„Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Árni Sæberg skrifar 1. október 2025 12:40 Arnar Þór og Unnur Lilja fá það verkefni að skipta búi Play. Arnar Þór Stefánsson og Unnur Lilja Hermannsdóttir, sem skipuð voru skiptastjórar þrotabús Play í gær segja að skipti búsins séu á algjörum byrjunarreit. Tveimur kröfum hafi þegar verið lýst í búið en eftir eigi að auglýsa eftir kröfum. Kröfulýsingarfrestur verði að öllum líkindum fjórir mánuðir. Þau gera ráð fyrir því að skiptin verði yfir hausamótunum á þeim næstu misseri og benda á að skiptum á þrotabúi Wow air er ekki enn lokið, rúmum sex árum eftir gjaldþrot. Þau segja verkefni skiptastjóra markað í lögum, það feli í sér að halda utan og ná utan um eignir félagsins, taka skýrslur af forsvarsmönnum, afla upplýsinga um rekstur, aðgerðir og athafnir í fortíð, taka á móti kröfulýsingum og leysa úr þeim og að lokum, sem geti verið langt í, að greiða uppi í kröfur, ef eitthvað er til að borga. Getið þið skotið á hversu langan tíma þetta mun taka? „Ef þú horfir á þrotabú Wow, þá var það tekið til gjaldþrotaskipta vorið 2019 og þeim skiptum er ekki lokið núna sex og hálfu ári síðar. Nú veit ég ekki umfangið á Play en þetta mun taka sinn tíma.“ Kortleggja veðsetninguna Greint hefur verið frá því að unnið sé að því að færa átta þotur Play yfir til maltneska dótturfélagsins Fly Play Europe, og stefnt að því að hefja starfsemi á ný í síðasta lagi eftir tíu vikur. Kröfuhafar sem tóku þátt í skuldabréfaútboði Play í ágúst geti óskað eftir því að fá maltneska félagið leyst til sín. Boðað hafi verið til kröfuhafafundar mánudaginn 6. október. Fjárfestar sem hefðu keypt í skuldabréfaútboði Play í ágúst hefðu fengið tryggingar á efndum á bréfunum af hálfu Play. Þar væri meðal annars um að ræða veð í öllu hlutafé dótturfélaga, Fly Play Europe, og Play Lithuania, ásamt veðum í öllum almennum fjárkröfum félagsins á hendur dótturfélögum. Arnar Þór og Unnur Lilja segja að þau séu að kortleggja þessar veðsetningar líkt og aðrar og annað sé ekki hægt að segja til um málið að svo stöddu. Tvær kröfur komnar Þau segjast þegar hafa fengið tvær kröfur í búið þó að svokölluð innköllun hafi ekki enn verið birt í Lögbirtingarblaðinu. Eftir að það verði gert muni þeir sem telja sig eiga kröfur á hendur búinu líklega hafa fjóra mánuði til að lýsa þeim. Þau eigi von á miklum fjölda krafna, allt frá kröfum vegna gjafabréfa upp á smáaura upp í kröfur upp á umtalsverðar fjárhæðir. Þorri krafnanna muni væntanlega berast frá þeim 400 starfsmönnum sem misstu vinnuna við gjaldþrot Play. Launakröfur séu forgangskröfur í búið en svokallaðar búskröfur, sem verða aðallega til vegna kostnaðar við skipti búsins, og veðkröfur séu framar í röðinni en launakröfur. Þau ítreka þó að starfsmennirnir eiga rétt til greiðslna úr Ábyrgðarsjóði laun sama hvernig fer fyrir kröfum þeirra í búið. Kröfur vegna ónýttra gjafabréfa, útlagðs kostnaðar vegna niðurfellinga flugferða og þess háttar séu almennar kröfur og þar með aftar í röðinni. Kafa þarf ofan í ýmsa þætti Þau segjast hafa verið skipuð skiptastjórar klukkan 14:30 í gær og því séu skiptin enn í startholunum. Þau séu aðeins með grófa mynd af stöðu búsins. „Það skýrist ekkert strax í þrotabúum, með þessa eignastöðu, það þarf að kafa ofan í ýmsa þætti til þess að átta sig á því. Stundum er það þannig að þrotabú lítur út fyrir að vera eignalítið en svo kemur í ljós að það eru eignir með ýmsum hætti, sem verða til með ýmsum aðgerðum.“ Að svo stöddu viti þau ekki hverjar þær aðgerðir komi til með að verða. Þess má geta að skiptastjórar Wow air hafa höfðað fjöldan allan af dómsmálum til þess að fá aðgerðum stjórnenda þess rift eða til heimtu skaðabóta. „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna og skoða allt, það er enginn vafi á því. Ef það þarf að beita einhverjum úrræðum laga þá gerum við það. Við munum ekkert veigra okkur við því.“ Álagið mikið í byrjun Hvernig verður þetta fyrir ykkur persónulega, munuð þið hugsa um eitthvað annað næstu árin? „Það er alveg ljóst að á upphafsmetrum svona skipta þá fer mikil vinna í hlutina, að ná utan um allt, svo minnkar þetta eftir því sem frá líður. Þetta verður yfir hausamótunum á okkur eitthvað áfram, væntanlega einhver misseri. Við munum reyna að hraða þessu eftir föngum en reynslan sýnir að þetta getur tekið langan tíma.“ Gjaldþrot Play Play Gjaldþrot Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Þau segja verkefni skiptastjóra markað í lögum, það feli í sér að halda utan og ná utan um eignir félagsins, taka skýrslur af forsvarsmönnum, afla upplýsinga um rekstur, aðgerðir og athafnir í fortíð, taka á móti kröfulýsingum og leysa úr þeim og að lokum, sem geti verið langt í, að greiða uppi í kröfur, ef eitthvað er til að borga. Getið þið skotið á hversu langan tíma þetta mun taka? „Ef þú horfir á þrotabú Wow, þá var það tekið til gjaldþrotaskipta vorið 2019 og þeim skiptum er ekki lokið núna sex og hálfu ári síðar. Nú veit ég ekki umfangið á Play en þetta mun taka sinn tíma.“ Kortleggja veðsetninguna Greint hefur verið frá því að unnið sé að því að færa átta þotur Play yfir til maltneska dótturfélagsins Fly Play Europe, og stefnt að því að hefja starfsemi á ný í síðasta lagi eftir tíu vikur. Kröfuhafar sem tóku þátt í skuldabréfaútboði Play í ágúst geti óskað eftir því að fá maltneska félagið leyst til sín. Boðað hafi verið til kröfuhafafundar mánudaginn 6. október. Fjárfestar sem hefðu keypt í skuldabréfaútboði Play í ágúst hefðu fengið tryggingar á efndum á bréfunum af hálfu Play. Þar væri meðal annars um að ræða veð í öllu hlutafé dótturfélaga, Fly Play Europe, og Play Lithuania, ásamt veðum í öllum almennum fjárkröfum félagsins á hendur dótturfélögum. Arnar Þór og Unnur Lilja segja að þau séu að kortleggja þessar veðsetningar líkt og aðrar og annað sé ekki hægt að segja til um málið að svo stöddu. Tvær kröfur komnar Þau segjast þegar hafa fengið tvær kröfur í búið þó að svokölluð innköllun hafi ekki enn verið birt í Lögbirtingarblaðinu. Eftir að það verði gert muni þeir sem telja sig eiga kröfur á hendur búinu líklega hafa fjóra mánuði til að lýsa þeim. Þau eigi von á miklum fjölda krafna, allt frá kröfum vegna gjafabréfa upp á smáaura upp í kröfur upp á umtalsverðar fjárhæðir. Þorri krafnanna muni væntanlega berast frá þeim 400 starfsmönnum sem misstu vinnuna við gjaldþrot Play. Launakröfur séu forgangskröfur í búið en svokallaðar búskröfur, sem verða aðallega til vegna kostnaðar við skipti búsins, og veðkröfur séu framar í röðinni en launakröfur. Þau ítreka þó að starfsmennirnir eiga rétt til greiðslna úr Ábyrgðarsjóði laun sama hvernig fer fyrir kröfum þeirra í búið. Kröfur vegna ónýttra gjafabréfa, útlagðs kostnaðar vegna niðurfellinga flugferða og þess háttar séu almennar kröfur og þar með aftar í röðinni. Kafa þarf ofan í ýmsa þætti Þau segjast hafa verið skipuð skiptastjórar klukkan 14:30 í gær og því séu skiptin enn í startholunum. Þau séu aðeins með grófa mynd af stöðu búsins. „Það skýrist ekkert strax í þrotabúum, með þessa eignastöðu, það þarf að kafa ofan í ýmsa þætti til þess að átta sig á því. Stundum er það þannig að þrotabú lítur út fyrir að vera eignalítið en svo kemur í ljós að það eru eignir með ýmsum hætti, sem verða til með ýmsum aðgerðum.“ Að svo stöddu viti þau ekki hverjar þær aðgerðir komi til með að verða. Þess má geta að skiptastjórar Wow air hafa höfðað fjöldan allan af dómsmálum til þess að fá aðgerðum stjórnenda þess rift eða til heimtu skaðabóta. „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna og skoða allt, það er enginn vafi á því. Ef það þarf að beita einhverjum úrræðum laga þá gerum við það. Við munum ekkert veigra okkur við því.“ Álagið mikið í byrjun Hvernig verður þetta fyrir ykkur persónulega, munuð þið hugsa um eitthvað annað næstu árin? „Það er alveg ljóst að á upphafsmetrum svona skipta þá fer mikil vinna í hlutina, að ná utan um allt, svo minnkar þetta eftir því sem frá líður. Þetta verður yfir hausamótunum á okkur eitthvað áfram, væntanlega einhver misseri. Við munum reyna að hraða þessu eftir föngum en reynslan sýnir að þetta getur tekið langan tíma.“
Gjaldþrot Play Play Gjaldþrot Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira