Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar 28. september 2025 12:00 Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur kynnt áform um nýtt skipulag þar sem stjórnsýsla og þjónusta færast frá ráðuneytinu og skólunum sjálfum til 4–6 svæðisskrifstofa. Fullyrt er að þetta sé „veruleg þjónustuaukning“, að boðleiðir styttist og að faglegur stuðningur verði markvissari. Skólastjórnendur eigi að geta einbeitt sér að faglegri forystu, kennarar að starfsþróun, og nemendur að njóta samræmdra gæða um allt land. Í svar við fyrirspurn á Alþingi 25. september sl. sagði Mennta- og barnamálaráðherra meðal annars: „Við erum að fara af stað með þá stefnu að gera gott skólakerfi mun betra. […] Það er krafa um það þegar nemendur eru á leiðinni í háskóla, hvort sem þau koma frá Húsavík eða úr Kópavogi eða Reykjavík, að gæði námsins sem þau eru að fá og einkunnir séu jafn góðar frá hvorum staðnum sem þau koma. Því miður er það staðreynd í dag að það er ekki.“ Inn í orðræðu ráðherra fléttast neikvæðar forsendur sem ekki eru studdar gögnum: að landsbyggðarskólar standi sig verr, að nemendur þaðan séu síður undirbúnir og að lausnin sé miðstýring að ofan. Þegar talað er fyrir miðlægri stýringu með svæðisskrifstofum sem ráða bæði fjármálum og ráðningum starfsfólks, einsleitum námsbrautum, samræmdu mati og áfangalýsingum með öllu því sem það þýðir, svo sem miðlægu námsefni, samræmdu mati og skerðingu á sjálfstæði kennara, er í raun verið að gera lítið úr starfi okkar og draga úr fjölbreytni og metnaði í íslensku skólakerfi. Þá er jafnframt verið að svipta okkur frelsinu til að þróa, skapa og velja námsefni sem hentar okkar nemendum og okkar samfélagi. Með þessum aðgerðum er í raun verið að kippa undan okkur fótunum. Þetta er ekki þjónustuaukning, þetta er skerðing á faglegu frelsi. Ég hef starfað sem framhaldsskólakennari í 34 ár, þar af síðustu 14 ár í Menntaskólanum á Tröllaskaga. Ég er með meistarapróf, kennsluréttindi og hef alla tíð lagt metnað í störf mín. Ég hef stöðugt sótt mér endurmenntun, verið leiðsagnarkennari, verkefnastjóri í erlendum samstarfsverkefnum, þróað nýtt námsefni, kennt með upplýsingatækni að leiðarljósi og lagt áherslu á menningarlæsi. Ég hef farið með nemendur í námsferðir og kynnt starf okkar í Menntaskólanum á Tröllaskaga, bæði hér heima og erlendis. Líkt og fleiri í mínum skóla hef ég haldið fyrirlestra á fundum og í fagfélögum, bæði á Íslandi og erlendis, deilt reynslu minni og verið í samstarfi við fjölmargar menntastofnanir. Ég hef sótt ráðstefnur og námskeið um menntamál, upplýsingatækni, heimsmarkmið og sjálfbærni í skólastarfi, ásamt því að fagmennska og símenntun eru stór hluti af kennarastarfinu. Við í MTR höfum verið mjög öflug í að sækja okkur menntun, bæði innanlands og erlendis, og erum í virku samstarfi við skóla víða um Evrópu, bæði í gegnum Erasmus+ og Nordplus. Við höfum verið brautryðjendur í að innleiða heimsmarkmiðin í öllu skólastarfi og fyrir það fengum við verðlaunin European Innovative Teaching Award í þetta árið. Skólinn hefur ítrekað verið í þremur efstu sætunum í valinu á Stofnun ársins sem sýnir að starfsfólk upplifir metnað, gæði og virðingu í öllu starfi. Við erum Erasmus+ og UNESCO skóli sem er merki um faglega nálgun, alþjóðleg tengsl og lýðræðislega vinnu. Árið 2020 var skólinn einnig tilnefndur til Íslensku menntaverðlaunanna fyrir framúrskarandi skólastarf. Stærð framhaldsskóla á landsbyggðinni segir ekkert um gæði starfsins. Að vera lítill skóli þýðir hvorki að hann sé illa staddur né að nám og kennsla þar sé síðri en í stærri skólum. Allir framhaldsskólar eiga sína sérstöðu og fjölbreytni er lykill að menntun fyrir alla, þar sem hver og einn nemandi getur fundið sig og fengið nám við hæfi. Við framhaldsskólakennarar úti á landi erum vel menntaðir og faglegir. Við erum sífellt að þróa kennsluna okkar, vinnum náið með samfélaginu, sýnum sveigjanleika og hugum að þörfum hvers nemanda. Þegar ráðherrar og aðrir aðilar í ráðuneytinu tala okkur á landsbyggðinni niður gera þeir ekki aðeins lítið úr okkur heldur sýna um leið að þeir hafa ekki sett sig inn í hvernig skólarnir okkar vinna og hvaða gæði og fagmennska býr þar. Slík nálgun grefur undan fjölbreytni og inngildingu í skólakerfinu. Þegar allir eiga að passa í sama kassa skerðast tækifæri nemenda til að blómstra á eigin forsendum. Það gengur einnig gegn heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, einkum SDG 4 um gæðamenntun fyrir alla, SDG 10 um minni ójöfnuð, SDG 11 um sjálfbær samfélög og SDG 16 um lýðræðislegt skólastarf og traust til fagfólks. Við eigum ekki að láta bjóða okkur það að faglegt frelsi kennara sé skert og skólastarf þrengt og troðið í sama mót. Ég skora á samkennara mína um allt land að láta í sér heyra og Kennarasamband Íslands að styðja okkur og standa vörð um starfstétt okkar. Ida Marguerite Semey framhaldsskólakennari og verkefnastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur kynnt áform um nýtt skipulag þar sem stjórnsýsla og þjónusta færast frá ráðuneytinu og skólunum sjálfum til 4–6 svæðisskrifstofa. Fullyrt er að þetta sé „veruleg þjónustuaukning“, að boðleiðir styttist og að faglegur stuðningur verði markvissari. Skólastjórnendur eigi að geta einbeitt sér að faglegri forystu, kennarar að starfsþróun, og nemendur að njóta samræmdra gæða um allt land. Í svar við fyrirspurn á Alþingi 25. september sl. sagði Mennta- og barnamálaráðherra meðal annars: „Við erum að fara af stað með þá stefnu að gera gott skólakerfi mun betra. […] Það er krafa um það þegar nemendur eru á leiðinni í háskóla, hvort sem þau koma frá Húsavík eða úr Kópavogi eða Reykjavík, að gæði námsins sem þau eru að fá og einkunnir séu jafn góðar frá hvorum staðnum sem þau koma. Því miður er það staðreynd í dag að það er ekki.“ Inn í orðræðu ráðherra fléttast neikvæðar forsendur sem ekki eru studdar gögnum: að landsbyggðarskólar standi sig verr, að nemendur þaðan séu síður undirbúnir og að lausnin sé miðstýring að ofan. Þegar talað er fyrir miðlægri stýringu með svæðisskrifstofum sem ráða bæði fjármálum og ráðningum starfsfólks, einsleitum námsbrautum, samræmdu mati og áfangalýsingum með öllu því sem það þýðir, svo sem miðlægu námsefni, samræmdu mati og skerðingu á sjálfstæði kennara, er í raun verið að gera lítið úr starfi okkar og draga úr fjölbreytni og metnaði í íslensku skólakerfi. Þá er jafnframt verið að svipta okkur frelsinu til að þróa, skapa og velja námsefni sem hentar okkar nemendum og okkar samfélagi. Með þessum aðgerðum er í raun verið að kippa undan okkur fótunum. Þetta er ekki þjónustuaukning, þetta er skerðing á faglegu frelsi. Ég hef starfað sem framhaldsskólakennari í 34 ár, þar af síðustu 14 ár í Menntaskólanum á Tröllaskaga. Ég er með meistarapróf, kennsluréttindi og hef alla tíð lagt metnað í störf mín. Ég hef stöðugt sótt mér endurmenntun, verið leiðsagnarkennari, verkefnastjóri í erlendum samstarfsverkefnum, þróað nýtt námsefni, kennt með upplýsingatækni að leiðarljósi og lagt áherslu á menningarlæsi. Ég hef farið með nemendur í námsferðir og kynnt starf okkar í Menntaskólanum á Tröllaskaga, bæði hér heima og erlendis. Líkt og fleiri í mínum skóla hef ég haldið fyrirlestra á fundum og í fagfélögum, bæði á Íslandi og erlendis, deilt reynslu minni og verið í samstarfi við fjölmargar menntastofnanir. Ég hef sótt ráðstefnur og námskeið um menntamál, upplýsingatækni, heimsmarkmið og sjálfbærni í skólastarfi, ásamt því að fagmennska og símenntun eru stór hluti af kennarastarfinu. Við í MTR höfum verið mjög öflug í að sækja okkur menntun, bæði innanlands og erlendis, og erum í virku samstarfi við skóla víða um Evrópu, bæði í gegnum Erasmus+ og Nordplus. Við höfum verið brautryðjendur í að innleiða heimsmarkmiðin í öllu skólastarfi og fyrir það fengum við verðlaunin European Innovative Teaching Award í þetta árið. Skólinn hefur ítrekað verið í þremur efstu sætunum í valinu á Stofnun ársins sem sýnir að starfsfólk upplifir metnað, gæði og virðingu í öllu starfi. Við erum Erasmus+ og UNESCO skóli sem er merki um faglega nálgun, alþjóðleg tengsl og lýðræðislega vinnu. Árið 2020 var skólinn einnig tilnefndur til Íslensku menntaverðlaunanna fyrir framúrskarandi skólastarf. Stærð framhaldsskóla á landsbyggðinni segir ekkert um gæði starfsins. Að vera lítill skóli þýðir hvorki að hann sé illa staddur né að nám og kennsla þar sé síðri en í stærri skólum. Allir framhaldsskólar eiga sína sérstöðu og fjölbreytni er lykill að menntun fyrir alla, þar sem hver og einn nemandi getur fundið sig og fengið nám við hæfi. Við framhaldsskólakennarar úti á landi erum vel menntaðir og faglegir. Við erum sífellt að þróa kennsluna okkar, vinnum náið með samfélaginu, sýnum sveigjanleika og hugum að þörfum hvers nemanda. Þegar ráðherrar og aðrir aðilar í ráðuneytinu tala okkur á landsbyggðinni niður gera þeir ekki aðeins lítið úr okkur heldur sýna um leið að þeir hafa ekki sett sig inn í hvernig skólarnir okkar vinna og hvaða gæði og fagmennska býr þar. Slík nálgun grefur undan fjölbreytni og inngildingu í skólakerfinu. Þegar allir eiga að passa í sama kassa skerðast tækifæri nemenda til að blómstra á eigin forsendum. Það gengur einnig gegn heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, einkum SDG 4 um gæðamenntun fyrir alla, SDG 10 um minni ójöfnuð, SDG 11 um sjálfbær samfélög og SDG 16 um lýðræðislegt skólastarf og traust til fagfólks. Við eigum ekki að láta bjóða okkur það að faglegt frelsi kennara sé skert og skólastarf þrengt og troðið í sama mót. Ég skora á samkennara mína um allt land að láta í sér heyra og Kennarasamband Íslands að styðja okkur og standa vörð um starfstétt okkar. Ida Marguerite Semey framhaldsskólakennari og verkefnastjóri.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun