Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Sindri Sverrisson skrifar 24. september 2025 08:57 Ef satt reynist voru leikmenn Fredericia komnir með nóg af kröfum Guðmundar Guðmundssonar. EPA/GEORGI LICOVSKI Það kom til greina hjá forráðamönnum danska handknattleiksfélagsins Fredericia að reka Guðmund Guðmundsson strax í sumar og leikmenn liðsins kvörtuðu undan starfsháttum hans, samkvæmt frétt danska handboltamiðilsins hbold.dk. Þrátt fyrir þann frábæra árangur sem Fredericia hefur náð síðustu ár, undir stjórn Guðmundar, var honum sagt upp á mánudaginn. Liðið hafði þá tapað þremur af fyrstu fjórum leikjum tímabilsins og alls níu af síðustu tíu leikjum ef horft er einnig til síðustu leiktíðar. Samkvæmt frétt hbold.dk var rætt um að láta Guðmund fara í sumar en ákveðið að gefa honum tækifæri á nýju tímabili. Hins vegar segir miðillinn að samkvæmt sínum upplýsingum hafi leikmenn verið orðnir óánægðir og viljað losna við Guðmund, þrátt fyrir að hann hafi til að mynda komið liðinu í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn. Miðillinn segir leikmenn raunar hafa verið óánægða með aðferðir þjálfarans og samskipti við hann um langa hríð. Tónninn hafi ekki alltaf verið blíður í klefanum. Þó að árangurinn hafi verið góður og Fredericia þakki Guðmundi fyrir að hafa komið liðinu aftur í fremstu röð þá hafi þolinmæði manna á endanum verið á þrotum. Bent Nyegaard, handboltasérfræðingur TV 2, hefur einnig rætt um það að Guðmundur sé afar kröfuharður þjálfari og að þegar leikmenn gangi ekki í takti við þær kröfur sé lítið hægt að gera. „Við skulum ekki gleyma að hann náði stórum úrslitum og endaði í 3. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð, sem kom liðinu í Evrópudeildina. Svo það er margt sem hefur heppnast en Guðmundur Guðmundsson er mjög kröfuharður þjálfari, það þarf sterkan vilja og löngun til að vinna fyrir hann. Og þegar það slokknar aðeins þá breytist hópurinn aðeins og þá er þetta ekki hópurinn hans Guðmundar Guðmundssonar. Þess vegna skil ég vel að Fredericia hafi valið aðra lausn,“ sagði Nyegaard. Jesper Houmark og Michael Wollesen, sem voru aðstoðarmenn Guðmundar, munu stýra Fredericia út tímabilið. Danski handboltinn Mest lesið Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Fleiri fréttir Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Sjá meira
Þrátt fyrir þann frábæra árangur sem Fredericia hefur náð síðustu ár, undir stjórn Guðmundar, var honum sagt upp á mánudaginn. Liðið hafði þá tapað þremur af fyrstu fjórum leikjum tímabilsins og alls níu af síðustu tíu leikjum ef horft er einnig til síðustu leiktíðar. Samkvæmt frétt hbold.dk var rætt um að láta Guðmund fara í sumar en ákveðið að gefa honum tækifæri á nýju tímabili. Hins vegar segir miðillinn að samkvæmt sínum upplýsingum hafi leikmenn verið orðnir óánægðir og viljað losna við Guðmund, þrátt fyrir að hann hafi til að mynda komið liðinu í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn. Miðillinn segir leikmenn raunar hafa verið óánægða með aðferðir þjálfarans og samskipti við hann um langa hríð. Tónninn hafi ekki alltaf verið blíður í klefanum. Þó að árangurinn hafi verið góður og Fredericia þakki Guðmundi fyrir að hafa komið liðinu aftur í fremstu röð þá hafi þolinmæði manna á endanum verið á þrotum. Bent Nyegaard, handboltasérfræðingur TV 2, hefur einnig rætt um það að Guðmundur sé afar kröfuharður þjálfari og að þegar leikmenn gangi ekki í takti við þær kröfur sé lítið hægt að gera. „Við skulum ekki gleyma að hann náði stórum úrslitum og endaði í 3. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð, sem kom liðinu í Evrópudeildina. Svo það er margt sem hefur heppnast en Guðmundur Guðmundsson er mjög kröfuharður þjálfari, það þarf sterkan vilja og löngun til að vinna fyrir hann. Og þegar það slokknar aðeins þá breytist hópurinn aðeins og þá er þetta ekki hópurinn hans Guðmundar Guðmundssonar. Þess vegna skil ég vel að Fredericia hafi valið aðra lausn,“ sagði Nyegaard. Jesper Houmark og Michael Wollesen, sem voru aðstoðarmenn Guðmundar, munu stýra Fredericia út tímabilið.
Danski handboltinn Mest lesið Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Fleiri fréttir Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Sjá meira