Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sindri Sverrisson skrifar 25. september 2025 07:32 Guðjón Ingi Sigurðsson hljóp í 43 klukkutíma um helgina, langt fram á aðfaranótt mánudags, eða alls rúma 288 kílómetra. Sýn Guðjón Ingi Sigurðsson segir það hafa gengið vel að jafna sig og ná svefni eftir tæplega tveggja sólarhringa keppni í bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa sem hann vann í Heiðmörk. Hann útskýrði loks hvers vegna minnstu munaði að hann myndi hætta snemma keppni. Guðjón Ingi fékk Garp Elísabetarson í heimsókn á Akranes í gær og má sjá brot úr viðtalinu hér að neðan. Viðtalið í heild er neðst í greininni. Í bakgarðshlaupi þurfa keppendur að fara 6,7 kílómetra hring á hverjum klukkutíma og endaði Guðjón á að hlaupa 43 hringi, sem sagt rúma 288 kílómetra á 43 klukkutímum, og fagnaði sigri á nýju brautarmeti eftir að Þórdís Ólöf Jónsdóttir ákvað að hætta. Það vakti mikla athygli strax eftir hlaupið þegar Guðjón Ingi, sem hafði verið mjög lasinn vikuna fyrir keppni, sagðist hafa snemma íhugað að hætta og að hann ætlaði „ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“. Hann grínaðist með að margir hefðu þá greinilega haldið að honum hefði orðið brátt í brók en sú var alls ekki raunin. „Púlsinn rýkur hærra en ég hélt að hann gæti farið“ „Það sem gerðist var að ég hafði rætt við félaga minn, sem er læknir, áður en ég fór af stað því ég hafði verið virkilega lasinn og púlsinn búinn að vera hár. Ég var að hlaupa með tveimur félögum mínum í hring tvö sem voru að fara frekar hratt, og áttaði mig ekki alveg á því. Við komum inn á 44:30 og mér leið bara vel,“ sagði Guðjón Ingi en fór svo að finna að eitthvað væri ekki eins og það ætti að vera: „Svo fer ég af stað í hring fjögur og púlsinn rýkur hærra en ég hélt að hann gæti farið. Það gerði að verkum að ég eiginlega labbaði þann hring frekar mikið og náði púlsinum bara eiginlega ekki niður. Ég hringdi þá í góðan aðila til að ráðfæra mig við, á leiðinni í hringnum, og hann sagði mér að fara varlega og ef að púlsinn færi aftur upp þá yrði ég hreinlega að pakka saman. Ég fór bara rólega hringi eftir það og náði að halda púlsinum bara góðum,“ sagði Guðjón Ingi. Hélt sig stundum fyrir aftan En óttaðist hann þá ekki að púlsinn myndi rjúka aftur upp? „Ég beið í rauninni dálítið eftir því. Ég fylgdist mikið með púlsinum til að sjá hvernig staðan væri og hélt honum niðri. Mig langaði að vera meira með þessu krúi sem hljóp saman í restina en hélt mig stundum aðeins fyrir aftan því ég vildi ekki vera að pota eitthvað í púlsinn.“ Lasinn í fimm daga og hélt að hann yrði ekki með Eitthvað var það sem fékk púlsinn til að haldast niðri nógu lengi til að Guðjón Ingi endaði á að setja brautarmet og hlaupa fram á afmælisdag bróður síns heitins. Stórkostlegur árangur og enn magnaðri í ljósi veikinda hans fyrir keppni. „Ég tók þá ákvörðun þremur vikum fyrir hlaup að mig langaði að taka þátt. Tíu dögum fyrir keppni var ég orðinn harðákveðinn og byrjaði að undirbúa mig aðeins, en átta dögum fyrir keppni varð ég svo virkilega lasinn. Ég var lasinn alveg í fimm daga og hélt að það væri útséð með að ég myndi taka þátt. Á föstudeginum var mér farið að líða þokkalega vel og ákvað að pakka niður eins og ég myndi fara mögulega aðeins lengra. Svo held ég að ég hafi bara orðið betri og betri í hlaupinu,“ sagði Guðjón Ingi sem stefndi þó ekki endilega á sigur. Vildi hlaupa fram á afmælisdag bróður síns „Ég ætlaði bara að taka stöðuna eftir þrjá hringi. Vissulega fór ég með það markmið inn í hlaupið, þar sem að bróðir minn heitinn átti afmæli 22. september, sem var aðfaranótt mánudags, að hlaupa 40 hringi til að vera enn með þá. Ég var samt kannski ekki alveg búinn að reikna þetta til enda,“ sagði Guðjón Ingi en hér að neðan má sjá viðtalið við hann í heild sinni. Bakgarðshlaup Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Guðjón Ingi fékk Garp Elísabetarson í heimsókn á Akranes í gær og má sjá brot úr viðtalinu hér að neðan. Viðtalið í heild er neðst í greininni. Í bakgarðshlaupi þurfa keppendur að fara 6,7 kílómetra hring á hverjum klukkutíma og endaði Guðjón á að hlaupa 43 hringi, sem sagt rúma 288 kílómetra á 43 klukkutímum, og fagnaði sigri á nýju brautarmeti eftir að Þórdís Ólöf Jónsdóttir ákvað að hætta. Það vakti mikla athygli strax eftir hlaupið þegar Guðjón Ingi, sem hafði verið mjög lasinn vikuna fyrir keppni, sagðist hafa snemma íhugað að hætta og að hann ætlaði „ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“. Hann grínaðist með að margir hefðu þá greinilega haldið að honum hefði orðið brátt í brók en sú var alls ekki raunin. „Púlsinn rýkur hærra en ég hélt að hann gæti farið“ „Það sem gerðist var að ég hafði rætt við félaga minn, sem er læknir, áður en ég fór af stað því ég hafði verið virkilega lasinn og púlsinn búinn að vera hár. Ég var að hlaupa með tveimur félögum mínum í hring tvö sem voru að fara frekar hratt, og áttaði mig ekki alveg á því. Við komum inn á 44:30 og mér leið bara vel,“ sagði Guðjón Ingi en fór svo að finna að eitthvað væri ekki eins og það ætti að vera: „Svo fer ég af stað í hring fjögur og púlsinn rýkur hærra en ég hélt að hann gæti farið. Það gerði að verkum að ég eiginlega labbaði þann hring frekar mikið og náði púlsinum bara eiginlega ekki niður. Ég hringdi þá í góðan aðila til að ráðfæra mig við, á leiðinni í hringnum, og hann sagði mér að fara varlega og ef að púlsinn færi aftur upp þá yrði ég hreinlega að pakka saman. Ég fór bara rólega hringi eftir það og náði að halda púlsinum bara góðum,“ sagði Guðjón Ingi. Hélt sig stundum fyrir aftan En óttaðist hann þá ekki að púlsinn myndi rjúka aftur upp? „Ég beið í rauninni dálítið eftir því. Ég fylgdist mikið með púlsinum til að sjá hvernig staðan væri og hélt honum niðri. Mig langaði að vera meira með þessu krúi sem hljóp saman í restina en hélt mig stundum aðeins fyrir aftan því ég vildi ekki vera að pota eitthvað í púlsinn.“ Lasinn í fimm daga og hélt að hann yrði ekki með Eitthvað var það sem fékk púlsinn til að haldast niðri nógu lengi til að Guðjón Ingi endaði á að setja brautarmet og hlaupa fram á afmælisdag bróður síns heitins. Stórkostlegur árangur og enn magnaðri í ljósi veikinda hans fyrir keppni. „Ég tók þá ákvörðun þremur vikum fyrir hlaup að mig langaði að taka þátt. Tíu dögum fyrir keppni var ég orðinn harðákveðinn og byrjaði að undirbúa mig aðeins, en átta dögum fyrir keppni varð ég svo virkilega lasinn. Ég var lasinn alveg í fimm daga og hélt að það væri útséð með að ég myndi taka þátt. Á föstudeginum var mér farið að líða þokkalega vel og ákvað að pakka niður eins og ég myndi fara mögulega aðeins lengra. Svo held ég að ég hafi bara orðið betri og betri í hlaupinu,“ sagði Guðjón Ingi sem stefndi þó ekki endilega á sigur. Vildi hlaupa fram á afmælisdag bróður síns „Ég ætlaði bara að taka stöðuna eftir þrjá hringi. Vissulega fór ég með það markmið inn í hlaupið, þar sem að bróðir minn heitinn átti afmæli 22. september, sem var aðfaranótt mánudags, að hlaupa 40 hringi til að vera enn með þá. Ég var samt kannski ekki alveg búinn að reikna þetta til enda,“ sagði Guðjón Ingi en hér að neðan má sjá viðtalið við hann í heild sinni.
Bakgarðshlaup Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum