Innlent

Drónar í Dana­veldi og Blóð­bankinn opnar í Kringlunni

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum fjöllum við um hið dularfulla drónaflug sem hefur sett Danmörku á aðra hliðina. 

Óþekktir drónar sáust á flugi við fjóra flugvelli á Jótlandi í nótt, þar á meðal í Álaborg. Við ræðum málið við okkar konu í Kaupmannahöfn, Elínu Margréti. 

Einnig segjum við frá þeim tímamótum að Blóðbankinn hefur flutt starfsemi sína og hér eftir fara þeir sem ætla að gefa úr sér blóð í Kringluna. 

Þá tökum við stöðuna á óveðrinu sem er í vændum á morgun og fylgjumst með umræðu á Alþingi um veðmál barna.

Og í sportpakka dagsins verður fjallað um Bestu deild kvenna en nú er búið að skipta efstu deildinni í tvennt hjá konunum líkt og hjá körlunum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×