Fótbolti

Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Ísraelsliðsins hafa spilað í Reebok búningum síðan í ágúst.
Leikmenn Ísraelsliðsins hafa spilað í Reebok búningum síðan í ágúst. Getty/Giacomo Cosua

Vanalega er það mikið kappsmál fyrir íþróttavöruframleiðendur að það viti sem flestir að þekktustu íþróttalið heims spili í þeirra búningum. Það á þó ekki við þegar kemur að ísraelska landsliðinu í fótbolta.

Reebok hefur þjónustað Knattspyrnusamband Ísraels um að framleiða búninga fyrir landsliðin.

Reebok vill hins vegar alls ekki lengur tengja fyrirtækið við ísraelska landsliðið.

Ísraelska blaðið Haaretz segir frá því að Reebok hafi látið fjarlægja merki fyrirtækisins af búningunum.

Fyrirtækið MSG flytur búninga inn til Ísrael en áttu að taka Reebok merkið af búningunum áður en þeir voru afhendir ísraelska sambandinu. Ísraelar hafa leikið í Reebok búningunum síðan í ágúst.

Ísraelska knattspyrnusambandið sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins.

„Fyrirtækið hefur augljóslega guggnað vegna hótanna um sniðgöngu þrátt fyrir að þessar hótanir hafi verið þeim óviðkomandi,“ sagði fulltrúi sambandsins við blaðamann Haaretz.

BDS samtökin berjast fyrir allsherjar sniðgöngu á öllu sem tengist Ísrael og voru komin með augum á Reebok fyrirtækið vegna þess að Ísrael spilaði í þeirra búningum.

Ísraelska knattspyrnusambandið sættir sig ekki við þetta og er byrjað að leita að öðrum búningaframleiðanda í stað Reebok.

Næsti leikur ísraelska landsliðið er á móti Noregi í Osló 11. október næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×