Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Smári Jökull Jónsson skrifar 30. september 2025 23:01 Hvert aðildarríki átti þrjá fulltrúa á ráðstefnunni. Valgerður Gíslason Flugvél sem hryðjuverkamenn tóku yfir og lentu á Keflavíkurflugvelli var á meðal verkefna á ráðstefnu þar sem líkt var eftir fundi aðildarríkja NATO. „Við viljum finna lausn þannig að farþegarnir komist heilir á húfi út því okkar skoðun er sú að NATO á ekki að vera í samningaviðræður við hryðjuverkastofnanir,“ sagði Urður Falsdóttir sem sat ráðstefnuna í dag og þurfti því ásamt öðrum þátttakendum að glíma við verkefnin sem þar voru sett fram. Urður var fulltrúi Bretlands á svokallaðri Módel-NATO ráðstefnu í Smiðju í þar sem tæplega hundrað ungir Íslendingar sátu ímyndaðan fund aðildarríkja NATO. Urður var ein af fulltrúum Bretlands og er hér ásamt fulltrúum Hollands og Lettlands.Valgerður Gíslason Markmiðið var að komast að sameiginlegri niðurstöðu um hvernig ætti að eiga við hryðjuverkamenn sem lentu flugvél með gíslum á Keflavíkurflugvelli. Öll aðildarríkin þurftu að komast að sameiginlegri niðurstöðu, líkt og þegar ákvarðanir eru teknar hjá NATO. „Við eigum ekki mikla samleið með Bandaríkjamönnum akkúrat núna en ég held að við munum ná þeim á okkar band fljótlega,“ bætti Urður við. Mikilvægt að kynna öryggis- og varnarmál fyrir ungu fólki Jónas G. Allansson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu hjá utanríkisráðuneytinu, segir að á fundinum sé verið að líkja eftir starfi fastanefndar NATO. „Þetta er mjög mikilvægt fyrst og fremst sem leið til að kynna fyrir ungu fólki öryggis- og varnarmál og líka diplómasíu sem er stærsti hlutinn af starfi Atlantshafsbandalagssins. Þau eru að fara í gegnum þetta ferli að semja um texta, þetta er mjög gott veganesti fyrir fólk sem ætlar sér framtíð í öryggis- og varnarmálum.“ Fyrrum starfsmenn NATO voru gestir á ráðstefnunni.Valgerður Gíslason Auk samningaviðræðna fulltrúa aðildarþjóða þá kynntu fyrrum fastafulltrúi Íslands hjá NATO og fyrrum starfsmenn bandalagsins starf þess fyrir þátttakendum ráðstefnunnar. „Það var held ég mjög gagnlegt innlegg í viðræðurnar í dag. Þau eru ekki bara að eiga við þennan uppsetta veruleika heldur líka raunveruleg dæmi,“ bætti Jónas við. Reynsla sem nýtist þegar taka þarf stórar ákvarðanir seinna Urður segir að hún og hennar teymi hafi undirbúið sig vel fyrir ráðstefnuna. Fyrst og fremst þurfi að huga að hagsmunum heildarinnar en jafnframt gæta hagsmuna sinnar þjóðar. „Mann langar að gera eitthvað svona í framtíðinni. Ég held þetta sé frábær reynsla án þess að það hafi bein áhrif á eitthvað sérstakt þannig að ég verð með reynslu þegar ég þarf að taka stóru ákvarðanirnar seinna.“ Eva sést hér íbyggin á svip ásamt fulltrúum annarra aðildarríkja.Valgerður Gíslason Eva Valdís Jóhönnudóttir sat ráðstefnuna sem fulltrúi Þýskalands. Hún sagði hvetjandi að sjá hve margir sameiginlegir hagsmunir þjóðanna væru. Hún talaði um mikilvægi þess að NATO þróaði sínar aðgerðir. „Það sem virkaði fyrir tíu árum síðan virkar ekki endilega í dag. Það sem skiptir svo miklu máli er þessi samheldni, því ef hún er ekki til staðar þá erum við ekki að fara að þróa neitt nýtt.“ Utanríkismál NATO Ráðstefnur á Íslandi Öryggis- og varnarmál Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
„Við viljum finna lausn þannig að farþegarnir komist heilir á húfi út því okkar skoðun er sú að NATO á ekki að vera í samningaviðræður við hryðjuverkastofnanir,“ sagði Urður Falsdóttir sem sat ráðstefnuna í dag og þurfti því ásamt öðrum þátttakendum að glíma við verkefnin sem þar voru sett fram. Urður var fulltrúi Bretlands á svokallaðri Módel-NATO ráðstefnu í Smiðju í þar sem tæplega hundrað ungir Íslendingar sátu ímyndaðan fund aðildarríkja NATO. Urður var ein af fulltrúum Bretlands og er hér ásamt fulltrúum Hollands og Lettlands.Valgerður Gíslason Markmiðið var að komast að sameiginlegri niðurstöðu um hvernig ætti að eiga við hryðjuverkamenn sem lentu flugvél með gíslum á Keflavíkurflugvelli. Öll aðildarríkin þurftu að komast að sameiginlegri niðurstöðu, líkt og þegar ákvarðanir eru teknar hjá NATO. „Við eigum ekki mikla samleið með Bandaríkjamönnum akkúrat núna en ég held að við munum ná þeim á okkar band fljótlega,“ bætti Urður við. Mikilvægt að kynna öryggis- og varnarmál fyrir ungu fólki Jónas G. Allansson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu hjá utanríkisráðuneytinu, segir að á fundinum sé verið að líkja eftir starfi fastanefndar NATO. „Þetta er mjög mikilvægt fyrst og fremst sem leið til að kynna fyrir ungu fólki öryggis- og varnarmál og líka diplómasíu sem er stærsti hlutinn af starfi Atlantshafsbandalagssins. Þau eru að fara í gegnum þetta ferli að semja um texta, þetta er mjög gott veganesti fyrir fólk sem ætlar sér framtíð í öryggis- og varnarmálum.“ Fyrrum starfsmenn NATO voru gestir á ráðstefnunni.Valgerður Gíslason Auk samningaviðræðna fulltrúa aðildarþjóða þá kynntu fyrrum fastafulltrúi Íslands hjá NATO og fyrrum starfsmenn bandalagsins starf þess fyrir þátttakendum ráðstefnunnar. „Það var held ég mjög gagnlegt innlegg í viðræðurnar í dag. Þau eru ekki bara að eiga við þennan uppsetta veruleika heldur líka raunveruleg dæmi,“ bætti Jónas við. Reynsla sem nýtist þegar taka þarf stórar ákvarðanir seinna Urður segir að hún og hennar teymi hafi undirbúið sig vel fyrir ráðstefnuna. Fyrst og fremst þurfi að huga að hagsmunum heildarinnar en jafnframt gæta hagsmuna sinnar þjóðar. „Mann langar að gera eitthvað svona í framtíðinni. Ég held þetta sé frábær reynsla án þess að það hafi bein áhrif á eitthvað sérstakt þannig að ég verð með reynslu þegar ég þarf að taka stóru ákvarðanirnar seinna.“ Eva sést hér íbyggin á svip ásamt fulltrúum annarra aðildarríkja.Valgerður Gíslason Eva Valdís Jóhönnudóttir sat ráðstefnuna sem fulltrúi Þýskalands. Hún sagði hvetjandi að sjá hve margir sameiginlegir hagsmunir þjóðanna væru. Hún talaði um mikilvægi þess að NATO þróaði sínar aðgerðir. „Það sem virkaði fyrir tíu árum síðan virkar ekki endilega í dag. Það sem skiptir svo miklu máli er þessi samheldni, því ef hún er ekki til staðar þá erum við ekki að fara að þróa neitt nýtt.“
Utanríkismál NATO Ráðstefnur á Íslandi Öryggis- og varnarmál Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira