Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. september 2025 07:45 Einhvern veginn svona er gert ráð fyrir að Lækjartorg muni líta út þegar það hefur fengið uppliftingu. Karres Brands/Sp(r)int Studio Forhönnun er lokið vegna breytinga sem fyrirhugaðar eru á Lækjartorgi í Reykjavík. Ekki er þó hægt að halda áfram með næsta skref sem er verkhönnun á meðan beðið er eftir flóðamati frá Veitum. Málið er enn í vinnslu hjá Veitum þar sem útboðsgögn eru í undirbúningi og óljóst hvenær verkefninu lýkur. Í mars 2022 var tilkynnt um „nýtt og spennandi“ hlutverk Lækjartorgs þegar úrslit voru kunngerð í hönnunarsamkeppni um Lækjartorg og aðliggjandi gatnarými. Það var tillagan Borgarlind sem unnin var í samstarfi Karres en Brands og Sp(r)int Studio sem vann keppnina og var þannig falið að hanna nýtt útlit Lækjartorgs. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti svo í mars ári síðar að veita heimild fyrir áframhaldandi undirbúningi, verkhönnun og gerð útboðsgagna vegna endurhönnunar torgsins. „Lækjartorg er lykilrými í miðborginni og inngangurinn að Kvosinni sem er söguleg miðja borgarinnar. Með tillögunni er verið að lyfta upp mikilvægi svæðisins og gefa torginu þann sess og þýðingu sem staðsetning þess í miðborginni kallar á,“ segir meðal annars í greinargerð með tillögunni sem afgreidd var snemma árs 2023. Í umræddum áfanga sem snýr að endurhönnun á torginu sjálfu var kostnaður þá áætlaður um 355 milljónir, að frátöldum kostnaði vegna snjóbræðslu. Það er meðal annars gert ráð fyrir nokkrum bekkjum og meiri gróðri á torginu samkvæmt forhönnun.Karres Brands/Sp(r)int Studio Síðan hefur málið verið í ferli innan borgarkerfisins en samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er forhönnun lokið og verkhönnun í bígerð. Ekki sé þó hægt að halda áfram fyrr en flóðamat liggi fyrir frá Veitum. Beðið hafi verið eftir því síðan í vor, en verkefnið muni halda áfram þegar það liggi fyrir. Samkvæmt svörum frá Veitum stendur nú yfir vinna við að undirbúa útboðsgögn til að láta ráðgjafa framkvæma flóðamat fyrir Kvosina og nærliggjandi svæði í samvinnu við Reykjavíkurborg. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær verkefnalok verða en Veitur búast við því að ráðgjafi verði kominn með verkefnið í hendurnar síðar í haust. Beðið er eftir flóðamati fyrir Kvosina frá Veitum áður en haldið verður áfram með verkefnið.Karres Brands/Sp(r)int Studio Reykjavík Stjórnsýsla Skipulag Arkitektúr Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira
Í mars 2022 var tilkynnt um „nýtt og spennandi“ hlutverk Lækjartorgs þegar úrslit voru kunngerð í hönnunarsamkeppni um Lækjartorg og aðliggjandi gatnarými. Það var tillagan Borgarlind sem unnin var í samstarfi Karres en Brands og Sp(r)int Studio sem vann keppnina og var þannig falið að hanna nýtt útlit Lækjartorgs. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti svo í mars ári síðar að veita heimild fyrir áframhaldandi undirbúningi, verkhönnun og gerð útboðsgagna vegna endurhönnunar torgsins. „Lækjartorg er lykilrými í miðborginni og inngangurinn að Kvosinni sem er söguleg miðja borgarinnar. Með tillögunni er verið að lyfta upp mikilvægi svæðisins og gefa torginu þann sess og þýðingu sem staðsetning þess í miðborginni kallar á,“ segir meðal annars í greinargerð með tillögunni sem afgreidd var snemma árs 2023. Í umræddum áfanga sem snýr að endurhönnun á torginu sjálfu var kostnaður þá áætlaður um 355 milljónir, að frátöldum kostnaði vegna snjóbræðslu. Það er meðal annars gert ráð fyrir nokkrum bekkjum og meiri gróðri á torginu samkvæmt forhönnun.Karres Brands/Sp(r)int Studio Síðan hefur málið verið í ferli innan borgarkerfisins en samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er forhönnun lokið og verkhönnun í bígerð. Ekki sé þó hægt að halda áfram fyrr en flóðamat liggi fyrir frá Veitum. Beðið hafi verið eftir því síðan í vor, en verkefnið muni halda áfram þegar það liggi fyrir. Samkvæmt svörum frá Veitum stendur nú yfir vinna við að undirbúa útboðsgögn til að láta ráðgjafa framkvæma flóðamat fyrir Kvosina og nærliggjandi svæði í samvinnu við Reykjavíkurborg. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær verkefnalok verða en Veitur búast við því að ráðgjafi verði kominn með verkefnið í hendurnar síðar í haust. Beðið er eftir flóðamati fyrir Kvosina frá Veitum áður en haldið verður áfram með verkefnið.Karres Brands/Sp(r)int Studio
Reykjavík Stjórnsýsla Skipulag Arkitektúr Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira