„Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. september 2025 22:03 Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, var niðurlútur í leikslok. Vísir/Diego Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, var eðlilega svekktur í leikslok eftir 2-0 tap liðsins gegn Fram í kvöld. Tapið þýðir að titilvonir Vals eru svo gott sem úr sögunni og liðið er nú án sigurs í síðustu fjórum deildarleikjum. Þar af hefur liðið tapað þremur og gert eitt jafntefli. „Þetta var þungt tap og í rauninni það eina sem hægt er að gera er að óska Fram til hamingju með sigurinn.“ Hann viðurkennir að Fram hafi átt sigurinn skilinn. „Já, ég held það. Heilt yfir í baráttunni sem við erum í þá þarftu að hafa þetta svona extra. Extra hungur, extra vilja, extra baráttu. Það er ekki hægt að segja að við höfum ekki verið að reyna, en ekki með þessu hugarfari sem þú þarft að hafa í þessari baráttu sem þarf í úrslitakeppninni og til að sækja titilinn, því miður.“ „Ég hafði trú á því að við myndum taka næsta skref eftir leikinn á móti Breiðablik. Við héldum þar áfram þrátt fyrir að lenda undir og litum meira út eins og liðið sem við vorum í sumar, en það var því miður ekki til staðar í dag.“ Eins og fram hefur komið var þetta fjórði leikurinn í röð án sigurs hjá Val og þá hefur liðið einnig tapað fjórum af síðustu sex leikjum sínum. Valsmenn eru án margra stórra pósta sem léku með liðinu í sumar, hvort sem það er vegna meiðsla, eða vegna þess að þeir hafa einfaldlega haldið á önnur mið. Túfa segir það vera of stórann bita fyrir liðið að kyngja. „Já, þetta er alltaf mikið áfall. Alveg sama fyrir hvaða hóp. Að missa svona mikilvæga og stóra leikmenn undanfarnar vikur. Þetta hefur áhrif að missa svona gæðaleikmenn út, leikmenn sem voru kannski okkar bestu leikmenn í sumar. En ég hefði samt viljað sjá meiri baráttu hjá mönnum, sem hafði einkennt liðið í sumar. Það vantar þetta extra. Þennan extra meter, þetta extra hlaup inn í teiginn til að mæta fyrirgjöfum, þetta extra hungur sem þarf til að vinna leikinn.“ „Ég hef alltaf haft trú á því sem við erum að gera og síðasti leikur gaf mér enn meiri von um að þetta væri að smella saman aftur, en þetta náðist ekki í dag. Þetta skrifast fyrst og fremst á mig. Ég stend alltaf fyrir framan liðið þegar töpin koma og það verður alltaf þannig. Ég er bara þannig gerður. Við verðum að skoða af hverju okkur vantar þetta extra. Ef þú kemur með það og tapar samt þá verðurðu bara að rétta upp hönd og taka því og verður kannski ekki jafn svekktur og ég er núna.“ Þá viðurkennir Túfa einnig að draumurinn um Íslandsmeistaratitilinn sé svo gott sem farinn. „Það er erfitt fyrir mig núna að hugsa um titilinn. Það er ennþá eitthvað af leikjum eftir, en til að vera með í einhverri baráttu, hvort sem það er um titilinn eða þriðja sæti, þá þurfum við að sýna betri frammistöðu,“ sagði Túda að lokum. Besta deild karla Valur Fram Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Sjá meira
Tapið þýðir að titilvonir Vals eru svo gott sem úr sögunni og liðið er nú án sigurs í síðustu fjórum deildarleikjum. Þar af hefur liðið tapað þremur og gert eitt jafntefli. „Þetta var þungt tap og í rauninni það eina sem hægt er að gera er að óska Fram til hamingju með sigurinn.“ Hann viðurkennir að Fram hafi átt sigurinn skilinn. „Já, ég held það. Heilt yfir í baráttunni sem við erum í þá þarftu að hafa þetta svona extra. Extra hungur, extra vilja, extra baráttu. Það er ekki hægt að segja að við höfum ekki verið að reyna, en ekki með þessu hugarfari sem þú þarft að hafa í þessari baráttu sem þarf í úrslitakeppninni og til að sækja titilinn, því miður.“ „Ég hafði trú á því að við myndum taka næsta skref eftir leikinn á móti Breiðablik. Við héldum þar áfram þrátt fyrir að lenda undir og litum meira út eins og liðið sem við vorum í sumar, en það var því miður ekki til staðar í dag.“ Eins og fram hefur komið var þetta fjórði leikurinn í röð án sigurs hjá Val og þá hefur liðið einnig tapað fjórum af síðustu sex leikjum sínum. Valsmenn eru án margra stórra pósta sem léku með liðinu í sumar, hvort sem það er vegna meiðsla, eða vegna þess að þeir hafa einfaldlega haldið á önnur mið. Túfa segir það vera of stórann bita fyrir liðið að kyngja. „Já, þetta er alltaf mikið áfall. Alveg sama fyrir hvaða hóp. Að missa svona mikilvæga og stóra leikmenn undanfarnar vikur. Þetta hefur áhrif að missa svona gæðaleikmenn út, leikmenn sem voru kannski okkar bestu leikmenn í sumar. En ég hefði samt viljað sjá meiri baráttu hjá mönnum, sem hafði einkennt liðið í sumar. Það vantar þetta extra. Þennan extra meter, þetta extra hlaup inn í teiginn til að mæta fyrirgjöfum, þetta extra hungur sem þarf til að vinna leikinn.“ „Ég hef alltaf haft trú á því sem við erum að gera og síðasti leikur gaf mér enn meiri von um að þetta væri að smella saman aftur, en þetta náðist ekki í dag. Þetta skrifast fyrst og fremst á mig. Ég stend alltaf fyrir framan liðið þegar töpin koma og það verður alltaf þannig. Ég er bara þannig gerður. Við verðum að skoða af hverju okkur vantar þetta extra. Ef þú kemur með það og tapar samt þá verðurðu bara að rétta upp hönd og taka því og verður kannski ekki jafn svekktur og ég er núna.“ Þá viðurkennir Túfa einnig að draumurinn um Íslandsmeistaratitilinn sé svo gott sem farinn. „Það er erfitt fyrir mig núna að hugsa um titilinn. Það er ennþá eitthvað af leikjum eftir, en til að vera með í einhverri baráttu, hvort sem það er um titilinn eða þriðja sæti, þá þurfum við að sýna betri frammistöðu,“ sagði Túda að lokum.
Besta deild karla Valur Fram Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Sjá meira