Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar 30. september 2025 18:02 Orð skipta máli. Þau eru ekki aðeins hljóð eða tákn á blaði heldur spegill á menninguna sem við sköpum, ekki síst á vinnustaðnum. Innan karllægra iðngreina hefur lengi ríkt sú hugmynd að þau sem vilja ná árangri þurfi að vera hörkutól sem aðlagast — í stað þess að umhverfið aðlagist fjölbreytileikanum. Raunverulegt jafnrétti næst aðeins þegar öll upplifa að þau tilheyri hópnum. Fyrsta skrefið er jafn einfalt og það er áhrifaríkt: orðræðan. Orðræða nær yfir það hvernig tungumálið er notað til að skapa merkingu, móta viðhorf, styrkja vald eða hafa áhrif á hugsun og samfélag. Hún endurspeglar ekki bara það sem við segjum, heldur líka hvaða hugmyndir og gildi liggja þar að baki. Orðræða getur t.d. verið pólitísk, fagleg, fræðileg eða kynbundin. – en hún hefur alltaf áhrif á það hvernig við skiljum heiminn og hvert annað. Ég hef margoft upplifað hvernig útilokandi orðræða læðist inn í daglegt tal. Hún birtist í setningum sem virðast saklausar en hafa þó áhrif: „Jæja strákar…eruð þið búnir?“ þótt hópurinn sé ekki eingöngu skipaður körlum. Orðin eru sjaldnast sögð af illvilja, en þau skilja engu að síður eftir sig skýr skilaboð. Þau draga ósýnilegan hring utan um hópinn sem flestir tilheyra í dag, meðan önnur þurfa stöðugt að sanna rétt sinn til að vera með. Í samtölum við konur sem starfa í karllægum iðngreinum hef ég oftar en ekki heyrt að þær sækist eftir samstarfi fremur en samkeppni við karla. Margar tala líka um að þær vilji helst láta koma fram við sig eins og eina af strákunum. Slíkt viðhorf gæti einfaldlega sprottið af ótta við að tilheyra ekki. Við setjum okkur í ákveðnar stellingar og látum útilokandi orðræðu eins og vind um eyru þjóta, fremur en að krefjast þess að hún breytist því við viljum síður beina athygli að okkur. Það sem kann að virðast saklaust orðalag getur þannig haft mikil áhrif á tilfinningu fólks fyrir því hvort það tilheyri eða ekki – og þá vaknar spurningin: hver ber ábyrgð á því að breyta orðræðunni? Til að skapa inngildandi menningu þurfum við öll að taka ábyrgð og huga að okkar orðræðu. Ábyrgðin hvílir þó sérstaklega á þeim sem mynda meirihlutann. Í flestum tilvikum innan iðngreina: körlum. Það er auðvelt að velta byrðinni yfir á konur og kvár, og ætlast til þess að þau leiðrétti, útskýri og berjist fyrir breytingum. Staðreyndin er að marktækar breytingar eiga sér aðeins stað þegar meirihlutinn tekur virkan þátt. Þegar karlar ákveða að orða sig öðruvísi, standa með inngildingu og skapa rými þar sem öll upplifa sig velkomin – þá fyrst sjáum við menninguna breytast. Rannsóknir sýna skýrt að fjölbreytt teymi skila betri árangri. Fyrirtæki sem hafa jafnvægi í kynjahlutföllum standa sterkar að vígi: þau eru lausnamiðuð, árangursrík og efla nýsköpun. Þetta er ekki tilviljun. Þegar ólík sjónarhorn mætast verða ákvarðanir betri og menningin heilbrigðari. Fjölbreytni er ekki byrði sem þarf að bera – hún er styrkur sem skapar verðmæti fyrir okkur öll. Innan iðngreina er þetta sérstaklega mikilvægt. Verkefnin sem við vinnum eru fjölbreytt og krefjast ólíkra hæfileika. Það er því ekki eingöngu spurning um réttlæti að öll fái jöfn tækifæri – það er líka spurning um gæði vinnunnar. Þegar fjölbreytt teymi fagaðila vinna saman verða lausnirnar betri – fyrir starfsfólk, viðskiptavini og samfélagið í heild. Ef við ætlum að tryggja að iðngreinar séu vettvangur þar sem öll geta upplifað sig sem hluta af hópnum, þurfum við að leggja okkur fram. Hvert og eitt getum við lagt okkar af mörkum. Það byrjar með orðunum sem við veljum og heldur svo áfram í menningunni sem við mótum saman, dag eftir dag. Við verðum að vakna og vekja hvort annað til umhugsunar. Ábyrgðin er ekki bara mín eða þín – Hún er okkar allra. Hvaða orð velur þú næst? Höfundur er rafveitu- og rafvirkja og formann Félags fagkvenna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Orð skipta máli. Þau eru ekki aðeins hljóð eða tákn á blaði heldur spegill á menninguna sem við sköpum, ekki síst á vinnustaðnum. Innan karllægra iðngreina hefur lengi ríkt sú hugmynd að þau sem vilja ná árangri þurfi að vera hörkutól sem aðlagast — í stað þess að umhverfið aðlagist fjölbreytileikanum. Raunverulegt jafnrétti næst aðeins þegar öll upplifa að þau tilheyri hópnum. Fyrsta skrefið er jafn einfalt og það er áhrifaríkt: orðræðan. Orðræða nær yfir það hvernig tungumálið er notað til að skapa merkingu, móta viðhorf, styrkja vald eða hafa áhrif á hugsun og samfélag. Hún endurspeglar ekki bara það sem við segjum, heldur líka hvaða hugmyndir og gildi liggja þar að baki. Orðræða getur t.d. verið pólitísk, fagleg, fræðileg eða kynbundin. – en hún hefur alltaf áhrif á það hvernig við skiljum heiminn og hvert annað. Ég hef margoft upplifað hvernig útilokandi orðræða læðist inn í daglegt tal. Hún birtist í setningum sem virðast saklausar en hafa þó áhrif: „Jæja strákar…eruð þið búnir?“ þótt hópurinn sé ekki eingöngu skipaður körlum. Orðin eru sjaldnast sögð af illvilja, en þau skilja engu að síður eftir sig skýr skilaboð. Þau draga ósýnilegan hring utan um hópinn sem flestir tilheyra í dag, meðan önnur þurfa stöðugt að sanna rétt sinn til að vera með. Í samtölum við konur sem starfa í karllægum iðngreinum hef ég oftar en ekki heyrt að þær sækist eftir samstarfi fremur en samkeppni við karla. Margar tala líka um að þær vilji helst láta koma fram við sig eins og eina af strákunum. Slíkt viðhorf gæti einfaldlega sprottið af ótta við að tilheyra ekki. Við setjum okkur í ákveðnar stellingar og látum útilokandi orðræðu eins og vind um eyru þjóta, fremur en að krefjast þess að hún breytist því við viljum síður beina athygli að okkur. Það sem kann að virðast saklaust orðalag getur þannig haft mikil áhrif á tilfinningu fólks fyrir því hvort það tilheyri eða ekki – og þá vaknar spurningin: hver ber ábyrgð á því að breyta orðræðunni? Til að skapa inngildandi menningu þurfum við öll að taka ábyrgð og huga að okkar orðræðu. Ábyrgðin hvílir þó sérstaklega á þeim sem mynda meirihlutann. Í flestum tilvikum innan iðngreina: körlum. Það er auðvelt að velta byrðinni yfir á konur og kvár, og ætlast til þess að þau leiðrétti, útskýri og berjist fyrir breytingum. Staðreyndin er að marktækar breytingar eiga sér aðeins stað þegar meirihlutinn tekur virkan þátt. Þegar karlar ákveða að orða sig öðruvísi, standa með inngildingu og skapa rými þar sem öll upplifa sig velkomin – þá fyrst sjáum við menninguna breytast. Rannsóknir sýna skýrt að fjölbreytt teymi skila betri árangri. Fyrirtæki sem hafa jafnvægi í kynjahlutföllum standa sterkar að vígi: þau eru lausnamiðuð, árangursrík og efla nýsköpun. Þetta er ekki tilviljun. Þegar ólík sjónarhorn mætast verða ákvarðanir betri og menningin heilbrigðari. Fjölbreytni er ekki byrði sem þarf að bera – hún er styrkur sem skapar verðmæti fyrir okkur öll. Innan iðngreina er þetta sérstaklega mikilvægt. Verkefnin sem við vinnum eru fjölbreytt og krefjast ólíkra hæfileika. Það er því ekki eingöngu spurning um réttlæti að öll fái jöfn tækifæri – það er líka spurning um gæði vinnunnar. Þegar fjölbreytt teymi fagaðila vinna saman verða lausnirnar betri – fyrir starfsfólk, viðskiptavini og samfélagið í heild. Ef við ætlum að tryggja að iðngreinar séu vettvangur þar sem öll geta upplifað sig sem hluta af hópnum, þurfum við að leggja okkur fram. Hvert og eitt getum við lagt okkar af mörkum. Það byrjar með orðunum sem við veljum og heldur svo áfram í menningunni sem við mótum saman, dag eftir dag. Við verðum að vakna og vekja hvort annað til umhugsunar. Ábyrgðin er ekki bara mín eða þín – Hún er okkar allra. Hvaða orð velur þú næst? Höfundur er rafveitu- og rafvirkja og formann Félags fagkvenna.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun