Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 30. september 2025 07:00 Framhaldsskólakerfið okkar stendur frammi fyrir nýjum áskorunum vegna örra samfélagsbreytinga. Við stöndum til að mynda frammi fyrir mun fjölbreyttari nemendahópi en áður sem kallar á aukna þörf fyrir náms- og félagslegan stuðning innan skólanna. Þá vitum við að inntak og samsetning náms geta verið ólík á milli skóla sem m.a. endurspeglast í ólíkum undirbúningi sem getur haft áhrif á tækifæri nemenda við upphaf háskólanáms. Skólameistarar hafa einnig sjálfir bent á að of oft þurfa þeir að sinna mikilli rekstrartengdri umsýslu á kostnað faglegrar stjórnunar. Þessu þurfum við að mæta, ekki með því að sameina skóla eða fækka störfum, heldur með því að efla stuðning og bæta þjónustu. Um þetta snýst þetta allt saman. Styttum sporin, minnkum skrifræðið Það er þess vegna sem við höfum nú kynnt hugmyndir um svæðisskrifstofur sem verða bakhjarl allra framhaldsskóla. Þær eru hugsaðar sem stoðkerfi sem styður við skólastjórnendur, kennara, starfsfólk skóla og nemendur. Markmiðið er einmitt að létta á ýmis konar umsýslu innan skólanna, stytta boðleiðir og tryggja jafnt aðgengi nemenda að sérfræðiþjónustu, óháð búsetu. Það er mikilvægt að árétta: Áfram halda kennarar að kenna og náms- og starfsráðgjafar halda áfram að sinna nemendunum út í skólunum. Áfram verður stuðst við mannauðinn sem er í skólunum enda þurfum við á honum að halda og gott betur. Þegar talað er um samræmingu í þessu samhengi þá erum við ekki að tala um að samræma allt nám og gera það eins. Við erum að tala um hugmyndir að samræma inntak helstu kjarnagreina. Það hefur sýnt sig að það getur komið niður á nemendum síðar meir ef greinarnar eru of ólíkar. Allir framhaldsskólar munu því halda nafni sínu, sérstöðu og sínum eigin skólastjórnanda. Framhaldsskólarnir verða áfram jafnólíkir og þeir eru margir. Fjölbreytileiki í menntakerfinu skiptir nefnilega máli því fjölbreyttur nemendahópur kallar á fjölbreytta framhaldsskóla og það vil ég styrkja. Aukin þjónusta er markmiðið Ég, sem menntamálaráðherra geri mér grein fyrir mikilvægi fjölbreytileika. Minn bakgrunnur, bæði í námi og lífi, er ólíkur fyrrum menntamálaráðherrum, sem mér finnst vera kostur. En áfram með hugmyndina. Stjórnendur framhaldsskóla vita best hver þörf skólanna er og því er mikilvægt að þeir beri ábyrgð á sínum mannauði og hafi umsjón með rekstri skóla. En hugmyndin er að svæðisskrifstofurnar geti aðstoðað skólana í þeim málum ef á þarf að halda. Og að mati ráðuneytisins er þörfin brýn. Málin geta verið tímafrek og flókin og það getur verið gott að geta leitað til svæðisskrifstofu sinnar. Alveg eins og grunnskólarnir geta núna leitað til sinna skólamiðstöðva og sveitarfélaga. Ekki ber mikið á því núna að stjórnendur grunnskóla séu ekki sjálfstæðir í sínum störfum. Áfram verður því daglegur rekstur framhaldsskólanna í umsjón skólastjórnenda í hverjum skóla. Menntun og velferð nemendanna í fyrirrúmi Þá eru einnig hugmyndir að þetta opni enn frekar á möguleika kennara að starfa á milli skóla ef þeir þess óska. Möguleikar nemenda á að taka áfanga milli skóla geta jafnframt hugsanlega aukist. En mikilvægt er að hafa í huga að nemendur munu áfram geta sótt náms- og starfsráðgjöf og aðra þjónustu í sínum skóla. Við erum ekki að fara fækka náms- og starfsráðgjöfum í skólunum eða að lengja sporin eftir þjónustu. Með svæðisbundinni þjónustu getum við hins vegar boðið upp á fjölbreyttari sérfræðiþjónustu, aukið svigrúm kennara til starfsþróunar og veitt nemendum betri náms- og félagslegan stuðning. Þannig gerum við góða skóla enn betri og styrkjum sérstaklega minni skóla á landsbyggðinni sem oft hafa ekki bolmagn til að halda úti allri nauðsynlegri þjónustu sjálfir. Þetta mun kosta töluverða fjármuni. Þetta eru nefnilega ekki hagræðingaraðgerðir heldur fjárfesting í gæðum, sveigjanleika og mannauði og sú fjárfesting mun skila sér inn í skólana. Sókn í stað aðgerðarleysis Hér hafa verið ríkisstjórnir sem hafa lítið sem ekkert viljað gera fyrir þetta skólastig. Hér hafa einnig verið ríkisstjórnir sem hafa reynt að sameina framhaldsskólana. Nú starfar hins vegar ríkisstjórn sem vill ekki sameiningar heldur vill styrkja skólana. Við viljum í staðinn hlúa að framhaldsskólunum okkar, leyfa þeim að blómstra á eigin forsendum og ráðast í sókn. Í þessu sambandi vil ég sérstaklega minnast á eflingu iðn- og verknáms með viðbyggingum við fimm verknámsskóla víðs vegar um landið. Ég sé þetta því sem tækifæri til að byggja upp sterkara, sveigjanlegra og réttlátara framhaldsskólakerfi þar sem allir nemendur fá bestu mögulegu menntun og stuðning óháð því hvar þeir búa. Um þetta er ég að vonast til að samtalið við skólasamfélagið, sem nú er rétt að hefjast, geti snúist um. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Framhaldsskólakerfið okkar stendur frammi fyrir nýjum áskorunum vegna örra samfélagsbreytinga. Við stöndum til að mynda frammi fyrir mun fjölbreyttari nemendahópi en áður sem kallar á aukna þörf fyrir náms- og félagslegan stuðning innan skólanna. Þá vitum við að inntak og samsetning náms geta verið ólík á milli skóla sem m.a. endurspeglast í ólíkum undirbúningi sem getur haft áhrif á tækifæri nemenda við upphaf háskólanáms. Skólameistarar hafa einnig sjálfir bent á að of oft þurfa þeir að sinna mikilli rekstrartengdri umsýslu á kostnað faglegrar stjórnunar. Þessu þurfum við að mæta, ekki með því að sameina skóla eða fækka störfum, heldur með því að efla stuðning og bæta þjónustu. Um þetta snýst þetta allt saman. Styttum sporin, minnkum skrifræðið Það er þess vegna sem við höfum nú kynnt hugmyndir um svæðisskrifstofur sem verða bakhjarl allra framhaldsskóla. Þær eru hugsaðar sem stoðkerfi sem styður við skólastjórnendur, kennara, starfsfólk skóla og nemendur. Markmiðið er einmitt að létta á ýmis konar umsýslu innan skólanna, stytta boðleiðir og tryggja jafnt aðgengi nemenda að sérfræðiþjónustu, óháð búsetu. Það er mikilvægt að árétta: Áfram halda kennarar að kenna og náms- og starfsráðgjafar halda áfram að sinna nemendunum út í skólunum. Áfram verður stuðst við mannauðinn sem er í skólunum enda þurfum við á honum að halda og gott betur. Þegar talað er um samræmingu í þessu samhengi þá erum við ekki að tala um að samræma allt nám og gera það eins. Við erum að tala um hugmyndir að samræma inntak helstu kjarnagreina. Það hefur sýnt sig að það getur komið niður á nemendum síðar meir ef greinarnar eru of ólíkar. Allir framhaldsskólar munu því halda nafni sínu, sérstöðu og sínum eigin skólastjórnanda. Framhaldsskólarnir verða áfram jafnólíkir og þeir eru margir. Fjölbreytileiki í menntakerfinu skiptir nefnilega máli því fjölbreyttur nemendahópur kallar á fjölbreytta framhaldsskóla og það vil ég styrkja. Aukin þjónusta er markmiðið Ég, sem menntamálaráðherra geri mér grein fyrir mikilvægi fjölbreytileika. Minn bakgrunnur, bæði í námi og lífi, er ólíkur fyrrum menntamálaráðherrum, sem mér finnst vera kostur. En áfram með hugmyndina. Stjórnendur framhaldsskóla vita best hver þörf skólanna er og því er mikilvægt að þeir beri ábyrgð á sínum mannauði og hafi umsjón með rekstri skóla. En hugmyndin er að svæðisskrifstofurnar geti aðstoðað skólana í þeim málum ef á þarf að halda. Og að mati ráðuneytisins er þörfin brýn. Málin geta verið tímafrek og flókin og það getur verið gott að geta leitað til svæðisskrifstofu sinnar. Alveg eins og grunnskólarnir geta núna leitað til sinna skólamiðstöðva og sveitarfélaga. Ekki ber mikið á því núna að stjórnendur grunnskóla séu ekki sjálfstæðir í sínum störfum. Áfram verður því daglegur rekstur framhaldsskólanna í umsjón skólastjórnenda í hverjum skóla. Menntun og velferð nemendanna í fyrirrúmi Þá eru einnig hugmyndir að þetta opni enn frekar á möguleika kennara að starfa á milli skóla ef þeir þess óska. Möguleikar nemenda á að taka áfanga milli skóla geta jafnframt hugsanlega aukist. En mikilvægt er að hafa í huga að nemendur munu áfram geta sótt náms- og starfsráðgjöf og aðra þjónustu í sínum skóla. Við erum ekki að fara fækka náms- og starfsráðgjöfum í skólunum eða að lengja sporin eftir þjónustu. Með svæðisbundinni þjónustu getum við hins vegar boðið upp á fjölbreyttari sérfræðiþjónustu, aukið svigrúm kennara til starfsþróunar og veitt nemendum betri náms- og félagslegan stuðning. Þannig gerum við góða skóla enn betri og styrkjum sérstaklega minni skóla á landsbyggðinni sem oft hafa ekki bolmagn til að halda úti allri nauðsynlegri þjónustu sjálfir. Þetta mun kosta töluverða fjármuni. Þetta eru nefnilega ekki hagræðingaraðgerðir heldur fjárfesting í gæðum, sveigjanleika og mannauði og sú fjárfesting mun skila sér inn í skólana. Sókn í stað aðgerðarleysis Hér hafa verið ríkisstjórnir sem hafa lítið sem ekkert viljað gera fyrir þetta skólastig. Hér hafa einnig verið ríkisstjórnir sem hafa reynt að sameina framhaldsskólana. Nú starfar hins vegar ríkisstjórn sem vill ekki sameiningar heldur vill styrkja skólana. Við viljum í staðinn hlúa að framhaldsskólunum okkar, leyfa þeim að blómstra á eigin forsendum og ráðast í sókn. Í þessu sambandi vil ég sérstaklega minnast á eflingu iðn- og verknáms með viðbyggingum við fimm verknámsskóla víðs vegar um landið. Ég sé þetta því sem tækifæri til að byggja upp sterkara, sveigjanlegra og réttlátara framhaldsskólakerfi þar sem allir nemendur fá bestu mögulegu menntun og stuðning óháð því hvar þeir búa. Um þetta er ég að vonast til að samtalið við skólasamfélagið, sem nú er rétt að hefjast, geti snúist um. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun