Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar 24. september 2025 09:03 Mál Davíðs sýnir enn og aftur hversu brýnt er að íþróttahreyfingin á Íslandi taki fagleg skref inn í framtíðina. Þegar dómara er meinað að dæma í starfi sínu vegna samskiptavanda án þess að skýr rök og ferli liggi fyrir, þá er augljóst að kerfið bregst. Samkvæmt lögum Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ) ber stjórn og dómaranefnd að tryggja jafnræði, sanngirni og gegnsæi í meðferð mála. Sama gildir samkvæmt reglum Alþjóðakörfuknattleikssambandsins (FIBA), þar sem kveðið er á um að dómarar eigi rétt á virðingu, faglegri umfjöllun og skýru ferli ef upp koma ágreiningsmál. Ef íþróttalögfræðingar hefðu verið við störf innan KKÍ hefði málið getað farið allt öðruvísi. Lögfræðingar með sérþekkingu á íþróttarétti þekkja innlend lög, samþykktir KKÍ og alþjóðlegar reglur FIBA. Þeir hefðu tryggt að ákvörðun um að meina dómara störfum væri tekin á grundvelli skriflegra reglna, með tilvísun í viðeigandi greinar, með rökstuðningi og að viðkomandi ætti kost á að tjá sig áður en endanleg ákvörðun væri tekin. Þeir hefðu jafnframt bent á kæruleiðir, hvort sem er innanlands eða til FIBA (BAT), og gætt þess að bæði sambandið og viðkomandi dómari hefðu notið sanngjarns málsmeðferðar. Þetta samræmist einnig meginreglum alþjóðlegs íþróttaréttar um due process og natural justice, sem CAS (Court of Arbitration for Sport) hefur ítrekað staðfest að sambönd og félög þurfa að virða. Án fagaðila skapast hætta á því að ákvarðanir byggist á huglægu mati eða persónulegum samskiptum, sem grefur undan trausti, veldur vantrausti meðal dómara og skaðar ímynd sambandsins. Með tilkomu Íþróttalögfræðinga hefði málið verið leyst á faglegum grunni: með sáttamiðlun, formlegum rökstuðningi eða með tilvísun til reglna KKÍ og FIBA, í stað þess að dómari sé settur til hliðar án útskýringa. Nú er kominn tími á að íþróttasambönd á Íslandi, þar á meðal KKÍ, en einnig félög, stígi inn í framtíðina og ráði til sín íþróttalögfræðinga eða að minnsta kosti tryggja aðgengi að sérfræðiráðgjöf. Þannig verður hægt að forðast sambærileg mál, styrkja réttindavernd leikmanna, þjálfara og dómara, og tryggja að íslenskur íþróttaiðnaður standist samanburð við það sem best gerist erlendis. Þetta er ekki kostnaður heldur fjárfesting í fagmennsku, trúverðugleika og réttlæti innan íþróttanna. Þetta mál er ekki einsdæmi í íslenskum íþróttum. Höfundur er íþróttalögfræðingur hjá Sports Law Nordic. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein KKÍ Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Mál Davíðs sýnir enn og aftur hversu brýnt er að íþróttahreyfingin á Íslandi taki fagleg skref inn í framtíðina. Þegar dómara er meinað að dæma í starfi sínu vegna samskiptavanda án þess að skýr rök og ferli liggi fyrir, þá er augljóst að kerfið bregst. Samkvæmt lögum Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ) ber stjórn og dómaranefnd að tryggja jafnræði, sanngirni og gegnsæi í meðferð mála. Sama gildir samkvæmt reglum Alþjóðakörfuknattleikssambandsins (FIBA), þar sem kveðið er á um að dómarar eigi rétt á virðingu, faglegri umfjöllun og skýru ferli ef upp koma ágreiningsmál. Ef íþróttalögfræðingar hefðu verið við störf innan KKÍ hefði málið getað farið allt öðruvísi. Lögfræðingar með sérþekkingu á íþróttarétti þekkja innlend lög, samþykktir KKÍ og alþjóðlegar reglur FIBA. Þeir hefðu tryggt að ákvörðun um að meina dómara störfum væri tekin á grundvelli skriflegra reglna, með tilvísun í viðeigandi greinar, með rökstuðningi og að viðkomandi ætti kost á að tjá sig áður en endanleg ákvörðun væri tekin. Þeir hefðu jafnframt bent á kæruleiðir, hvort sem er innanlands eða til FIBA (BAT), og gætt þess að bæði sambandið og viðkomandi dómari hefðu notið sanngjarns málsmeðferðar. Þetta samræmist einnig meginreglum alþjóðlegs íþróttaréttar um due process og natural justice, sem CAS (Court of Arbitration for Sport) hefur ítrekað staðfest að sambönd og félög þurfa að virða. Án fagaðila skapast hætta á því að ákvarðanir byggist á huglægu mati eða persónulegum samskiptum, sem grefur undan trausti, veldur vantrausti meðal dómara og skaðar ímynd sambandsins. Með tilkomu Íþróttalögfræðinga hefði málið verið leyst á faglegum grunni: með sáttamiðlun, formlegum rökstuðningi eða með tilvísun til reglna KKÍ og FIBA, í stað þess að dómari sé settur til hliðar án útskýringa. Nú er kominn tími á að íþróttasambönd á Íslandi, þar á meðal KKÍ, en einnig félög, stígi inn í framtíðina og ráði til sín íþróttalögfræðinga eða að minnsta kosti tryggja aðgengi að sérfræðiráðgjöf. Þannig verður hægt að forðast sambærileg mál, styrkja réttindavernd leikmanna, þjálfara og dómara, og tryggja að íslenskur íþróttaiðnaður standist samanburð við það sem best gerist erlendis. Þetta er ekki kostnaður heldur fjárfesting í fagmennsku, trúverðugleika og réttlæti innan íþróttanna. Þetta mál er ekki einsdæmi í íslenskum íþróttum. Höfundur er íþróttalögfræðingur hjá Sports Law Nordic.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun