Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Bjarki Sigurðsson skrifar 24. september 2025 15:28 Gatnamót Höfðabakka og Bæjarháls séð úr austri. Vísir/Sigurjón Ekki hefur orðið eitt einasta slys á gangandi vegfarendum eða hjólandi í beygjuvösum sem hafa verið fjarlægðir við gatnamót Höfðabakka og Bæjarháls. Vasarnir eru sagðir skapa mikla hættu fyrir gangandi og hjólandi. Árið 2008 varð alvarlegt slys í eina beygjuvasanum sem hefur ekki verið fjarlægður. Fréttastofa hefur fjallað um þessar umdeildu framkvæmdir í sumar en við gatnamótin hafa beygjuvasar frá Bæjarhálsi inn á Höfðabakka til norðurs annars vegar og frá Höfðabakka inn á Streng til vesturs hins vegar verið fjarlægðir. Einn beygjuvasi stendur eftir; frá Höfðabakka og inn á Bæjarháls til austurs en annars eru gatnamótin með öllu ljósastýrð. Í tilkynningu sem Reykjavíkurborg sendi í dag segir að ákveðið hafi verið að fjarlægja vasann inn á Streng þar sem umferðartalningar sýndu litla eftirspurn eftir hægri beygju. Þá skapi vasinn hættu fyrir gangandi vegfarendur. Vasinn inn á Höfðabakka er sagður fjarlægður þar sem hann hafi reynst hættulegur og torveldað tengingar hjóla- og göngustíga. Engin slys Á kortavefsjá map.is eru tekin saman gögn frá Samgöngustofu um staðsetningu allra tilkynntra umferðarslysa á landinu frá árinu 2004. Þar sést að engin slys hafa orðið á gangandi og hjólandi í beygjuvösunum tveimur sem voru fjarlægðir. Hins vegar varð slys árið 2008 í eina beygjuvasanum sem hefur ekki verið fjarlægður. Þar slasaðist níu ára drengur á hjóli alvarlega þegar ekið var á hann. Á síðustu tuttugu árum hafa þrjú önnur slys orðið við gatnamótin á gangandi og hjólandi, en öll þeirra gerðust á Höfðabakka þar sem ekið er til norðurs, ekki í beygjuvösunum. Gatnamótin eru þó ekki með öllu hættulaus og þar hafa orðið árekstrar ökutækja, þar sem ökumenn óku ýmist aftan á annan bíl, inn í hliðina á öðrum bíl eða á skilti og ljósastaura. Sextán sinnum slasaðist ökumaður lítillega og aðeins eitt slys er metið sem alvarlegt slys þegar ekið var á níu ára drenginn á hjóli. Rétt er að taka fram að slys af völdum ökutækja þar sem ökumaður ekur ekki á neitt, til dæmis ef reiðhjólamenn detta af farartæki sínu við að forðast árekstur við ökutæki, eru ekki inni í tölfræði Samgöngustofu. Samgöngur Samgönguslys Vegagerð Reykjavík Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Sjá meira
Fréttastofa hefur fjallað um þessar umdeildu framkvæmdir í sumar en við gatnamótin hafa beygjuvasar frá Bæjarhálsi inn á Höfðabakka til norðurs annars vegar og frá Höfðabakka inn á Streng til vesturs hins vegar verið fjarlægðir. Einn beygjuvasi stendur eftir; frá Höfðabakka og inn á Bæjarháls til austurs en annars eru gatnamótin með öllu ljósastýrð. Í tilkynningu sem Reykjavíkurborg sendi í dag segir að ákveðið hafi verið að fjarlægja vasann inn á Streng þar sem umferðartalningar sýndu litla eftirspurn eftir hægri beygju. Þá skapi vasinn hættu fyrir gangandi vegfarendur. Vasinn inn á Höfðabakka er sagður fjarlægður þar sem hann hafi reynst hættulegur og torveldað tengingar hjóla- og göngustíga. Engin slys Á kortavefsjá map.is eru tekin saman gögn frá Samgöngustofu um staðsetningu allra tilkynntra umferðarslysa á landinu frá árinu 2004. Þar sést að engin slys hafa orðið á gangandi og hjólandi í beygjuvösunum tveimur sem voru fjarlægðir. Hins vegar varð slys árið 2008 í eina beygjuvasanum sem hefur ekki verið fjarlægður. Þar slasaðist níu ára drengur á hjóli alvarlega þegar ekið var á hann. Á síðustu tuttugu árum hafa þrjú önnur slys orðið við gatnamótin á gangandi og hjólandi, en öll þeirra gerðust á Höfðabakka þar sem ekið er til norðurs, ekki í beygjuvösunum. Gatnamótin eru þó ekki með öllu hættulaus og þar hafa orðið árekstrar ökutækja, þar sem ökumenn óku ýmist aftan á annan bíl, inn í hliðina á öðrum bíl eða á skilti og ljósastaura. Sextán sinnum slasaðist ökumaður lítillega og aðeins eitt slys er metið sem alvarlegt slys þegar ekið var á níu ára drenginn á hjóli. Rétt er að taka fram að slys af völdum ökutækja þar sem ökumaður ekur ekki á neitt, til dæmis ef reiðhjólamenn detta af farartæki sínu við að forðast árekstur við ökutæki, eru ekki inni í tölfræði Samgöngustofu.
Samgöngur Samgönguslys Vegagerð Reykjavík Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Sjá meira