum til hagsbóta og krefjast þess að faglegt mat verði lagt á þjónustuþörf heimilsins „í stað þess að slíkt mat sé í höndum framkvæmdastjórnar Sólheima sem hefur hvorki reynslu, menntun né faglega þekkingu á því sviði. Þessi tilvitninun er úr frétt í DV frá árinu 1993. Hún hefði allt eins getað verið skrifuð í upphafi þessa árs, bara með öðrum nöfnum. Þá var framkvæmdastjóri sem naut trausts starfsmanna var látinn fara, 53 starfsmenn skrifuðu undir yfirlýsingu um brostið traust og lýstu áhyggjum af endurráðningu fyrrverandi framkvæmdastjóra. Og nú er staðan þannig að sjö starfsmenn hafa sagt upp frá áramótum og fráfarandi starfsmaður lýsti Sólheimum sem „einangruðu einræðisríki“. Kunnulegt stef? Hverjir eru á móti sól? Maður hlýtur því að spyrja sig: Hafa valist eintómir uppreisnaseggir til starfa á Sólheimum í marga áratugi? Eða: Er stjórn fulltrúaráðs leynifélag sem er að vernda ósýnilega hagsmuni? Það getur ekki staðist. Mér finnst liggja í augum uppi að vandinn er kerfislægur. Hann liggur í skipulaginu. Þegar þeir sem fara með æðsta vald standa of langt frá daglegu lífi og ákvarðanir eru teknar án aðkomu þeirra sem byggja upp samfélagið dag frá degi, er óhjákvæmilegt að sundrungin haldi áfram. Í gegnum þessa fjóra áratugi er nokkuð augljóst mynstur: Ákvarðanir teknar að ofan án samráðs. Mikil starfsmannavelta og óöryggi í hópi fagfólks. Endurtekin gagnrýni á stjórn og fulltrúaráð Skortur á upplýsingamiðlun til starfsmanna, íbúa og aðstandenda. Þrátt fyrir fjölda velunnara og ríka sögu sem byggir á hugsjón Sesselju Sigmundsdóttur, hefur þessi hlið Sólheima, óstöðugleiki og endurtekinn ágreiningur, verið stöðugur fylgifiskur. Stjórn Sólheima vill segja að hlutirnir hafi breyst. En rispan heldur áfram að óma og ég hef sjálfur fundið þetta á eigin skinni. Í mínu starfi hef ég oftar en einu sinni upplifað að mitt framlag hafi verið tekið með tortryggni í stað trausts. Þegar ég hef lagt til faglegar leiðir eða beðið um samtal hefur viðbragðið oft verið að ég sé að flækja málið. Í stað þess að ræða málin af virðingu og fagmennsku hefur mér verið mætt með óljósum skilaboðum, misvísandi kröfum og stundum beinlínis óvirðingu. Settur út í kuldann. Hægt og bítandi hef ég greinilega orðið óþægilegri og óþægilegri, fyrir það eitt að spyrja spurninga og leggja til faglegar lausnir. Þegar stjórn og framkvæmd blandast saman, þegar ábyrgð og hlutverk eru óljós, þá finnur starfsfólk að það hefur í raun ekkert skjól. Og það er önnur stærsta orsök streitu í lífi fólks: starfsaðstæður. Ég hef borið þetta með mér sem persónulega reynslu: að þurfa að verja faglega sýn sína eins og hún sé persónuleg hagsmunagæsla. Að finna að húsnæði og starfsöryggi eru notuð sem óbeinar vogarstangir í samskiptum. Að upplifa að álit mitt sem sérfræðings sé metið eftir því hversu þægilegur ég er, ekki hversu rétt eða gagnlegt það er sem ég legg til. Þetta er ekki bara mín saga. Þetta er nýjasta útgáfan af sömu sinfóníunni sem hefur verið spiluð á Sólheimum í áratugi. Staðið í vegi fyrir stofnun íbúasamtaka Mér er minnistæður atburður sem lýsir því vel hversu einkennilegir hlutir geta gerst í þessu samfélagi. Fyrir um átta árum, þegar ég hafði nýhafið störf, boðuðu nokkrir íbúar á Sólheimum til stofnfundar íbúasamtaka. Ég var ritari á þessum fundi og því á ég góða heimild um það sem gerðist. Fundurinn var sérstaklega boðaður fyrir þá sem eiga lögheimili á Sólheimum. Markmiðið var að íbúar gætu talað opinskátt og ákveðið hvernig þeir vildu standa saman. Það var aldrei hugsað sem vettvangur fyrir aðra en íbúa á Sólheimum, sem hafa þar lögheimili. Ekki fyrir þáverandi framkvæmdastjóra eða stjórn Sólheima (sem öll voru búsett fjarri Sólheimum). Fulltrúar stjórnar sáust ekki oft á Sólheimum en þetta kvöld sáu þeir ástæðu til að keyra úr höfuðborginni til að stöðva fundinn, eins og þeir hefðu forræði yfir því hverjir mættu ræða sín mál. Að lokum féllust þeir á að sitja hjá, en aðeins með því skilyrði að framkvæmdastjóri fengi að vera viðstaddur. Þar með var trúnaður fundarins rofinn. Hver talar af öryggi um samfélagsmál með framkvæmdastjóra yfir sér, manneskju sem hefur völd til að ráða bæði starfi og húsnæði fólks? Og fulltrúa stjórnar standandi á þröskuldinum? Stuttu seinna var þeim sem höfðu skipulagt fundinn sagt upp starfi sínu á Sólheimum og þar af leiðandi missti fjögurra manna fjölskylda húsnæðið sitt og vinnu. Börnin í samfélaginu misstu tvo vini sína, jafnaldra barnanna minna. Svona samfélag er ekki sjálfbært! Áhugaverð hliðarnóta: Frá fráfalli Sesselju árið 1974 hafa fjórir karlmenn gegnt stöðu stjórnarformanns. Einn af þeim í 33 ár, hinir þrír í samtals 18 ár. Það gerir 51 ár, fjórir formenn, alltaf karlmenn. Sú staðreynd kallar á sérumræðu og hvort ekki eigi að setja hámarkstíma á setu stjórnarformanns. Það eru til góð og gild rök fyrir því. Ekki meira „við” og „þið” Ef Sólheimar eiga að þróast í takt við ný og betri viðhorf og réttindi fatlaðs fólks er lágmarkskrafa að í fulltrúaráði og stjórn sitji bæði notendur og talsmenn þeirra, auk fólks sem hefur sérfræðiþekkingu á málinu. Það ætti reyndar að teljast sjálfsagt, að þeir sem þjónustan snýst um og þeir sem best þekkja faglegar kröfur séu virkir þátttakendur í stefnumótun og ákvarðanatöku. En staðan í dag sýnir annað. Nýjustu breytingarnar sýna svart á hvítu að skipulag Sólheima, eins og það er núna, virkar einfaldlega ekki. Á pappírnum er þetta rekstrarheild með fulltrúaráði og framkvæmdastjórn. En í veruleikanum er þetta heimili, lífsvettvangur og samfélag fyrir fólk sem á rétt á að hafa rödd og áhrif. Ef íbúar og starfsfólk hafa ekki aðkomu að stefnumótun og ákvarðanatöku þá verður alltaf til tengslarof, stjórnendur horfa á eina hlíðina í fjallinu, samfélagið horfir á hina. Félagsþjónustan er og hefur alltaf verið kjarninn í samfélaginu á Sólheimum. Þeir sem þar starfa sjá (og munu alltaf sjá) þegar forgangsröðunin er óréttlát. Í gegnum söguna eru það þeirra áhyggjur sem hafa verið rauði þráðurinn, og því verður ekki breytt. Því sem hins vegar má breyta er hverjir sitja í fulltrúaráði og stjórn. Þar þarf ekki fólk sem neitar að spyrja álits, sem neitar að hlusta og telur sig vita betur en þeir sem þekkja lífið í samfélaginu. Þar þarf fólk sem deilir sýn með starfsfólki á gólfinu: sérfræðinga í málefnum fatlaðs fólks, foreldra, aðstandendur og þjónustunotendur sjálfa. Fólk sem veit að samfélag byggist á trausti og þátttöku. Það sem hér er rakið er ekki ætlað til að brennimerkja einstaklinga heldur til að varpa ljósi á mynstrið sem skipulagið viðheldur. Og mynstrið er þetta: aftur og aftur hefur verið brugðist við gagnrýni með valdboði og þöggun í stað samráðs og samvinnu. Ef markmiðið er að skapa sjálfbært samfélag, byggt fólki sem leggur áherslu á ræktun manns og náttúru (skipulagskrá Sólheima, 3gr.) verðum við að þora að breyta þessari hefð. Álfar sættast ekki með rökum heldur með helgiathöfn. Þeir þurfa táknræna gjöf, nýjan sáttmála og nýja sögu sem er sterkari en ágreiningurinn. Á sama hátt þurfa Sólheimar að skrifa nýja sögu. Sögu sem byggir ekki á átökum og tortryggni heldur á þeirri hugsjón sem Sesselja setti upphaflega: að öll hafi gildi, öll hafi rödd og öll hafi ábyrgð.Spurningin sem við verðum að spyrja okkur er einföld: Ef Sesselja sæti með okkur í dag, hvað myndi hún segja? Höfundur er þroskaþjálfi á Sólheimum (fyrrverandi verkefnastjóri gæðamála).
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun