Heilbrigður hársvörður er lykillinn að fallegu hári Regalo 24. september 2025 13:36 Rétt serum og regluleg notkun geta gert kraftaverk fyrir jafnvægi í hársverðinum og aukið vellíðan. Hárheilsa byrjar í hársverðinum, rétt eins og húðin þarfnast hann jafnvægis raka og fitu til að vera í góðu ástandi. Þegar það raskast geta komið fram vandamál á borð við hárlos, flösu, þurrk eða umframfitu. Sjampó og hárnæring duga þá ekki til ein og sér. „Heilbrigður hársvörður er grunnurinn að fallegu hári og þegar vandamál koma upp er ekki nóg að nota sjampó og næringu. Best er að ráðast að vandanum með meðferðarserumi og velja rétt serum eftir því hvert vandamálið er. Rétt serum og regluleg notkun geta gert kraftaverk fyrir jafnvægi og vellíðan,“ segir Fríða Rut Heimisdóttir, hárgreiðslumeistari og eigandi Regalo ehf. Fríða fer hér yfir algeng vandamál og mælir með vörum. Fríða Rut Heimisdóttir, hárgreiðslumeistari og eigandi Regalo ehf. Hárlos eða hármissir – hvað er hvað? Algengt er að hugtökin hárlos og hármissir séu notuð eins og samheiti en þau lýsa ólíkum fyrirbærum. Hárlos, eða „shedding“, er hluti af eðlilegri hárhringrás. Flestir missa 50–100 hár á dag og það getur aukist tímabundið vegna streitu, hormónabreytinga, veikinda eða skorti á vítamínum eða járni. Þegar talað erum hárlos þynnist hárið jafnt yfir hársvörðinn en ástandið gengur yfirleitt til baka. „Serum sem örva blóðrásina og næra rótina styrkja hárið frá grunni. Þar má nefna Kérastase Genesis Anti-Hair Fall Serum sem farið hefur sigurför um heiminn. Það inniheldur aminexil sem styrkir hársekkina, koffín sem örvar blóðflæði og engifer sem ver gegn skaðlegum áhrifum umhverfis og er got fyrir veikt og brothætt hár,“ útskýrir Fríða Rut. Nota kvölds og morgna í 6 vikur Moroccanoil Revitalizing Scalp Tonic, L’Oréal Professionnel AMINEXIL Advanced Anti Hairloss Serum og Kérastase Genesis Anti-Hair Fall Serum Hún nefnir einnig L’Oréal Professionnel AMINEXIL Advanced Anti Hairloss Serum til að örva hársekki sem eru í hvíldarfasa svo hárið fari að vaxa aftur, ásamt því að vernda og styrkja. Gott fyrir þunnt hár sem vantar þéttleika. Mælt er með notkun daglega á kvöldin í 6 vikur til að sjá sýnilegan árangur í þéttleika og styrk hársins. Fyrir léttari virkni þar sem þú þarf stuðningsvörur til að örva hárvöxt og þykkingu hársins mæli ég með Moroccanoil Revitalizing Scalp Tonic sem er plöntublanda sem styður við þéttara hár. Maria Nila Head & Hair Heal Soothing Serum róar og nærir hársvörð, inniheldur hyaluronic sýru, aloe vera, koffín og piparmyntu og er sérlega gott fyrir viðkvæman hársvörð. Hármissir „Hármissir, eða alopecia, er hins vegar sjúkdómur þar sem ónæmiskerfið ræðst á hársekkina. Það getur leitt til blettaskalla, varanlegs hármissis eða jafnvel hárloss á öllum líkamanum. Mitt ráð er að leita til húðsjúkdómalæknis ef grunur er um alopecia. Við tímabundnu hárlosi mæli ég aftur á móti með róandi og styrkjandi vörum eins og Genesis frá Kérastase eða Head & Hair Heal frá Maria Nila,“ segir Fríða Rut. Fitugur hársvörður Fita verndar hársvörðinn og heldur hárinu mjúku og glansandi en of mikil framleiðsla í fitukirtlum veldur því að hárið verður fitugt fljótt og því getur fylgt kláði eða óþægindi. Ástæður geta verið hormónar, rangt þvottamynstur, stress, mataræði eða þyngri hárvörur sem safnast upp. Moroccanoil Oily Scalp Treatment og Kérastase Specifique Potentialiste Serum Kérastase Specifique Potentialiste Serum hjálpar til við að jafna örveruflóru hársvarðar og draga úr umframfitu. Það Inniheldur bifidus prebiotic og C-vítamín og er mælt með að nota daglega í 3. vikur og viðhalda meðferðinni nokkrum sinnum í viku eftir það. Moroccanoil Oily Scalp Treatment með náttúrulegum ilmkjarnaolíum úr andoxunaríkri argan olíu og engiferolíu tekur á ójafnvægi og bólgum í hársekknum. Mælt er að byrja með notkun daglega og draga svo úr með viðhaldsnotkun þegar hársvörðurin er komin í jafnvægi. Flösusjampó á ekki við þegar um þurrk er að ræða Þurr húð í hársverði veldur oft spennutilfinningu, kláða og litlum hvítum flögum. Þá skortir hárið raka en ekki endilega fitu. Flasa á sér hins vegar aðrar orsakir, tengdar sveppnum Malassezia, sem raskar örverujafnvæginu og veldur gulleitum eða kekkjóttum flögum. „Mikilvægt er að greina rétt á milli þurrks og flösu. Þegar fólk sér litlar hvítar flögur heldur það oftast strax að um flösu sé að ræða og kaupir í langflestum tilfellum ranga vöru. Flösusjampó á ekki við þegar hársvörðinn vantar miklu frekar raka. Flasa aftur á móti tengist sveppavexti og þá sjáum við gulleitar flögur sem eru yfirleitt stærri, kekkjóttari og feitari en þegar um þurrk er að ræða. Þá eiga aðrar vörur við. Ef flasa er þrálát eða fylgir roði og sár er þó ástæða til að leita til húðsjúkdómalæknis,“ segir Fríða Rut. Góðar vörur við þurrum hársverði Fríða Rut mælir hér meðal annars með vörum frá Kérastase og Maria Nila við þurrum hársverði. Kérastase Symbiose Anti-Dandruff Night Serum, Maria Nila Head & Hair Heal Serum og Kérastase Nutritive Nutri-Supplement Scalp Serum „Ég mæli með Kérastase Nutritive Nutri-Supplement Scalp Serum með niacinamide, vítamínblöndu og plöntupróteinum sem endurheimta rakajafnvægi. Það er gott að nota Nutritive línuna saman til stuðnings við rakajafnvægi en serumið er best að nota 1-3 sinnum í viku eftir þörfum. Maria Nila Head & Hair Heal Serum róar einnig ertingu í hársverði,“ segir Fríða Rut. Við flösu „Þegar kemur að flösu mæli ég meðal annars með Kérastase Symbiose Anti-Dandruff Night Serum, sem er næturserum með salisýlsýru, piroctone olamine og bifidus sem mælt er með að nota að minnsta kosti 4x í viku fyrir árangur.“ „Það er mikilvægt að muna að hársvarðarvandamál eru mjög algeng og oft tímabundin. Með réttri umhirðu og vönduðum vörum má draga verulega úr einkennum. En ef vandinn er þrálátur eða veldur miklum óþægindum þá er alltaf best að leita faglegra ráðgjafar,“ segir Fríða Rut. Hár og förðun Tíska og hönnun Heilsa Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Fleiri fréttir Heilbrigður hársvörður er lykillinn að fallegu hári Ógleymanlegar skíðaferðir með Bændaferðum Fékk sterkari bein án lyfja The Ultimate Eagles halda tónleika í Hörpu Sjö rétta líbönsk veisla sem þú mátt alls ekki missa af! Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Uppselt, uppselt og aukatónleikum bætt við Sumar á Sýrlandi Skapaðu góðar minningar með Heimsferðum Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lærðu að tala við gervigreindina og fá svör sem virka! Þykkari augnhár og augabrúnir – vísindin á bak við UKLASH Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira
„Heilbrigður hársvörður er grunnurinn að fallegu hári og þegar vandamál koma upp er ekki nóg að nota sjampó og næringu. Best er að ráðast að vandanum með meðferðarserumi og velja rétt serum eftir því hvert vandamálið er. Rétt serum og regluleg notkun geta gert kraftaverk fyrir jafnvægi og vellíðan,“ segir Fríða Rut Heimisdóttir, hárgreiðslumeistari og eigandi Regalo ehf. Fríða fer hér yfir algeng vandamál og mælir með vörum. Fríða Rut Heimisdóttir, hárgreiðslumeistari og eigandi Regalo ehf. Hárlos eða hármissir – hvað er hvað? Algengt er að hugtökin hárlos og hármissir séu notuð eins og samheiti en þau lýsa ólíkum fyrirbærum. Hárlos, eða „shedding“, er hluti af eðlilegri hárhringrás. Flestir missa 50–100 hár á dag og það getur aukist tímabundið vegna streitu, hormónabreytinga, veikinda eða skorti á vítamínum eða járni. Þegar talað erum hárlos þynnist hárið jafnt yfir hársvörðinn en ástandið gengur yfirleitt til baka. „Serum sem örva blóðrásina og næra rótina styrkja hárið frá grunni. Þar má nefna Kérastase Genesis Anti-Hair Fall Serum sem farið hefur sigurför um heiminn. Það inniheldur aminexil sem styrkir hársekkina, koffín sem örvar blóðflæði og engifer sem ver gegn skaðlegum áhrifum umhverfis og er got fyrir veikt og brothætt hár,“ útskýrir Fríða Rut. Nota kvölds og morgna í 6 vikur Moroccanoil Revitalizing Scalp Tonic, L’Oréal Professionnel AMINEXIL Advanced Anti Hairloss Serum og Kérastase Genesis Anti-Hair Fall Serum Hún nefnir einnig L’Oréal Professionnel AMINEXIL Advanced Anti Hairloss Serum til að örva hársekki sem eru í hvíldarfasa svo hárið fari að vaxa aftur, ásamt því að vernda og styrkja. Gott fyrir þunnt hár sem vantar þéttleika. Mælt er með notkun daglega á kvöldin í 6 vikur til að sjá sýnilegan árangur í þéttleika og styrk hársins. Fyrir léttari virkni þar sem þú þarf stuðningsvörur til að örva hárvöxt og þykkingu hársins mæli ég með Moroccanoil Revitalizing Scalp Tonic sem er plöntublanda sem styður við þéttara hár. Maria Nila Head & Hair Heal Soothing Serum róar og nærir hársvörð, inniheldur hyaluronic sýru, aloe vera, koffín og piparmyntu og er sérlega gott fyrir viðkvæman hársvörð. Hármissir „Hármissir, eða alopecia, er hins vegar sjúkdómur þar sem ónæmiskerfið ræðst á hársekkina. Það getur leitt til blettaskalla, varanlegs hármissis eða jafnvel hárloss á öllum líkamanum. Mitt ráð er að leita til húðsjúkdómalæknis ef grunur er um alopecia. Við tímabundnu hárlosi mæli ég aftur á móti með róandi og styrkjandi vörum eins og Genesis frá Kérastase eða Head & Hair Heal frá Maria Nila,“ segir Fríða Rut. Fitugur hársvörður Fita verndar hársvörðinn og heldur hárinu mjúku og glansandi en of mikil framleiðsla í fitukirtlum veldur því að hárið verður fitugt fljótt og því getur fylgt kláði eða óþægindi. Ástæður geta verið hormónar, rangt þvottamynstur, stress, mataræði eða þyngri hárvörur sem safnast upp. Moroccanoil Oily Scalp Treatment og Kérastase Specifique Potentialiste Serum Kérastase Specifique Potentialiste Serum hjálpar til við að jafna örveruflóru hársvarðar og draga úr umframfitu. Það Inniheldur bifidus prebiotic og C-vítamín og er mælt með að nota daglega í 3. vikur og viðhalda meðferðinni nokkrum sinnum í viku eftir það. Moroccanoil Oily Scalp Treatment með náttúrulegum ilmkjarnaolíum úr andoxunaríkri argan olíu og engiferolíu tekur á ójafnvægi og bólgum í hársekknum. Mælt er að byrja með notkun daglega og draga svo úr með viðhaldsnotkun þegar hársvörðurin er komin í jafnvægi. Flösusjampó á ekki við þegar um þurrk er að ræða Þurr húð í hársverði veldur oft spennutilfinningu, kláða og litlum hvítum flögum. Þá skortir hárið raka en ekki endilega fitu. Flasa á sér hins vegar aðrar orsakir, tengdar sveppnum Malassezia, sem raskar örverujafnvæginu og veldur gulleitum eða kekkjóttum flögum. „Mikilvægt er að greina rétt á milli þurrks og flösu. Þegar fólk sér litlar hvítar flögur heldur það oftast strax að um flösu sé að ræða og kaupir í langflestum tilfellum ranga vöru. Flösusjampó á ekki við þegar hársvörðinn vantar miklu frekar raka. Flasa aftur á móti tengist sveppavexti og þá sjáum við gulleitar flögur sem eru yfirleitt stærri, kekkjóttari og feitari en þegar um þurrk er að ræða. Þá eiga aðrar vörur við. Ef flasa er þrálát eða fylgir roði og sár er þó ástæða til að leita til húðsjúkdómalæknis,“ segir Fríða Rut. Góðar vörur við þurrum hársverði Fríða Rut mælir hér meðal annars með vörum frá Kérastase og Maria Nila við þurrum hársverði. Kérastase Symbiose Anti-Dandruff Night Serum, Maria Nila Head & Hair Heal Serum og Kérastase Nutritive Nutri-Supplement Scalp Serum „Ég mæli með Kérastase Nutritive Nutri-Supplement Scalp Serum með niacinamide, vítamínblöndu og plöntupróteinum sem endurheimta rakajafnvægi. Það er gott að nota Nutritive línuna saman til stuðnings við rakajafnvægi en serumið er best að nota 1-3 sinnum í viku eftir þörfum. Maria Nila Head & Hair Heal Serum róar einnig ertingu í hársverði,“ segir Fríða Rut. Við flösu „Þegar kemur að flösu mæli ég meðal annars með Kérastase Symbiose Anti-Dandruff Night Serum, sem er næturserum með salisýlsýru, piroctone olamine og bifidus sem mælt er með að nota að minnsta kosti 4x í viku fyrir árangur.“ „Það er mikilvægt að muna að hársvarðarvandamál eru mjög algeng og oft tímabundin. Með réttri umhirðu og vönduðum vörum má draga verulega úr einkennum. En ef vandinn er þrálátur eða veldur miklum óþægindum þá er alltaf best að leita faglegra ráðgjafar,“ segir Fríða Rut.
Hár og förðun Tíska og hönnun Heilsa Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Fleiri fréttir Heilbrigður hársvörður er lykillinn að fallegu hári Ógleymanlegar skíðaferðir með Bændaferðum Fékk sterkari bein án lyfja The Ultimate Eagles halda tónleika í Hörpu Sjö rétta líbönsk veisla sem þú mátt alls ekki missa af! Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Uppselt, uppselt og aukatónleikum bætt við Sumar á Sýrlandi Skapaðu góðar minningar með Heimsferðum Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lærðu að tala við gervigreindina og fá svör sem virka! Þykkari augnhár og augabrúnir – vísindin á bak við UKLASH Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira