„Það verður boðið fram í nafni VG“ Agnar Már Másson skrifar 27. september 2025 23:24 Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna. Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist ekki ætla að bjóða sig fram í borgarstjórnarkosningum í vor og segir að flokkurinn muni bjóða sig fram undir eigin formerkjum í Reykjavík. „Það verður boðið fram í nafni VG,“ sagði Svandís í hlaðvarpinu Á öðrum bjór, „hvernig sem það síðan verður hvort sem það verður síðan í samstarfi við að aðra, eða óháðir.“ Fram hefur komið í máli Svandísar að hún sé opin fyrir samstarfi við aðra flokka á vinstri væng stjórnmálanna en í því samhengi hefur hún nefnt Kópavog, Árborg og Ísafjörð. Hún viðurkennir í hlaðvarpinu þó að VG, Sósíalistaflokkurinn og Píratar séu afar líkir hvað hugmyndafræði varðar en flókið væri fyrir VG að reyna að para sig saman við Pírata enda skilgreina þeir sig ekki sem vinstri flokk. Svandís, sem var ráðherra í síðustu ríkisstjórn, sat sjálf í borgarstjórn Reykjavíkur árin 2006 til 2009. Þegar Svandís er spurð hvort hún hyggist prófa það aftur svarar hún hiklaust neitandi. „Þessi kafli er bara búinn. Ég hef alveg fjölþætta og mikla reynslu og hef unun af því að miðla henni til fólks en það verður að vera einhver framvinda í pólitík,“ segir hún. „Við þurfum kynslóðaskipti og við þurfum breytingar og við þurfum nýtt fólk og ný andlit.“ Líf Magneudóttir, núverandi oddviti Vinstri grænna í borginni, hefur sagst stefna á framboð fyrir flokkinn í vor. Í hlaðvarpinu ræddi Svandís einnig bága stöðu flokksins, sem féll af þingi í kosningum 2024 auk þess sem hann náði ekki 2,5 prósenta viðmiðinu til þess að fá styrk frá ríkinu sem stjórnmálasamtök. „Nei, nei,“ svaraði Svandís spurð hvort flokkurinn bæri sig enn vel þrátt fyrir að fá ekki lengur framlög frá ríkinu. „Við beryum okkur ekkert sérstaklega vel, það er auðvitað hundleiðinlegt að fá ekki peninga og við finnum rosalega mikið fyrir því.“ Hreyfingin hafi þurft að hagræða mikið. Aðalfundur VG í Reykjavík var einmitt haldinn í dag og ný stjórn kjörin, segir í tilkynningu frá flokknum. Gísli Garðarsson var þar kjörinn formaður VG í Reykjavík. Þá voru kjörin sem stjórnarmenn Steinunn Rögnvaldsdóttir, Illugi Gunnarsson, Silja Snædal Drífudóttir, Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm og Bjarki Hjörleifsson. Á aðalfundi síðasta árs hafði Auður Alfífa Ketilsdóttir verið kjörin í stjórn til tveggja ára. Loks voru kjörin sem varamenn Elín Oddný Sigurðardóttir og Daníel E. Arnarsson. Sveitarstjórnarkosningar 2026 Vinstri græn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira
„Það verður boðið fram í nafni VG,“ sagði Svandís í hlaðvarpinu Á öðrum bjór, „hvernig sem það síðan verður hvort sem það verður síðan í samstarfi við að aðra, eða óháðir.“ Fram hefur komið í máli Svandísar að hún sé opin fyrir samstarfi við aðra flokka á vinstri væng stjórnmálanna en í því samhengi hefur hún nefnt Kópavog, Árborg og Ísafjörð. Hún viðurkennir í hlaðvarpinu þó að VG, Sósíalistaflokkurinn og Píratar séu afar líkir hvað hugmyndafræði varðar en flókið væri fyrir VG að reyna að para sig saman við Pírata enda skilgreina þeir sig ekki sem vinstri flokk. Svandís, sem var ráðherra í síðustu ríkisstjórn, sat sjálf í borgarstjórn Reykjavíkur árin 2006 til 2009. Þegar Svandís er spurð hvort hún hyggist prófa það aftur svarar hún hiklaust neitandi. „Þessi kafli er bara búinn. Ég hef alveg fjölþætta og mikla reynslu og hef unun af því að miðla henni til fólks en það verður að vera einhver framvinda í pólitík,“ segir hún. „Við þurfum kynslóðaskipti og við þurfum breytingar og við þurfum nýtt fólk og ný andlit.“ Líf Magneudóttir, núverandi oddviti Vinstri grænna í borginni, hefur sagst stefna á framboð fyrir flokkinn í vor. Í hlaðvarpinu ræddi Svandís einnig bága stöðu flokksins, sem féll af þingi í kosningum 2024 auk þess sem hann náði ekki 2,5 prósenta viðmiðinu til þess að fá styrk frá ríkinu sem stjórnmálasamtök. „Nei, nei,“ svaraði Svandís spurð hvort flokkurinn bæri sig enn vel þrátt fyrir að fá ekki lengur framlög frá ríkinu. „Við beryum okkur ekkert sérstaklega vel, það er auðvitað hundleiðinlegt að fá ekki peninga og við finnum rosalega mikið fyrir því.“ Hreyfingin hafi þurft að hagræða mikið. Aðalfundur VG í Reykjavík var einmitt haldinn í dag og ný stjórn kjörin, segir í tilkynningu frá flokknum. Gísli Garðarsson var þar kjörinn formaður VG í Reykjavík. Þá voru kjörin sem stjórnarmenn Steinunn Rögnvaldsdóttir, Illugi Gunnarsson, Silja Snædal Drífudóttir, Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm og Bjarki Hjörleifsson. Á aðalfundi síðasta árs hafði Auður Alfífa Ketilsdóttir verið kjörin í stjórn til tveggja ára. Loks voru kjörin sem varamenn Elín Oddný Sigurðardóttir og Daníel E. Arnarsson.
Sveitarstjórnarkosningar 2026 Vinstri græn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira