Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar 25. september 2025 14:00 Sem heimspekikennari legg ég mikið upp úr rökræðum og heimspekilegum samræðum. Mjög mikilvægt er að hlusta á öll sjónarmið nemenda sem og annarra í samfélaginu. Málfrelsið er eitt af mikilvægustu mannréttindum í lýðræðislegu samfélagi sem við verðum að standa vörð um. En ég er líka sammála Páli Skúlasyni, sem skrifar í Pælingum sínum, að okkur beri alls ekki að virða allar skoðanir. Það sé hægt að hlusta á þær en séu þær hvatning til ofbeldis, sem dæmi, er mikilvægt að þeim sé mótmælt. Að mótmæla skoðunum er ekki þöggun. Skoðanir eru misvel rökstuddar. Nemendur í heimspeki hjá mér vinna rökfærsluritgerð þar sem þau velja sér álitamál sem skiptar skoðanir eru um í samfélaginu og taka afstöðu. Síðan þurfa þau að rökstyðja afstöðu sína. Góður rökstuðningur er alltaf meðvitaður um mótrök. Enda þurfa nemendur að tilgreina í ritgerðinni mótrökin gegn afstöðu sinni og koma svo með enn betri rök gegn mótrökunum til að ítreka afstöðu sína. Ég reyni svo að meta hversu vel þau rökstyðja mál sitt og gef einkunn út frá því. Ég hef gefið mjög háa einkunn fyrir ritgerð sem talar gegn líknardrápi og líka fyrir ritgerð sem talar fyrir líknardrápi því báðar voru vel rökstuddar. Ég gef að sjálfsögðu ekki einkunn eftir því hvort ég er sammála skoðuninni eða ekki. Enda væri það ófaglegt. En eru öll málefni tilefni til skiptra skoðana? Þar vandast málið. Sumt er einfaldlega ekki spurning um skoðun. Í umfjöllun minni um rökfræði og merkingarfræði lærum við að gera greinarmun á staðhæfingum um staðreyndir (e. fact) og staðhæfingum um gildisdóma (e. opinion). Þetta er mjög mikilvægur greinarmunur sem ekki allir virðast klárir á. Sumt er bara einfaldlega rangt. Ef ég héldi því fram að múslímar væru hryðjuverkamenn sem hötuðu konur og segði: „þetta er bara mín skoðun“, er það einfaldlega rangt. Það er ekki hægt að hafa skoðun á öllum múslímum enda eru þeir misjafnir eins og þeir eru margir. Það er röng staðhæfing um staðreynd að segja eitthvað slíkt um alla múslíma. Þetta kallast líka óréttmæt alhæfing sem er í raun rökvilla og er grunnurinn í flestum fordómum. Að sama skapi get ég ekki sagt: „Það er bara mín skoðun að jörðin sé flöt!“ því það er einfaldlega röng staðhæfing um staðreynd. Vísindin hafa sýnt fram á að jörðin sé hnöttótt. Í lýðræðissamfélagi er mikilvægt að taka mark á vísindalegum rannsóknum. Auðvitað eigum við alltaf að lesa vísindalegar rannsóknir með gagnrýnum augum og vera tilbúin að endurskoða hlutina. En sumt er bara búið að sanna vísindalega, eins og að vatn sjóði við 100 gráður. Sömuleiðis eru líffræðin og taugasálfræðin búin að sýna fram á að kyn, kynhneigð og kynupplifun er miklu nær því að vera róf og að alrangt sé að fullyrða að það séu bara til tvö kyn. Samt tönglast fólk á þessu daginn út og inn, meira að segja fólk á launum hjá almenningi, sjálfir alþingismenn! Það eru vissulega bara til tvenns konar kynfæri en lífið er ekki kynfæri. Þessar ranghugmyndir um að kynin séu bara tvö og að trans sé í besta falli ímyndun en klárlega pólitísk hugmyndafræði vinstri vókistanna er líka ranghugmynd. Ósönn staðhæfing um staðreynd. Það þarf ekki að leita lengi í viðurkenndum vísindatímaritum til að sjá rannsóknir um mismunandi heilavirkni trans og sís kynja. Erfðafræðin og nútímalíffræði eru líka löngu búin að sýna fram á að kynin eru alls ekki bara tvö. Þessi ranghugmynd er orðin ein vinsælasta pólitíska hugmyndafræðin sem tiltekinn stjórnmálaflokkur setur fram. Þetta eru ekki bara fordómar heldur rangar staðhæfingar um staðreyndir. Væri það í lagi fyrir mig sem kennara að prédika ranghugmyndir gegn vísindalegum staðreyndum um að jörðin væri flöt? Höfundur er kennari og fulltrúi FF í Siðaráði KÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Sjá meira
Sem heimspekikennari legg ég mikið upp úr rökræðum og heimspekilegum samræðum. Mjög mikilvægt er að hlusta á öll sjónarmið nemenda sem og annarra í samfélaginu. Málfrelsið er eitt af mikilvægustu mannréttindum í lýðræðislegu samfélagi sem við verðum að standa vörð um. En ég er líka sammála Páli Skúlasyni, sem skrifar í Pælingum sínum, að okkur beri alls ekki að virða allar skoðanir. Það sé hægt að hlusta á þær en séu þær hvatning til ofbeldis, sem dæmi, er mikilvægt að þeim sé mótmælt. Að mótmæla skoðunum er ekki þöggun. Skoðanir eru misvel rökstuddar. Nemendur í heimspeki hjá mér vinna rökfærsluritgerð þar sem þau velja sér álitamál sem skiptar skoðanir eru um í samfélaginu og taka afstöðu. Síðan þurfa þau að rökstyðja afstöðu sína. Góður rökstuðningur er alltaf meðvitaður um mótrök. Enda þurfa nemendur að tilgreina í ritgerðinni mótrökin gegn afstöðu sinni og koma svo með enn betri rök gegn mótrökunum til að ítreka afstöðu sína. Ég reyni svo að meta hversu vel þau rökstyðja mál sitt og gef einkunn út frá því. Ég hef gefið mjög háa einkunn fyrir ritgerð sem talar gegn líknardrápi og líka fyrir ritgerð sem talar fyrir líknardrápi því báðar voru vel rökstuddar. Ég gef að sjálfsögðu ekki einkunn eftir því hvort ég er sammála skoðuninni eða ekki. Enda væri það ófaglegt. En eru öll málefni tilefni til skiptra skoðana? Þar vandast málið. Sumt er einfaldlega ekki spurning um skoðun. Í umfjöllun minni um rökfræði og merkingarfræði lærum við að gera greinarmun á staðhæfingum um staðreyndir (e. fact) og staðhæfingum um gildisdóma (e. opinion). Þetta er mjög mikilvægur greinarmunur sem ekki allir virðast klárir á. Sumt er bara einfaldlega rangt. Ef ég héldi því fram að múslímar væru hryðjuverkamenn sem hötuðu konur og segði: „þetta er bara mín skoðun“, er það einfaldlega rangt. Það er ekki hægt að hafa skoðun á öllum múslímum enda eru þeir misjafnir eins og þeir eru margir. Það er röng staðhæfing um staðreynd að segja eitthvað slíkt um alla múslíma. Þetta kallast líka óréttmæt alhæfing sem er í raun rökvilla og er grunnurinn í flestum fordómum. Að sama skapi get ég ekki sagt: „Það er bara mín skoðun að jörðin sé flöt!“ því það er einfaldlega röng staðhæfing um staðreynd. Vísindin hafa sýnt fram á að jörðin sé hnöttótt. Í lýðræðissamfélagi er mikilvægt að taka mark á vísindalegum rannsóknum. Auðvitað eigum við alltaf að lesa vísindalegar rannsóknir með gagnrýnum augum og vera tilbúin að endurskoða hlutina. En sumt er bara búið að sanna vísindalega, eins og að vatn sjóði við 100 gráður. Sömuleiðis eru líffræðin og taugasálfræðin búin að sýna fram á að kyn, kynhneigð og kynupplifun er miklu nær því að vera róf og að alrangt sé að fullyrða að það séu bara til tvö kyn. Samt tönglast fólk á þessu daginn út og inn, meira að segja fólk á launum hjá almenningi, sjálfir alþingismenn! Það eru vissulega bara til tvenns konar kynfæri en lífið er ekki kynfæri. Þessar ranghugmyndir um að kynin séu bara tvö og að trans sé í besta falli ímyndun en klárlega pólitísk hugmyndafræði vinstri vókistanna er líka ranghugmynd. Ósönn staðhæfing um staðreynd. Það þarf ekki að leita lengi í viðurkenndum vísindatímaritum til að sjá rannsóknir um mismunandi heilavirkni trans og sís kynja. Erfðafræðin og nútímalíffræði eru líka löngu búin að sýna fram á að kynin eru alls ekki bara tvö. Þessi ranghugmynd er orðin ein vinsælasta pólitíska hugmyndafræðin sem tiltekinn stjórnmálaflokkur setur fram. Þetta eru ekki bara fordómar heldur rangar staðhæfingar um staðreyndir. Væri það í lagi fyrir mig sem kennara að prédika ranghugmyndir gegn vísindalegum staðreyndum um að jörðin væri flöt? Höfundur er kennari og fulltrúi FF í Siðaráði KÍ.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun