Hefur enga trú lengur á Amorim Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2025 09:31 Það gengur hvorki né rekur hjá Ruben Amorim og kallað er eftir brottrekstri hans, innan við ári eftir að hann tók við Manchester United. Getty/Justin Setterfield Wayne Rooney talaði hreint út um það hvað honum þætti allt vera í miklum apaskít hjá Manchester United, eftir 3-1 tapið gegn Brentford á laugardag, og kvaðst vonast til þess að það hefði ekki áhrif á syni hans tvo sem eru í akademíu enska knattspyrnufélagsins. Rooney lét móðan mása um stöðuna hjá United í hlaðvarpsþætti sínum hjá BBC og sagði allt vera að molna niður hjá sínu gamla félagi. Hann væri nú farinn að búast við tapi þegar hann mætti á leiki. Hann sagði suma leikmenn liðsins ekki verðskulda að klæðast United-treyjunni og að liðið þyrfti nýja vél. „Ég sé ekki neitt sem gefur mér einhverja trú. Það þurfa að verða stórar breytingar að mínu mati,“ sagði Rooney sem varð fimm sinnum Englandsmeistari á 13 árum með United. „Stjórar, leikmenn, hvað sem er. Breytingar til þess að við fáum aftur Manchester United,“ sagði Rooney. United hefur aðeins fengið 34 stig úr 33 deildarleikjum undir stjórn Rúben Amorim og hann hefur aldrei náð tveimur sigurleikjum í röð. Liðið er nú í 14. sæti úrvalsdeildarinnar og því á sömu slóðum og á síðasta tímabili en samt virðast eigendurnir ekki ætla að skipta Portúgalanum út. Hann tók við liðinu í nóvember í fyrra. „Það þurfa að koma skýr skilaboð frá eigendunum. Hvort sem það er Glazer-fjölskyldan eða Sir Jim Ratcliffe, þá þarf skilaboð um hvert félagið stefnir. Núna sitjum við öll og bíðum bara eftir að allt hrynji. Kúltúrinn í félaginu er farinn. Ég sé það dags daglega. Ég sé starfsfólk missa vinnuna og fólk hætta í starfi. Ég er með tvo stráka í félaginu og ég vona að þetta hafi ekki áhrif á það sem þeir eru að gera. Það sem ég er að sjá hérna er ekki Manchester United,“ sagði Rooney. „Ég veit bara ekki hvað gengur á. Ég hef sjálfur reynt fyrir mér í þjálfun og það gekk ekkert of vel. Ég skil þetta. Ruben Amorim er á mínum aldri, hann er enn ungur stjóri og ég er viss um að hann á bjarta framtíð, en það sem er í gangi hjá Man Utd er ekki Man Utd. Ég vona auðvitað að hann geti snúið þessu við. En ef ég ætti að svara því hvort ég hafi trú á að honum takist það, eftir allt sem ég hef sé, þá hef ég ekki trú á því,“ sagði Rooney. Enski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Sjá meira
Rooney lét móðan mása um stöðuna hjá United í hlaðvarpsþætti sínum hjá BBC og sagði allt vera að molna niður hjá sínu gamla félagi. Hann væri nú farinn að búast við tapi þegar hann mætti á leiki. Hann sagði suma leikmenn liðsins ekki verðskulda að klæðast United-treyjunni og að liðið þyrfti nýja vél. „Ég sé ekki neitt sem gefur mér einhverja trú. Það þurfa að verða stórar breytingar að mínu mati,“ sagði Rooney sem varð fimm sinnum Englandsmeistari á 13 árum með United. „Stjórar, leikmenn, hvað sem er. Breytingar til þess að við fáum aftur Manchester United,“ sagði Rooney. United hefur aðeins fengið 34 stig úr 33 deildarleikjum undir stjórn Rúben Amorim og hann hefur aldrei náð tveimur sigurleikjum í röð. Liðið er nú í 14. sæti úrvalsdeildarinnar og því á sömu slóðum og á síðasta tímabili en samt virðast eigendurnir ekki ætla að skipta Portúgalanum út. Hann tók við liðinu í nóvember í fyrra. „Það þurfa að koma skýr skilaboð frá eigendunum. Hvort sem það er Glazer-fjölskyldan eða Sir Jim Ratcliffe, þá þarf skilaboð um hvert félagið stefnir. Núna sitjum við öll og bíðum bara eftir að allt hrynji. Kúltúrinn í félaginu er farinn. Ég sé það dags daglega. Ég sé starfsfólk missa vinnuna og fólk hætta í starfi. Ég er með tvo stráka í félaginu og ég vona að þetta hafi ekki áhrif á það sem þeir eru að gera. Það sem ég er að sjá hérna er ekki Manchester United,“ sagði Rooney. „Ég veit bara ekki hvað gengur á. Ég hef sjálfur reynt fyrir mér í þjálfun og það gekk ekkert of vel. Ég skil þetta. Ruben Amorim er á mínum aldri, hann er enn ungur stjóri og ég er viss um að hann á bjarta framtíð, en það sem er í gangi hjá Man Utd er ekki Man Utd. Ég vona auðvitað að hann geti snúið þessu við. En ef ég ætti að svara því hvort ég hafi trú á að honum takist það, eftir allt sem ég hef sé, þá hef ég ekki trú á því,“ sagði Rooney.
Enski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Sjá meira