Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. september 2025 10:08 Gamanþáttur Jonatans Spang hefur notið gríðarlegra vinsælda í Danmörku um árabil. Nú er útlit fyrir að honum muni ekki aftur bregða fyrir á skjánum. Getty/Instragram skjáskot Stjórnandi vinsæls gamanþáttar hjá Danska ríkissjónvarpinu, DR, var sagt upp störfum vegna ásakana um kynferðisofbeldi gegn unglingsstúlku. Brotin, sem Jonatan Spang sjálfur gengst ekki við, munu hafa átt sér stað fyrir sextán árum þegar hann var sjálfur 31 árs en stúlkan 15 ára. Hann viðurkennir hins vegar að hafa átt „í nánum kynnum“ við stúlkuna. Þátturinn Tæt på Sandheden, eða Nærri sannleikanum, hefur lengi notið mikilla vinsælda í Danmörku en um er að ræða kvöldþátt í satírustíl þar sem gert farið er yfir helstu fréttir vikunnar með gamansömum og kaldhæðnum undirtón. Segja má að um sé að ræða danska útfærslu af sambærilegum kvöldþáttum sem vinsælir eru í Bandaríkjunum. Átti í sambandi við stúlkuna fyrir 16 árum DR greindi frá því í gær að Spang muni ekki halda áfram sem stjórnandi þáttarins, en þátturinn er framleiddur af framleiðslufyrirtækinu Small Shoes sem er í eigu Jonatan Spang sjálfs. Stjórnendur DR sögðust í samtali við fjölmiðla í gær ekki geta tjáð sig um óopinberar upplýsingar um samstarfið. „Eins og flest ykkar vita hefur DR ákveðið að henda mér út sem stjórnanda Tæt på Sandheden. Það er vegna þess, að fyrir 16 árum síðan, þegar ég var 31 árs, átti ég í vinasambandi og skammlífu nánu sambandi við stúlku sem þá var 15 ára,“ skrifar Spang í færslu á Instagram í dag. Vis dette opslag på Instagram Et opslag delt af Jonatan Spang (@jonatanspang) Berlingske birt frétt í morgun þar sem greint er frá ásökunum um ofbeldi og óeðlileg samskipti hans við unga stúlku og birti Spang sína færslu í framhaldinu. Fram kemur í frétt DR um málið að ekki liggi fyrir hvort Spang hafi verið kærður til lögreglu. Hugsar eigin gang og biðst afsökunar „Hún hefur nú sakað mig um ofbeldi á þeim tíma. Líkt og ég hef líka sagt DR, þá get ég ekki gengist við ásökunum hennar og útskýringum. En þetta hefur fengið mig til að hugsa eigin gang. Ég get séð, að ég hefði átt að sýna meiri ábyrgð og hefði aldrei átt að eiga í samandi með svo ungum einstaklingi. Það var rangt, og á því hef ég einnig beðið hana afsökunar,“ segir ennfremur í færslunni. Hann skrifar áfram að hennar upplifun af þeirra sambandi hafi einnig fengið hann til að átta sig á því að hann hafi átt í óheilbrigðum samböndum, sem hann þurfi að gera upp og viðurkenna. „Ég hef sem manneskja hagað mér ranglega í nokkrum af mínum samböndum. Fyrirgefið,“ skrifar Spang sem segist hafa undanfarin misseri leitað sér faglegrar aðstoðar. Slitrótt viðvera í síðustu þáttaröðum Hann hafi nú dregið sig í hlé frá öllum opinberum störfum og muni ekki tjá sig frekar um ákvörðun DR eða þær ásakanir sem hann hefur sætt. Sjálfur hefur Spang áður dregið sig í hlé sem stjórnandi þáttarins, en það var á meðan tólfta þáttaröðin var í sýningu í fyrra þegar grínistinn Esben Pretzmann tók tímabundið við sem stjórnandi þáttarins. Á þeim tíma hafi Spang verið að glíma við kulnun. Þá hafa aðdáendur þáttanna mátt bíða lengur en ella eftir næstu þáttaröð á þessu ári þar sem fjórtándu þáttaröð var frestað. Ástæður þessa sagði Spang vera að hann væri ekki ánægður með eigin frammistöðu í þáttaröðinni á undan. Danmörk Kynferðisofbeldi Bíó og sjónvarp Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Þátturinn Tæt på Sandheden, eða Nærri sannleikanum, hefur lengi notið mikilla vinsælda í Danmörku en um er að ræða kvöldþátt í satírustíl þar sem gert farið er yfir helstu fréttir vikunnar með gamansömum og kaldhæðnum undirtón. Segja má að um sé að ræða danska útfærslu af sambærilegum kvöldþáttum sem vinsælir eru í Bandaríkjunum. Átti í sambandi við stúlkuna fyrir 16 árum DR greindi frá því í gær að Spang muni ekki halda áfram sem stjórnandi þáttarins, en þátturinn er framleiddur af framleiðslufyrirtækinu Small Shoes sem er í eigu Jonatan Spang sjálfs. Stjórnendur DR sögðust í samtali við fjölmiðla í gær ekki geta tjáð sig um óopinberar upplýsingar um samstarfið. „Eins og flest ykkar vita hefur DR ákveðið að henda mér út sem stjórnanda Tæt på Sandheden. Það er vegna þess, að fyrir 16 árum síðan, þegar ég var 31 árs, átti ég í vinasambandi og skammlífu nánu sambandi við stúlku sem þá var 15 ára,“ skrifar Spang í færslu á Instagram í dag. Vis dette opslag på Instagram Et opslag delt af Jonatan Spang (@jonatanspang) Berlingske birt frétt í morgun þar sem greint er frá ásökunum um ofbeldi og óeðlileg samskipti hans við unga stúlku og birti Spang sína færslu í framhaldinu. Fram kemur í frétt DR um málið að ekki liggi fyrir hvort Spang hafi verið kærður til lögreglu. Hugsar eigin gang og biðst afsökunar „Hún hefur nú sakað mig um ofbeldi á þeim tíma. Líkt og ég hef líka sagt DR, þá get ég ekki gengist við ásökunum hennar og útskýringum. En þetta hefur fengið mig til að hugsa eigin gang. Ég get séð, að ég hefði átt að sýna meiri ábyrgð og hefði aldrei átt að eiga í samandi með svo ungum einstaklingi. Það var rangt, og á því hef ég einnig beðið hana afsökunar,“ segir ennfremur í færslunni. Hann skrifar áfram að hennar upplifun af þeirra sambandi hafi einnig fengið hann til að átta sig á því að hann hafi átt í óheilbrigðum samböndum, sem hann þurfi að gera upp og viðurkenna. „Ég hef sem manneskja hagað mér ranglega í nokkrum af mínum samböndum. Fyrirgefið,“ skrifar Spang sem segist hafa undanfarin misseri leitað sér faglegrar aðstoðar. Slitrótt viðvera í síðustu þáttaröðum Hann hafi nú dregið sig í hlé frá öllum opinberum störfum og muni ekki tjá sig frekar um ákvörðun DR eða þær ásakanir sem hann hefur sætt. Sjálfur hefur Spang áður dregið sig í hlé sem stjórnandi þáttarins, en það var á meðan tólfta þáttaröðin var í sýningu í fyrra þegar grínistinn Esben Pretzmann tók tímabundið við sem stjórnandi þáttarins. Á þeim tíma hafi Spang verið að glíma við kulnun. Þá hafa aðdáendur þáttanna mátt bíða lengur en ella eftir næstu þáttaröð á þessu ári þar sem fjórtándu þáttaröð var frestað. Ástæður þessa sagði Spang vera að hann væri ekki ánægður með eigin frammistöðu í þáttaröðinni á undan.
Danmörk Kynferðisofbeldi Bíó og sjónvarp Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira