Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Smári Jökull Jónsson skrifar 30. september 2025 23:01 Hvert aðildarríki átti þrjá fulltrúa á ráðstefnunni. Valgerður Gíslason Flugvél sem hryðjuverkamenn tóku yfir og lentu á Keflavíkurflugvelli var á meðal verkefna á ráðstefnu þar sem líkt var eftir fundi aðildarríkja NATO. „Við viljum finna lausn þannig að farþegarnir komist heilir á húfi út því okkar skoðun er sú að NATO á ekki að vera í samningaviðræður við hryðjuverkastofnanir,“ sagði Urður Falsdóttir sem sat ráðstefnuna í dag og þurfti því ásamt öðrum þátttakendum að glíma við verkefnin sem þar voru sett fram. Urður var fulltrúi Bretlands á svokallaðri Módel-NATO ráðstefnu í Smiðju í þar sem tæplega hundrað ungir Íslendingar sátu ímyndaðan fund aðildarríkja NATO. Urður var ein af fulltrúum Bretlands og er hér ásamt fulltrúum Hollands og Lettlands.Valgerður Gíslason Markmiðið var að komast að sameiginlegri niðurstöðu um hvernig ætti að eiga við hryðjuverkamenn sem lentu flugvél með gíslum á Keflavíkurflugvelli. Öll aðildarríkin þurftu að komast að sameiginlegri niðurstöðu, líkt og þegar ákvarðanir eru teknar hjá NATO. „Við eigum ekki mikla samleið með Bandaríkjamönnum akkúrat núna en ég held að við munum ná þeim á okkar band fljótlega,“ bætti Urður við. Mikilvægt að kynna öryggis- og varnarmál fyrir ungu fólki Jónas G. Allansson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu hjá utanríkisráðuneytinu, segir að á fundinum sé verið að líkja eftir starfi fastanefndar NATO. „Þetta er mjög mikilvægt fyrst og fremst sem leið til að kynna fyrir ungu fólki öryggis- og varnarmál og líka diplómasíu sem er stærsti hlutinn af starfi Atlantshafsbandalagssins. Þau eru að fara í gegnum þetta ferli að semja um texta, þetta er mjög gott veganesti fyrir fólk sem ætlar sér framtíð í öryggis- og varnarmálum.“ Fyrrum starfsmenn NATO voru gestir á ráðstefnunni.Valgerður Gíslason Auk samningaviðræðna fulltrúa aðildarþjóða þá kynntu fyrrum fastafulltrúi Íslands hjá NATO og fyrrum starfsmenn bandalagsins starf þess fyrir þátttakendum ráðstefnunnar. „Það var held ég mjög gagnlegt innlegg í viðræðurnar í dag. Þau eru ekki bara að eiga við þennan uppsetta veruleika heldur líka raunveruleg dæmi,“ bætti Jónas við. Reynsla sem nýtist þegar taka þarf stórar ákvarðanir seinna Urður segir að hún og hennar teymi hafi undirbúið sig vel fyrir ráðstefnuna. Fyrst og fremst þurfi að huga að hagsmunum heildarinnar en jafnframt gæta hagsmuna sinnar þjóðar. „Mann langar að gera eitthvað svona í framtíðinni. Ég held þetta sé frábær reynsla án þess að það hafi bein áhrif á eitthvað sérstakt þannig að ég verð með reynslu þegar ég þarf að taka stóru ákvarðanirnar seinna.“ Eva sést hér íbyggin á svip ásamt fulltrúum annarra aðildarríkja.Valgerður Gíslason Eva Valdís Jóhönnudóttir sat ráðstefnuna sem fulltrúi Þýskalands. Hún sagði hvetjandi að sjá hve margir sameiginlegir hagsmunir þjóðanna væru. Hún talaði um mikilvægi þess að NATO þróaði sínar aðgerðir. „Það sem virkaði fyrir tíu árum síðan virkar ekki endilega í dag. Það sem skiptir svo miklu máli er þessi samheldni, því ef hún er ekki til staðar þá erum við ekki að fara að þróa neitt nýtt.“ Utanríkismál NATO Ráðstefnur á Íslandi Öryggis- og varnarmál Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
„Við viljum finna lausn þannig að farþegarnir komist heilir á húfi út því okkar skoðun er sú að NATO á ekki að vera í samningaviðræður við hryðjuverkastofnanir,“ sagði Urður Falsdóttir sem sat ráðstefnuna í dag og þurfti því ásamt öðrum þátttakendum að glíma við verkefnin sem þar voru sett fram. Urður var fulltrúi Bretlands á svokallaðri Módel-NATO ráðstefnu í Smiðju í þar sem tæplega hundrað ungir Íslendingar sátu ímyndaðan fund aðildarríkja NATO. Urður var ein af fulltrúum Bretlands og er hér ásamt fulltrúum Hollands og Lettlands.Valgerður Gíslason Markmiðið var að komast að sameiginlegri niðurstöðu um hvernig ætti að eiga við hryðjuverkamenn sem lentu flugvél með gíslum á Keflavíkurflugvelli. Öll aðildarríkin þurftu að komast að sameiginlegri niðurstöðu, líkt og þegar ákvarðanir eru teknar hjá NATO. „Við eigum ekki mikla samleið með Bandaríkjamönnum akkúrat núna en ég held að við munum ná þeim á okkar band fljótlega,“ bætti Urður við. Mikilvægt að kynna öryggis- og varnarmál fyrir ungu fólki Jónas G. Allansson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu hjá utanríkisráðuneytinu, segir að á fundinum sé verið að líkja eftir starfi fastanefndar NATO. „Þetta er mjög mikilvægt fyrst og fremst sem leið til að kynna fyrir ungu fólki öryggis- og varnarmál og líka diplómasíu sem er stærsti hlutinn af starfi Atlantshafsbandalagssins. Þau eru að fara í gegnum þetta ferli að semja um texta, þetta er mjög gott veganesti fyrir fólk sem ætlar sér framtíð í öryggis- og varnarmálum.“ Fyrrum starfsmenn NATO voru gestir á ráðstefnunni.Valgerður Gíslason Auk samningaviðræðna fulltrúa aðildarþjóða þá kynntu fyrrum fastafulltrúi Íslands hjá NATO og fyrrum starfsmenn bandalagsins starf þess fyrir þátttakendum ráðstefnunnar. „Það var held ég mjög gagnlegt innlegg í viðræðurnar í dag. Þau eru ekki bara að eiga við þennan uppsetta veruleika heldur líka raunveruleg dæmi,“ bætti Jónas við. Reynsla sem nýtist þegar taka þarf stórar ákvarðanir seinna Urður segir að hún og hennar teymi hafi undirbúið sig vel fyrir ráðstefnuna. Fyrst og fremst þurfi að huga að hagsmunum heildarinnar en jafnframt gæta hagsmuna sinnar þjóðar. „Mann langar að gera eitthvað svona í framtíðinni. Ég held þetta sé frábær reynsla án þess að það hafi bein áhrif á eitthvað sérstakt þannig að ég verð með reynslu þegar ég þarf að taka stóru ákvarðanirnar seinna.“ Eva sést hér íbyggin á svip ásamt fulltrúum annarra aðildarríkja.Valgerður Gíslason Eva Valdís Jóhönnudóttir sat ráðstefnuna sem fulltrúi Þýskalands. Hún sagði hvetjandi að sjá hve margir sameiginlegir hagsmunir þjóðanna væru. Hún talaði um mikilvægi þess að NATO þróaði sínar aðgerðir. „Það sem virkaði fyrir tíu árum síðan virkar ekki endilega í dag. Það sem skiptir svo miklu máli er þessi samheldni, því ef hún er ekki til staðar þá erum við ekki að fara að þróa neitt nýtt.“
Utanríkismál NATO Ráðstefnur á Íslandi Öryggis- og varnarmál Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira