Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Jón Ísak Ragnarsson skrifar 30. september 2025 21:45 Fly Play hf. var úrskurðað gjaldþrota í dag og verður maltneska dótturfélagið tekið inn í þrotabúið. Kröfuhafar í þrotabúinu eru hins vegar með gilt veð og ættu að gera óskað eftir því að fá dótturfélagið leyst til sín. Vísir/Vilhelm Unnið er að því að færa átta þotur Play yfir til maltneska dótturfélagsins Fly Play Europe, og stefnt er að því að hefja starfsemi á ný eftir tíu vikur í mesta lagi. Kröfuhafar sem tóku þátt í skuldabréfaútboði Play í ágúst geta óskað eftir því að fá maltneska félagið leyst til sín, en boðað hefur verið til kröfuhafafundar mánudaginn 6. október. Í gær var greint frá því á vef Innherja að kröfuhafar Fly Play hf. hefðu fengið bréf frá Ísafold Capital þar sem upplýst hefði verið um að félagið stæði í viðræðum fyrir þeirra hönd við stjórnendur Play og flugvélasala þess um yfirfærslu á samtals átta vélum yfir til Fly Play Europe, malteska dótturfélags Play sem stofnað var fyrr á árinu. Fjárfestar sem hefðu keypt í skuldabréfaútboði Play í ágúst hefðu fengið tryggingar á efndum á bréfunum af hálfu Play. Þar væri meðal annars um að ræða veð í öllu hlutafé dótturfélaga, Fly Play Europe, og Play Lithuania, ásamt veðum í öllum almennum fjárkröfum félagsins á hendur dótturfélögum. Fjármögnun tryggð fyrir maltneskt flugrekstrarleyfi Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru starfsmenn maltneska félagsins upplýstir um það á starfsmannafundi í dag, að unnið væri að því að færa átta þotur yfir til félagsins og tryggja þeim maltneskt flugrekstrarleyfi. Framundan væri gríðarleg pappírsvinna og stefnt væri að því að hefja rekstur aftur sem allra fyrst. Á fundinum sagði Carmen Cuschieri, yfirmaður flugþjóna hjá Fly Play Europe, að rekstur gæti hafist á nýjan leik á næstu fimm dögum. Í tölvupósti sem sendur var til starfsmanna Fly Play Europe seinna í dag kom svo fram að málið væri töluvert flóknara, og það gæti tekið nokkrar vikur að hefja starfsemi aftur. Í besta falli gæti það verið eftir 4 - 5 vikur, en öruggast væri að giska á að ferlið gæti tekið um 6 - 10 vikur. Starfsmenn Fly Play Europe sem sátu fundinn voru margir hverjir strandaglópar á Moldóvu og mikil óvissa var uppi um það hvert ætti að flytja þá og hvenær það yrði gert. Það ylti á því hvernig gengi að greiða úr flóknum málum næstu daga. Á fundinum fyrr í dag héldu íslenskir forsvarsmenn Play því fram að búið væri að tryggja fjármögnun fyrir mikilvæg atriði eins og maltneska flugrekstrarleyfið fyrir þoturnar. „Margir vinir mínir á Íslandi voru að missa vinnuna sína, en ekki ég. Ég er einn af held ég tveimur sem eru ennþá með vinnu. Ég væri ekki núna að vinna fyrir Fly Play Europe, ef ég væri ekki viss um að það væri búið að tryggja fjármögnun fyrir verkefnið,“ sagði Halldór Guðfinnsson, stjórnandi hjá Play á fundinum. Flestar vélar komnar til Toulouse Í tölvupósti sem sendur var til starfsmanna Fly Play Europe kemur fram að ástandið sé flóknara en áður var talið, og ekki verði hægt að hefja rekstur á næstu dögum eins og haldið var í fyrstu. Flestar vélar Play séu nú staddar í Toulouse í Frakklandi. „Þessi staður er aðallega notaður fyrir langtímageymslu, umfangsmiklar viðgerðir, eða þegar flugrekendur endurnýja samninga og færa vélar milli leiguaðila. Framundan er mikil endurskipulagning og við getum ekki búist við því að vélarnar verði aftur komnar til okkar á næstu dögum,“ segir í tölvupóstinum. Framundan sé mikil vinna við að færa flugvélarnar til maltneska félagsins. Endurnýja þurfi leigusamninga við flugrekendur, og flugvélarnar þurfi að standast allar viðhaldsskoðanir á nýjan leik. Að lokum þurfi að flytja vélarnar til Möltu, Mallorca og Sharm El Sheikh í Egyptalandi þaðan sem þær verða reknar, manna áhafnir vélanna og svo þurfi að tryggja maltneskt flugrekstrarleyfi. Play Gjaldþrot Play Malta Fréttir af flugi Mest lesið Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Í gær var greint frá því á vef Innherja að kröfuhafar Fly Play hf. hefðu fengið bréf frá Ísafold Capital þar sem upplýst hefði verið um að félagið stæði í viðræðum fyrir þeirra hönd við stjórnendur Play og flugvélasala þess um yfirfærslu á samtals átta vélum yfir til Fly Play Europe, malteska dótturfélags Play sem stofnað var fyrr á árinu. Fjárfestar sem hefðu keypt í skuldabréfaútboði Play í ágúst hefðu fengið tryggingar á efndum á bréfunum af hálfu Play. Þar væri meðal annars um að ræða veð í öllu hlutafé dótturfélaga, Fly Play Europe, og Play Lithuania, ásamt veðum í öllum almennum fjárkröfum félagsins á hendur dótturfélögum. Fjármögnun tryggð fyrir maltneskt flugrekstrarleyfi Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru starfsmenn maltneska félagsins upplýstir um það á starfsmannafundi í dag, að unnið væri að því að færa átta þotur yfir til félagsins og tryggja þeim maltneskt flugrekstrarleyfi. Framundan væri gríðarleg pappírsvinna og stefnt væri að því að hefja rekstur aftur sem allra fyrst. Á fundinum sagði Carmen Cuschieri, yfirmaður flugþjóna hjá Fly Play Europe, að rekstur gæti hafist á nýjan leik á næstu fimm dögum. Í tölvupósti sem sendur var til starfsmanna Fly Play Europe seinna í dag kom svo fram að málið væri töluvert flóknara, og það gæti tekið nokkrar vikur að hefja starfsemi aftur. Í besta falli gæti það verið eftir 4 - 5 vikur, en öruggast væri að giska á að ferlið gæti tekið um 6 - 10 vikur. Starfsmenn Fly Play Europe sem sátu fundinn voru margir hverjir strandaglópar á Moldóvu og mikil óvissa var uppi um það hvert ætti að flytja þá og hvenær það yrði gert. Það ylti á því hvernig gengi að greiða úr flóknum málum næstu daga. Á fundinum fyrr í dag héldu íslenskir forsvarsmenn Play því fram að búið væri að tryggja fjármögnun fyrir mikilvæg atriði eins og maltneska flugrekstrarleyfið fyrir þoturnar. „Margir vinir mínir á Íslandi voru að missa vinnuna sína, en ekki ég. Ég er einn af held ég tveimur sem eru ennþá með vinnu. Ég væri ekki núna að vinna fyrir Fly Play Europe, ef ég væri ekki viss um að það væri búið að tryggja fjármögnun fyrir verkefnið,“ sagði Halldór Guðfinnsson, stjórnandi hjá Play á fundinum. Flestar vélar komnar til Toulouse Í tölvupósti sem sendur var til starfsmanna Fly Play Europe kemur fram að ástandið sé flóknara en áður var talið, og ekki verði hægt að hefja rekstur á næstu dögum eins og haldið var í fyrstu. Flestar vélar Play séu nú staddar í Toulouse í Frakklandi. „Þessi staður er aðallega notaður fyrir langtímageymslu, umfangsmiklar viðgerðir, eða þegar flugrekendur endurnýja samninga og færa vélar milli leiguaðila. Framundan er mikil endurskipulagning og við getum ekki búist við því að vélarnar verði aftur komnar til okkar á næstu dögum,“ segir í tölvupóstinum. Framundan sé mikil vinna við að færa flugvélarnar til maltneska félagsins. Endurnýja þurfi leigusamninga við flugrekendur, og flugvélarnar þurfi að standast allar viðhaldsskoðanir á nýjan leik. Að lokum þurfi að flytja vélarnar til Möltu, Mallorca og Sharm El Sheikh í Egyptalandi þaðan sem þær verða reknar, manna áhafnir vélanna og svo þurfi að tryggja maltneskt flugrekstrarleyfi.
Play Gjaldþrot Play Malta Fréttir af flugi Mest lesið Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira