Innlent

Byrjað að moka í Hring­veginn en tals­verð vinna fram­undan

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Einn bíl varð að yfirgefa í vatninu. Ökumaðurinn komst undan og er heill á húfi.
Einn bíl varð að yfirgefa í vatninu. Ökumaðurinn komst undan og er heill á húfi. Gunnlaugur Ólafsson

Vinna hófst við Hringveginn við Jökulsá í Lóni sem fór í sundur vegna mikilla vatnavaxta um klukkan sex í morgun. Vegurinn fór í sundur á um fimmtíu metra bili.

Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Höfn, segir að unnið sé að því að laga varnargarða.

„Við erum að reyna að koma þeim þannig að áin renni undir brúna og ekki yfir veginn,“ segir hann en varnargarður fór í sundur á hundrað metra kafla.

Hann segir að verktakar séu byrjaðir að moka í veginn en að talsverð vinna bíði þeirra. Það muni taka 15-20 klukkustundir af vinnu að ljúka viðgerðum.

Verður unnið sleitulaust?

„Það er alveg í dæminu,“ segir Gunnlaugur Rúnar hjá Vegagerðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×