Verða bílveikari í rafbílum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. september 2025 07:01 Hannes segir ýmsar getgátur uppi um hvað valdi aukinni bílveiki í rafbílum. Fólk upplifir meiri bílveiki í rafmagnsbílum heldur en öðrum bílum. Þetta segir háls-, nef- og eyrnalæknir sem segir vísindamenn ekki búna að átta sig á hvað veldur þó líklega megi skýringuna finna í hröðunarbreytingum í rafbílunum. Rætt er við Hannes Petersen háls-, nef- og eyrnalækni í Reykjavík síðdegis í dag. Þar vísar hann til kínverskrar rannsóknar sem framkvæmd var í fyrra en þar segir að svokölluð hreyfiveiki, gjarnan kennd við bílveiki og jafnvel sjóveiki sé að aukast. Hannes segir ljóst að fólk verði bílveikt í öllum bílum en kvartanir hafi sérstaklega borist vegna rafbílanna og þar virðist einkennin verri. Hreyfingarnar öðruvísi „Það eru aðeins öðruvísi hröðunarbreytingar í rafmagnsbílunum og innri eyrun okkar eru í rauninni ekkert annað en hröðunarviðtæki. Innri eyrun mæla hröðun líkamans,“ segir Hannes. Ef hröðunin sé snögg, með því þegar gefið er í eða bremsað þá finni eyrað það. „Og við vitum að ef við gefum rafmagnsbílnum inn þá er viðbragðið snöggt og þegar við sleppum rafmagnspedalanum þá byrjar bíllinn að hægja strax á sér, hann leyfir þessu ekki aðeins að renna til,“ segir Hannes sem bætir við að hjálpartæki í bílunum hafi einnig áhrif þegar skipt er um akreinar og í fleiri aðstæðum. „Við förum yfir brotalínu á miðju eða út af veginum hægra megin þá tekur stýrið yfir og það aðeins gefur svona hnykk sem leiðir til þessara hröðunarbreytinga. Þetta er eitt af þessum atriðum sem hafa verið nefnd til sögunnar en eflaust eru þau fleiri.“ Bílveikin muni aukast með sjálfvirkni Hannes segir það skothelt ráð fyrir þá sem finni gjarnan fyrir bílveiki að vera virkur þátttakandi í ferðalaginu. Sitja helst framm í og horfa út um framrúðuna, jafnvel fylgjast með bílstjóranum og vita hvað er að fara að gerast. „Mun bíllinn hægja á sér eða verður hraðinn aukinn og annað slíkt, semsagt vera með og reyna að forðast það að lesa á símann eða bauka eitthvað annað á meðan ökuferðinni stendur. Það er kannski það helst. “ Hann segir nokkuð víst að bílveiki muni aukast með tilkomu sjálfkeyrandi bíla. Það sé auðveldara að vera ekki virkur þátttakandi í ferðalögum með slíkum bílum og nefnir dæmi um ferðalag frá Reykjavík til Akureyrar. „Ég ætla ekki að glápa út um framrúðuna alla leið, ég myndi vilja snúa mér inn í bílinn, tala við aðra, vinna á tölvuna og þá koma þessir þættir sem mótvægisaðgerðir. Þá hættum við að fylgjast með og við vitum og það er búið að skoða í hermum og rannsóknarstofum að fólk á eftir að finna meira fyrir hreyfiveiki í þessum heldur en rafmagnsbílunum.“ Bílar Vistvænir bílar Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Sjá meira
Rætt er við Hannes Petersen háls-, nef- og eyrnalækni í Reykjavík síðdegis í dag. Þar vísar hann til kínverskrar rannsóknar sem framkvæmd var í fyrra en þar segir að svokölluð hreyfiveiki, gjarnan kennd við bílveiki og jafnvel sjóveiki sé að aukast. Hannes segir ljóst að fólk verði bílveikt í öllum bílum en kvartanir hafi sérstaklega borist vegna rafbílanna og þar virðist einkennin verri. Hreyfingarnar öðruvísi „Það eru aðeins öðruvísi hröðunarbreytingar í rafmagnsbílunum og innri eyrun okkar eru í rauninni ekkert annað en hröðunarviðtæki. Innri eyrun mæla hröðun líkamans,“ segir Hannes. Ef hröðunin sé snögg, með því þegar gefið er í eða bremsað þá finni eyrað það. „Og við vitum að ef við gefum rafmagnsbílnum inn þá er viðbragðið snöggt og þegar við sleppum rafmagnspedalanum þá byrjar bíllinn að hægja strax á sér, hann leyfir þessu ekki aðeins að renna til,“ segir Hannes sem bætir við að hjálpartæki í bílunum hafi einnig áhrif þegar skipt er um akreinar og í fleiri aðstæðum. „Við förum yfir brotalínu á miðju eða út af veginum hægra megin þá tekur stýrið yfir og það aðeins gefur svona hnykk sem leiðir til þessara hröðunarbreytinga. Þetta er eitt af þessum atriðum sem hafa verið nefnd til sögunnar en eflaust eru þau fleiri.“ Bílveikin muni aukast með sjálfvirkni Hannes segir það skothelt ráð fyrir þá sem finni gjarnan fyrir bílveiki að vera virkur þátttakandi í ferðalaginu. Sitja helst framm í og horfa út um framrúðuna, jafnvel fylgjast með bílstjóranum og vita hvað er að fara að gerast. „Mun bíllinn hægja á sér eða verður hraðinn aukinn og annað slíkt, semsagt vera með og reyna að forðast það að lesa á símann eða bauka eitthvað annað á meðan ökuferðinni stendur. Það er kannski það helst. “ Hann segir nokkuð víst að bílveiki muni aukast með tilkomu sjálfkeyrandi bíla. Það sé auðveldara að vera ekki virkur þátttakandi í ferðalögum með slíkum bílum og nefnir dæmi um ferðalag frá Reykjavík til Akureyrar. „Ég ætla ekki að glápa út um framrúðuna alla leið, ég myndi vilja snúa mér inn í bílinn, tala við aðra, vinna á tölvuna og þá koma þessir þættir sem mótvægisaðgerðir. Þá hættum við að fylgjast með og við vitum og það er búið að skoða í hermum og rannsóknarstofum að fólk á eftir að finna meira fyrir hreyfiveiki í þessum heldur en rafmagnsbílunum.“
Bílar Vistvænir bílar Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Sjá meira