Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar 1. október 2025 12:31 Það er oft sagt að viðhorf séu lykillinn að breytingum. Þegar rætt er um inngildingu og skóla án aðgreiningar verður það strax augljóst: hugmyndafræðin stendur og fellur með því hvernig við í skólunum horfum á og nálgumst fjölbreytileikann. Ef fjölbreytileiki er álitinn sem byrði, verður inngilding að þungri skyldu. Sé litið á hann sem auðlind getur hann skapað skólaumhverfi þar sem öll börn fá að blómstra. Viðhorf – meira í munni en í raun? Viðhorf kennara, foreldra, stjórnenda og jafnvel samnemenda skipta sköpum. Ef nemandi sem þarf stuðning er stimplaður fyrst og fremst út frá vanda sínum hefur það áhrif á sjálfsmynd hans, líðan og námsframvindu. Á móti getur jákvætt viðhorf – að sjá tækifæri í hverjum nemenda til framfara og lærdóms– gjörbreytt andrúmsloftinu í skólastofunni. Viðhorfið yrði þannig ekki aðeins huglæg afstaða heldur lykilatriði í framkvæmd inngildingarinnar. Þróun fagvitundar – hvernig verðum við betur í stakk búin? Starfsfólk skóla hefur marga möguleika til að efla fagvitund sína í starfi með fjölbreyttum nemendahópi. Námskeið, samráð og þverfaglegt samstarf eru mikilvægar leiðir. Fagvitund þróast þó ekki síður í gegnum daglegt starf, þegar kennarar staldra við, meta eigið starf og læra hvert af öðru.Það væri því rökrétt að gera kröfu um að þessi þróun væri sífelld – ekki aðeins þegar ný stefna er innleidd, heldur samofin öllu skólastarfi. Þannig verður fagvitund ekki aðeins einstaklingsmál heldur sameiginlegur grunnur sem allt starfsfólk byggir á. Lausnir sem virka Mín reynsla er sú að lausnir sem byggja á samstarfi gefa mestan árangur. Þegar teymi kennara hittist reglulega til að ræða einstaka nemendur og leita leiða til að þróa sameiginlegar lausnir, eykst bæði víðsýni og hugkvæmni, með því verður ábyrgðin ekki á herðum eins kennara, heldur dreifist á fleiri. Inngilding ætti þó ekki einungis að byggjast á samvinnu og samábyrgð kennara og stjórnsýslu, heldur geta nemendur sjálfir gegnt lykilhlutverki í mótun viðhorfa. Markviss fræðsla og samræður við nemendur getur í því samhengi reynst afar árangursrík leið til að draga úr dómhörku og efla um leið bekkjaranda og jákvætt viðhorf í skólastofunni. Brennandi spurningar Þrátt fyrir að margar lausnir séu þekktar sit ég eftir með spurningar sem brenna á mér: Hvernig tryggjum við að fagmennska fylgi stuðningsfulltrúum sem vinna með viðkvæmustu börnunum? Hvernig getum við tryggt að snemmtæk íhlutun sé ekki orðin að slagorði, heldur raunveruleg aðgerð þar sem barn fær hjálp á réttum tíma? Hver ber í raun ábyrgð á því að hugmyndafræðin um inngildingu sé framkvæmd? Er það kennarinn, skólinn, sveitarfélagið eða ríkið? Þessar spurningar varpa ljósi á að við erum á vegferð – falleg orð á blaði duga ekki nema þau endurspeglist í verkum. Frá viðhorfi til veruleika Ef inngildandi skólastarf á að verða lifandi veruleiki, verðum við að byrja á viðhorfunum. Það þarf að endurskilgreina fjölbreytileikann sem styrk, efla fagvitund starfsfólks með markvissum hætti og tryggja að lausnir og úrræði séu bæði raunhæf og aðgengileg. Í upphafi spurði ég hvort viðhorf væru lykillinn, nú sit ég sannfærð: já, þau eru það. Viðhorfin ráða því hvernig hugmyndin um skóla án aðgreiningar birtist í daglegum veruleika barna og kennara. Þegar viðhorfin breytast, opnast dyr – og í gegnum þær eiga allir að geta gengið inn. Höfundur er meistaranemi í kennslufræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Það er oft sagt að viðhorf séu lykillinn að breytingum. Þegar rætt er um inngildingu og skóla án aðgreiningar verður það strax augljóst: hugmyndafræðin stendur og fellur með því hvernig við í skólunum horfum á og nálgumst fjölbreytileikann. Ef fjölbreytileiki er álitinn sem byrði, verður inngilding að þungri skyldu. Sé litið á hann sem auðlind getur hann skapað skólaumhverfi þar sem öll börn fá að blómstra. Viðhorf – meira í munni en í raun? Viðhorf kennara, foreldra, stjórnenda og jafnvel samnemenda skipta sköpum. Ef nemandi sem þarf stuðning er stimplaður fyrst og fremst út frá vanda sínum hefur það áhrif á sjálfsmynd hans, líðan og námsframvindu. Á móti getur jákvætt viðhorf – að sjá tækifæri í hverjum nemenda til framfara og lærdóms– gjörbreytt andrúmsloftinu í skólastofunni. Viðhorfið yrði þannig ekki aðeins huglæg afstaða heldur lykilatriði í framkvæmd inngildingarinnar. Þróun fagvitundar – hvernig verðum við betur í stakk búin? Starfsfólk skóla hefur marga möguleika til að efla fagvitund sína í starfi með fjölbreyttum nemendahópi. Námskeið, samráð og þverfaglegt samstarf eru mikilvægar leiðir. Fagvitund þróast þó ekki síður í gegnum daglegt starf, þegar kennarar staldra við, meta eigið starf og læra hvert af öðru.Það væri því rökrétt að gera kröfu um að þessi þróun væri sífelld – ekki aðeins þegar ný stefna er innleidd, heldur samofin öllu skólastarfi. Þannig verður fagvitund ekki aðeins einstaklingsmál heldur sameiginlegur grunnur sem allt starfsfólk byggir á. Lausnir sem virka Mín reynsla er sú að lausnir sem byggja á samstarfi gefa mestan árangur. Þegar teymi kennara hittist reglulega til að ræða einstaka nemendur og leita leiða til að þróa sameiginlegar lausnir, eykst bæði víðsýni og hugkvæmni, með því verður ábyrgðin ekki á herðum eins kennara, heldur dreifist á fleiri. Inngilding ætti þó ekki einungis að byggjast á samvinnu og samábyrgð kennara og stjórnsýslu, heldur geta nemendur sjálfir gegnt lykilhlutverki í mótun viðhorfa. Markviss fræðsla og samræður við nemendur getur í því samhengi reynst afar árangursrík leið til að draga úr dómhörku og efla um leið bekkjaranda og jákvætt viðhorf í skólastofunni. Brennandi spurningar Þrátt fyrir að margar lausnir séu þekktar sit ég eftir með spurningar sem brenna á mér: Hvernig tryggjum við að fagmennska fylgi stuðningsfulltrúum sem vinna með viðkvæmustu börnunum? Hvernig getum við tryggt að snemmtæk íhlutun sé ekki orðin að slagorði, heldur raunveruleg aðgerð þar sem barn fær hjálp á réttum tíma? Hver ber í raun ábyrgð á því að hugmyndafræðin um inngildingu sé framkvæmd? Er það kennarinn, skólinn, sveitarfélagið eða ríkið? Þessar spurningar varpa ljósi á að við erum á vegferð – falleg orð á blaði duga ekki nema þau endurspeglist í verkum. Frá viðhorfi til veruleika Ef inngildandi skólastarf á að verða lifandi veruleiki, verðum við að byrja á viðhorfunum. Það þarf að endurskilgreina fjölbreytileikann sem styrk, efla fagvitund starfsfólks með markvissum hætti og tryggja að lausnir og úrræði séu bæði raunhæf og aðgengileg. Í upphafi spurði ég hvort viðhorf væru lykillinn, nú sit ég sannfærð: já, þau eru það. Viðhorfin ráða því hvernig hugmyndin um skóla án aðgreiningar birtist í daglegum veruleika barna og kennara. Þegar viðhorfin breytast, opnast dyr – og í gegnum þær eiga allir að geta gengið inn. Höfundur er meistaranemi í kennslufræðum.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun