Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. september 2025 14:53 Sissal var fulltrúi Dana í keppninni í Basel í maí. Getty/Harold Cunningham Danir munu ekki greiða atkvæði með því að Ísrael verði vikið úr Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision. Aðilar Samtaka evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) greiða atkvæði um þátttöku Ísraels á fundi í nóvember. Mikill styr hefur verið um þátttöku Ísraels í keppninni en tugir þúsunda Palestínumanna hafa verið drepnir eftir hryðjuverkaárás Hamas-samtakanna í október 2023. Ísrael hafnaði í öðru sæti keppninnar í fyrra og munaði litlu að þjóðin stæði uppi sem sigurvegari. Gustav Lützhøft, aðalritstjóri hjá DR Kultur, Debat og Musik, segir í yfirlýsingu að DR muni ekki greiða atkvæði gegn því að nokkurt aðildarríki EBU verði útilokað frá keppni svo lengi sem það fylgi reglum og samþykktum. DR styðji Eurovision sem evrópskan menningarviðburð sem hafi frá árinu 1956 sameinað þjóðir í gegnum tónlist. Sænska ríkisútvarpið sagði í yfirlýsingu á dögunum að þátttaka Svía yrði ákvörðuð út frá breiðum stuðningi við keppnina, öryggi þátttakenda og áhorfenda og að keppnin væri ekki pólitísk. Ekki var gefið skýrt svar með tilliti til þátttöku Ísraels. Keppnin fer fram í Austurríki sem hefur hvatt ríki til að draga sig ekki úr keppni. Hollendingar, Spánverjar, Írar og Slóvenar hafa gefið út að þau muni ekki taka þátt verði Ísraelar með. RÚV hefur einnig sett fyrirvara á þátttöku Íslands og sagt hana ólíklega verði Ísrael með. EBU boðaði á dögunum til aukaþings í nóvember þar sem greidd verða atkvæði um þátttöku Ísraels. Stefnt er að því að þingið fari fram fyrri hluta nóvember. Eina málið á dagskrá á hinu boðaða aukaþingi er atkvæðagreiðslan. Í tilkynningu frá forseta EBU vegna þingsins sagði að fordæmalaus skoðanaskipti hefðu átt sér stað innan samtakanna um þátttöku Ísraels í Eurovision. Því þyrfti að finna lausn á deilunni á lýðræðislegan hátt. Hingað til hefði aðild að EBU tryggt þjóðum rétt til að taka þátt í keppninni. Væri Ísrael meinuð þátttaka yrði sett sögulegt fordæmi sem gæti haft áhrif á það hvernig unnið yrði úr sambærilegum málum í framtíðinni. Danmörk Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Eurovision Eurovision 2026 Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Mikill styr hefur verið um þátttöku Ísraels í keppninni en tugir þúsunda Palestínumanna hafa verið drepnir eftir hryðjuverkaárás Hamas-samtakanna í október 2023. Ísrael hafnaði í öðru sæti keppninnar í fyrra og munaði litlu að þjóðin stæði uppi sem sigurvegari. Gustav Lützhøft, aðalritstjóri hjá DR Kultur, Debat og Musik, segir í yfirlýsingu að DR muni ekki greiða atkvæði gegn því að nokkurt aðildarríki EBU verði útilokað frá keppni svo lengi sem það fylgi reglum og samþykktum. DR styðji Eurovision sem evrópskan menningarviðburð sem hafi frá árinu 1956 sameinað þjóðir í gegnum tónlist. Sænska ríkisútvarpið sagði í yfirlýsingu á dögunum að þátttaka Svía yrði ákvörðuð út frá breiðum stuðningi við keppnina, öryggi þátttakenda og áhorfenda og að keppnin væri ekki pólitísk. Ekki var gefið skýrt svar með tilliti til þátttöku Ísraels. Keppnin fer fram í Austurríki sem hefur hvatt ríki til að draga sig ekki úr keppni. Hollendingar, Spánverjar, Írar og Slóvenar hafa gefið út að þau muni ekki taka þátt verði Ísraelar með. RÚV hefur einnig sett fyrirvara á þátttöku Íslands og sagt hana ólíklega verði Ísrael með. EBU boðaði á dögunum til aukaþings í nóvember þar sem greidd verða atkvæði um þátttöku Ísraels. Stefnt er að því að þingið fari fram fyrri hluta nóvember. Eina málið á dagskrá á hinu boðaða aukaþingi er atkvæðagreiðslan. Í tilkynningu frá forseta EBU vegna þingsins sagði að fordæmalaus skoðanaskipti hefðu átt sér stað innan samtakanna um þátttöku Ísraels í Eurovision. Því þyrfti að finna lausn á deilunni á lýðræðislegan hátt. Hingað til hefði aðild að EBU tryggt þjóðum rétt til að taka þátt í keppninni. Væri Ísrael meinuð þátttaka yrði sett sögulegt fordæmi sem gæti haft áhrif á það hvernig unnið yrði úr sambærilegum málum í framtíðinni.
Danmörk Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Eurovision Eurovision 2026 Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira