Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. október 2025 11:31 Haukur Þrastarson hefur komið með beinum hætti að 49 mörkum í þýsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. vísir/vilhelm Enginn leikmaður hefur gefið fleiri stoðsendingar í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta á þessu tímabili en Haukur Þrastarson. Haukur gekk í raðir Rhein-Neckar Löwen frá Dinamo Búkarest í sumar og hefur farið vel af stað í gula búningnum. Í sex leikjum í þýsku deildinni hefur Haukur skorað tuttugu mörk og gefið 29 stoðsendingar, flestar allra. Haukur er efstur á stoðsendingalistanum með þriggja stoðsendinga forskot á Niels Geradus Versteijnen hjá Lemgo. Mathias Gidsel, leikmaður meistara Füchse Berlin, og Marian Michalczik hjá Hannover-Burgdorf deila 3. sætinu með 25 stoðsendingar. Eftir heimsmeistaramótið í janúar, þar sem Haukur átti ekki sína bestu leiki, sagði landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson að Selfyssingurinn þyrfti að komast í sterkari deild en þá rúmensku, helst í eina af þremur sterkustu deildum heims og spila reglulega þar til að taka næsta skref. Þegar greint hafði verið frá yfirvofandi vistaskiptum Hauks lýsti Snorri yfir ánægju sinni með þau og taldi landsliðsmanninn hafa tekið rétta ákvörðun. „Ég sem landsliðsþjálfari er mjög ánægður með þau og held að þetta sé hárrétt skref hjá honum að færa sig í Rhein-Neckar Löwen og í þessa deild. Ég kom inn á það og ræddi það líka við Hauk,“ sagði Snorri sem spilaði sjálfur með Löwen um tíma. Annar íslenskur landsliðsmaður, Gísli Þorgeir Kristjánsson, er í 7. sæti á stoðsendingalistanum en hann hefur gefið tuttugu stoðsendingar í fimm leikjum fyrir Magdeburg. Viggó Kristjánsson, leikmaður Erlangen, er í 19. sæti listans með sautján stoðsendingar í fjórum leikjum. Löwen er í 7. sæti þýsku deildarinnar með átta stig eftir sex leiki. Liðið hefur unnið fjóra leiki en tapað tveimur. Næsti leikur þess er gegn Flensburg í þýsku bikarkeppninni í dag. Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, fagnar félagsskiptum landsliðsmannsins Hauks Þrastarson sem er að fara frá Rúmeníu til þýska stórliðsins Rhein-Neckar Löwen. 15. mars 2025 13:33 Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, segir landsliðsmanninn Hauk Þrastarson þurfa að finna sér lið í betri deild ætli hann sér að taka næsta skref á ferlinum. 3. febrúar 2025 14:33 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Fleiri fréttir Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Sjá meira
Haukur gekk í raðir Rhein-Neckar Löwen frá Dinamo Búkarest í sumar og hefur farið vel af stað í gula búningnum. Í sex leikjum í þýsku deildinni hefur Haukur skorað tuttugu mörk og gefið 29 stoðsendingar, flestar allra. Haukur er efstur á stoðsendingalistanum með þriggja stoðsendinga forskot á Niels Geradus Versteijnen hjá Lemgo. Mathias Gidsel, leikmaður meistara Füchse Berlin, og Marian Michalczik hjá Hannover-Burgdorf deila 3. sætinu með 25 stoðsendingar. Eftir heimsmeistaramótið í janúar, þar sem Haukur átti ekki sína bestu leiki, sagði landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson að Selfyssingurinn þyrfti að komast í sterkari deild en þá rúmensku, helst í eina af þremur sterkustu deildum heims og spila reglulega þar til að taka næsta skref. Þegar greint hafði verið frá yfirvofandi vistaskiptum Hauks lýsti Snorri yfir ánægju sinni með þau og taldi landsliðsmanninn hafa tekið rétta ákvörðun. „Ég sem landsliðsþjálfari er mjög ánægður með þau og held að þetta sé hárrétt skref hjá honum að færa sig í Rhein-Neckar Löwen og í þessa deild. Ég kom inn á það og ræddi það líka við Hauk,“ sagði Snorri sem spilaði sjálfur með Löwen um tíma. Annar íslenskur landsliðsmaður, Gísli Þorgeir Kristjánsson, er í 7. sæti á stoðsendingalistanum en hann hefur gefið tuttugu stoðsendingar í fimm leikjum fyrir Magdeburg. Viggó Kristjánsson, leikmaður Erlangen, er í 19. sæti listans með sautján stoðsendingar í fjórum leikjum. Löwen er í 7. sæti þýsku deildarinnar með átta stig eftir sex leiki. Liðið hefur unnið fjóra leiki en tapað tveimur. Næsti leikur þess er gegn Flensburg í þýsku bikarkeppninni í dag.
Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, fagnar félagsskiptum landsliðsmannsins Hauks Þrastarson sem er að fara frá Rúmeníu til þýska stórliðsins Rhein-Neckar Löwen. 15. mars 2025 13:33 Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, segir landsliðsmanninn Hauk Þrastarson þurfa að finna sér lið í betri deild ætli hann sér að taka næsta skref á ferlinum. 3. febrúar 2025 14:33 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Fleiri fréttir Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Sjá meira
Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, fagnar félagsskiptum landsliðsmannsins Hauks Þrastarson sem er að fara frá Rúmeníu til þýska stórliðsins Rhein-Neckar Löwen. 15. mars 2025 13:33
Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, segir landsliðsmanninn Hauk Þrastarson þurfa að finna sér lið í betri deild ætli hann sér að taka næsta skref á ferlinum. 3. febrúar 2025 14:33