Innlent

Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu

Lovísa Arnardóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa
Jakob Smári segir aðstæður alþjóðlega einnig kalla á að fólk sé klárt.
Jakob Smári segir aðstæður alþjóðlega einnig kalla á að fólk sé klárt. Sýn

Í ljósi stöðunnar í heimsmálum sér Rauði krossinn á Íslandi tilefni til þess að minna á átakið Vertu klár. Þar er fólk hvatt til þess að hafa vistir og búnað til þriggja daga komi til neyðarástands eins og átaka eða alvarlegrar náttúruvár. Berghildur Erla kannaði málið.

Jakob Smári Magnússin, neyðarvarnarfulltrúi Rauða krossins, segir Íslendinga búa á landi þar sem það geti alltaf eitthvað komið upp, og þess vegna hafi Rauði krossinn byrjað með átakið. Núna sé það svo þannig að ástandið í heiminum er breytt og því minna þau á átakið.

„Maður sér það sem er að gerast í Danmörku og Noregi og utanríkisráðherra ætlaði að fara að kalla saman þjóðarörygissráð þegar hún kemur heim frá New York, þannig það er viðbúnaður. Það er verið að undirbúa og hugmyndin með þetta er dálítið að heimilin séu líka klár.“

Í kassanum sem fólk er hvatt til þess að hafa á til dæmis að hafa vatn, skyndihjálparkassa, útvarp, reiðufé fyrir þrjá daga og mat.


Tengdar fréttir

Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand

Rauði krossinn á Íslandi hefur hrint af stað átakinu 3dagar.is til að hvetja landsmenn til að vera undirbúnir ef neyðarástand skapast. Neyðarástand getur skapast af ýmsum ástæðum og oft með stuttum eða engum fyrirvara.

Neyðarkassinn eigi að skapa ró

Rauði krossinn hvetur fólk til að útbúa neyðarkassa með helstu nauðsynjun ef hættuástand á borð við náttúruhamfarir steðjar að. En hvað þarf að vera í kassanum? 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×