Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Kristján Már Unnarsson skrifar 24. september 2025 21:21 Þórður Bjarni Guðjónsson er ræðismaður Íslands á Grænlandi. Egill Aðalsteinsson Þjóðhátíðardagur Íslendinga, 17. júní, er orðinn opinber fánadagur á Grænlandi, samkvæmt nýjum fánalögum sem tóku gildi í síðasta mánuði. Ræðismaður Íslands í Nuuk segir þetta kannski sýna í verki þann hlýhug sem Grænlendingar bera til Íslendinga. Í fréttum Sýnar förum við til Grænlands. Í elsta hluta Nuuk, rétt ofan við Nýlenduhöfnina, sjáum við hús með skjaldarmerki Íslands. Þar er ræðismannsskrifstofa Íslands á Grænlandi. Þar færir Þórður Bjarni Guðjónsson ræðismaður okkur ánægjuleg tíðindi af breyttum fánalögum Grænlendinga sem tóku gildi þann 1. ágúst síðastliðinn. Ræðismannsskrifstofa Íslands í Nuuk.Egill Aðalsteinsson „Og kannski sýnir í verki þann hlýhug sem þeir bera til okkar. Það voru samþykkt ný lög um flaggdaga hér á Grænlandi og þar er Ísland komið á lista,“ segir ræðismaður Íslands. „Þar verður vonandi flaggað þá í framtíðinni þann sautjánda júní, á þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga, okkur til heiðurs.“ Og ekki bara grænlenska fánanum heldur er sérstaklega kveðið á um að flagga megi íslenska fánanum, eins og heyra má um hér í frétt Sýnar: Grænlendingar heiðruðu Færeyinga og Inúíta í Kanada með sama hætti með því að gera þjóðhátíðardaga Færeyja og Nunavut einnig að fánadögum. Í staðinn ákvað grænlenska þingið að hætta að flagga fyrir trúboðanum Hans Egede sem átti stóran þátt í að Grænland varð að danskri nýlendu. Rúmt ár er frá því Þórður Bjarni tók við sem ræðismaður. En hvernig upplifir hann sjálfur að búa á Grænlandi? „Mér finnst þetta bara stórkostlegt ævintýri. Þetta er náttúrlega allt öðruvísi heldur en heima.“ Dagur trúboðans Hans Egede hefur verið felldur niður sem opinber fánadagur á Grænlandi.Egill Aðalsteinsson Einn stærsta muninn á samfélögunum segir ræðismaðurinn felast í mikilli bátaeign Grænlendinga enda sé landið án vegtenginga milli byggða. „Þegar fólk ætlar að upplifa frelsið sem við fáum þegar við setjumst upp í bílinn og keyrum út á land þá fer fólkið í sína báta og siglir hérna um firðina. Það er það frelsi sem það upplifir. Svoleiðis að það má segja að bátar eru svona ígildi bíla á Íslandi.“ Jafnframt séu flugsamgöngur Grænlendingum mikilvægar og þar skipti hlutur Íslendinga máli. Frá Nuuk. Flaggað verður fyrir Íslendingum á 17. júní ár hvert, samkvæmt nýjum fánalögum Grænlands.Egill Aðalsteinsson „Og maður heyrir það þegar maður talar við fólk hérna að hlutur Íslands í flugsögunni hérna á Grænlandi er heilmikill. Við höfum komið þar víða við og sérstaklega og ekki hvað síst á austurströndinni.“ -Eru Íslendingar vel liðnir hérna? „Almennt held ég að það verði að segja að við séum það. Og ég vona það í það minnsta. Ég heyri ekki annað. Allavega er ekki annað sagt við mig,“ svarar ræðismaðurinn Þórður Bjarni Guðjónsson. Þórður Bjarni í viðtali við fréttamann Sýnar framan við ræðismannsskrifstofuna og íslenska fánann.Egill Aðalsteinsson Tengd skjöl Fánadagar_á_GrænlandiPDF93KBSækja skjal 17. júní Grænland Íslenski fáninn Tengdar fréttir Skapari grænlenska fánans fallinn frá Grænlenski listamaðurinn og þingmaðurinn fyrrverandi, Thue Christiansen, er látinn, 82 ára að aldri. Christiansen hannaði grænlenska fánann sem samþykktur var árið 1985. 27. júní 2022 14:07 Fyrsta opinbera heimsókn forsætisráðherra til Grænlands í 24 ár Forsætisráðherra segir mjög mikilvægt að rækta samskiptin við Grænlendinga, ekki hvað síst í loftslagsmálum þar sem loftslagsbreytingarnar hafi meiri áhrif í Grænlandi en víða annars staðar. Hún er nú í fyrstu opinberu heimsókn íslensks forsætisráðherra til Grænlands í tuttugu og fjögur ár. 17. maí 2022 17:41 Gætum lært af Grænlendingum að brosa meira og hlæja meira "Við megum líka læra meira um sögu ykkar Grænlendinga, gleyma um stund Eiríki rauða og hópnum sem honum fylgdi, og horfa frekar til hinna sem settust hér að. Það er í raun mögnuð saga," sagði forseti Íslands. 25. september 2019 11:24 Forsetinn floginn til að treysta vinaböndin við Grænlendinga Forsetahjónin héldu í dag í þriggja daga heimsókn til Grænlands í boði Kims Kielsen forsætisráðherra. Þau heimsækja meðal annars þjóðþing Grænlendinga og kynna sér menningar- og atvinnulíf. 23. september 2019 20:30 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Í fréttum Sýnar förum við til Grænlands. Í elsta hluta Nuuk, rétt ofan við Nýlenduhöfnina, sjáum við hús með skjaldarmerki Íslands. Þar er ræðismannsskrifstofa Íslands á Grænlandi. Þar færir Þórður Bjarni Guðjónsson ræðismaður okkur ánægjuleg tíðindi af breyttum fánalögum Grænlendinga sem tóku gildi þann 1. ágúst síðastliðinn. Ræðismannsskrifstofa Íslands í Nuuk.Egill Aðalsteinsson „Og kannski sýnir í verki þann hlýhug sem þeir bera til okkar. Það voru samþykkt ný lög um flaggdaga hér á Grænlandi og þar er Ísland komið á lista,“ segir ræðismaður Íslands. „Þar verður vonandi flaggað þá í framtíðinni þann sautjánda júní, á þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga, okkur til heiðurs.“ Og ekki bara grænlenska fánanum heldur er sérstaklega kveðið á um að flagga megi íslenska fánanum, eins og heyra má um hér í frétt Sýnar: Grænlendingar heiðruðu Færeyinga og Inúíta í Kanada með sama hætti með því að gera þjóðhátíðardaga Færeyja og Nunavut einnig að fánadögum. Í staðinn ákvað grænlenska þingið að hætta að flagga fyrir trúboðanum Hans Egede sem átti stóran þátt í að Grænland varð að danskri nýlendu. Rúmt ár er frá því Þórður Bjarni tók við sem ræðismaður. En hvernig upplifir hann sjálfur að búa á Grænlandi? „Mér finnst þetta bara stórkostlegt ævintýri. Þetta er náttúrlega allt öðruvísi heldur en heima.“ Dagur trúboðans Hans Egede hefur verið felldur niður sem opinber fánadagur á Grænlandi.Egill Aðalsteinsson Einn stærsta muninn á samfélögunum segir ræðismaðurinn felast í mikilli bátaeign Grænlendinga enda sé landið án vegtenginga milli byggða. „Þegar fólk ætlar að upplifa frelsið sem við fáum þegar við setjumst upp í bílinn og keyrum út á land þá fer fólkið í sína báta og siglir hérna um firðina. Það er það frelsi sem það upplifir. Svoleiðis að það má segja að bátar eru svona ígildi bíla á Íslandi.“ Jafnframt séu flugsamgöngur Grænlendingum mikilvægar og þar skipti hlutur Íslendinga máli. Frá Nuuk. Flaggað verður fyrir Íslendingum á 17. júní ár hvert, samkvæmt nýjum fánalögum Grænlands.Egill Aðalsteinsson „Og maður heyrir það þegar maður talar við fólk hérna að hlutur Íslands í flugsögunni hérna á Grænlandi er heilmikill. Við höfum komið þar víða við og sérstaklega og ekki hvað síst á austurströndinni.“ -Eru Íslendingar vel liðnir hérna? „Almennt held ég að það verði að segja að við séum það. Og ég vona það í það minnsta. Ég heyri ekki annað. Allavega er ekki annað sagt við mig,“ svarar ræðismaðurinn Þórður Bjarni Guðjónsson. Þórður Bjarni í viðtali við fréttamann Sýnar framan við ræðismannsskrifstofuna og íslenska fánann.Egill Aðalsteinsson Tengd skjöl Fánadagar_á_GrænlandiPDF93KBSækja skjal
17. júní Grænland Íslenski fáninn Tengdar fréttir Skapari grænlenska fánans fallinn frá Grænlenski listamaðurinn og þingmaðurinn fyrrverandi, Thue Christiansen, er látinn, 82 ára að aldri. Christiansen hannaði grænlenska fánann sem samþykktur var árið 1985. 27. júní 2022 14:07 Fyrsta opinbera heimsókn forsætisráðherra til Grænlands í 24 ár Forsætisráðherra segir mjög mikilvægt að rækta samskiptin við Grænlendinga, ekki hvað síst í loftslagsmálum þar sem loftslagsbreytingarnar hafi meiri áhrif í Grænlandi en víða annars staðar. Hún er nú í fyrstu opinberu heimsókn íslensks forsætisráðherra til Grænlands í tuttugu og fjögur ár. 17. maí 2022 17:41 Gætum lært af Grænlendingum að brosa meira og hlæja meira "Við megum líka læra meira um sögu ykkar Grænlendinga, gleyma um stund Eiríki rauða og hópnum sem honum fylgdi, og horfa frekar til hinna sem settust hér að. Það er í raun mögnuð saga," sagði forseti Íslands. 25. september 2019 11:24 Forsetinn floginn til að treysta vinaböndin við Grænlendinga Forsetahjónin héldu í dag í þriggja daga heimsókn til Grænlands í boði Kims Kielsen forsætisráðherra. Þau heimsækja meðal annars þjóðþing Grænlendinga og kynna sér menningar- og atvinnulíf. 23. september 2019 20:30 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Skapari grænlenska fánans fallinn frá Grænlenski listamaðurinn og þingmaðurinn fyrrverandi, Thue Christiansen, er látinn, 82 ára að aldri. Christiansen hannaði grænlenska fánann sem samþykktur var árið 1985. 27. júní 2022 14:07
Fyrsta opinbera heimsókn forsætisráðherra til Grænlands í 24 ár Forsætisráðherra segir mjög mikilvægt að rækta samskiptin við Grænlendinga, ekki hvað síst í loftslagsmálum þar sem loftslagsbreytingarnar hafi meiri áhrif í Grænlandi en víða annars staðar. Hún er nú í fyrstu opinberu heimsókn íslensks forsætisráðherra til Grænlands í tuttugu og fjögur ár. 17. maí 2022 17:41
Gætum lært af Grænlendingum að brosa meira og hlæja meira "Við megum líka læra meira um sögu ykkar Grænlendinga, gleyma um stund Eiríki rauða og hópnum sem honum fylgdi, og horfa frekar til hinna sem settust hér að. Það er í raun mögnuð saga," sagði forseti Íslands. 25. september 2019 11:24
Forsetinn floginn til að treysta vinaböndin við Grænlendinga Forsetahjónin héldu í dag í þriggja daga heimsókn til Grænlands í boði Kims Kielsen forsætisráðherra. Þau heimsækja meðal annars þjóðþing Grænlendinga og kynna sér menningar- og atvinnulíf. 23. september 2019 20:30