Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Kjartan Kjartansson skrifar 30. september 2025 09:42 Pólskir slökkviliðsmenn tryggja brak úr dróna sem var skotinn niður í Czosnowka 10. september. Síðan þá hafa borist fréttir af drónum og rússneskum herþotum í lofthelgi Evrópuríkja, þar á meðal Noregs og Danmerkur. AP/Piotr Pyrkosz Ríflega sjö af hverjum tíu svarendum í skoðanakönnun Gallup segjast nú telja líklegt að hernaður Rússa í Úkraínu leiði til átaka í fleiri löndum. Hlutfallið hefur aukist en nýlega hefur lofthelgi nokkurra evrópskra ríkja verið rofin af rússneskum loftförum. Fyrst eftir að Rússar réðust af fullu afli inn í Úkraínu í febrúar árið 2020 töldu sex af hverjum tíu svarendum í könnun Gallup að átökin ættu eftir að breiðast út. Hlutfallið lækkaði þó fljótt niður í rúmlega helming. Í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup sem var tekinn dagana 11. til 28. september telja 72 prósent svarenda að líklegt sé að átökin breiðist út en aðeins rúmlega einn af hverjum tíu telur það ólíklegt. Könnunartímabilið hófst daginn eftir að rússneskir drónar voru skotnir niður yfir Póllandi og á því bárust frekari fréttir af rússneskum herþotum yfir Eistlandi og óþekktum drónum í lofthelgi Noregs og Danmerkur. Þrátt fyrir allt höfðu svarendur ekki miklar áhyggjur af því að innrás Rússa í Úkraínu hefði mikil áhrif á þeirra eigið líf. Ríflega fjórir af hverjum tíu sögðust telja innrásina munu hafa mikil áhrif en rúmlega fjórðungur lítil eða engin. Hlutfallið er lítið breytt frá fyrri könnunum Gallup. Rösklega helmingur sagðist finna fyrir óöryggi eða ótta vegna ástandsins og atburða sem tengdust innrásinni en tæplega fjórðungur ekki. Hlutfallið var svipað fyrst eftir að innrásin hófst fyrir þremur og hálfu ári. Kjósendur Miðflokksins skera sig nokkuð úr í afstöðu sinni til átakanna. Hlutfall þeirra sem telur ólíklegt að átökin breiðist út var langhæst á meðal þeirra af kjósendum flokkanna á Alþingi, um fjörutíu prósent. Innan við helmingur þeirra telur líklegt að átökin breiðist frekar út. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Skoðanakannanir Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Fyrst eftir að Rússar réðust af fullu afli inn í Úkraínu í febrúar árið 2020 töldu sex af hverjum tíu svarendum í könnun Gallup að átökin ættu eftir að breiðast út. Hlutfallið lækkaði þó fljótt niður í rúmlega helming. Í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup sem var tekinn dagana 11. til 28. september telja 72 prósent svarenda að líklegt sé að átökin breiðist út en aðeins rúmlega einn af hverjum tíu telur það ólíklegt. Könnunartímabilið hófst daginn eftir að rússneskir drónar voru skotnir niður yfir Póllandi og á því bárust frekari fréttir af rússneskum herþotum yfir Eistlandi og óþekktum drónum í lofthelgi Noregs og Danmerkur. Þrátt fyrir allt höfðu svarendur ekki miklar áhyggjur af því að innrás Rússa í Úkraínu hefði mikil áhrif á þeirra eigið líf. Ríflega fjórir af hverjum tíu sögðust telja innrásina munu hafa mikil áhrif en rúmlega fjórðungur lítil eða engin. Hlutfallið er lítið breytt frá fyrri könnunum Gallup. Rösklega helmingur sagðist finna fyrir óöryggi eða ótta vegna ástandsins og atburða sem tengdust innrásinni en tæplega fjórðungur ekki. Hlutfallið var svipað fyrst eftir að innrásin hófst fyrir þremur og hálfu ári. Kjósendur Miðflokksins skera sig nokkuð úr í afstöðu sinni til átakanna. Hlutfall þeirra sem telur ólíklegt að átökin breiðist út var langhæst á meðal þeirra af kjósendum flokkanna á Alþingi, um fjörutíu prósent. Innan við helmingur þeirra telur líklegt að átökin breiðist frekar út.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Skoðanakannanir Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira