Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar 1. október 2025 13:30 Nýlega skrifaði ég pistil þar sem ég fagnaði fyrirhugaðri stækkun Þjóðleikhússins. Það er löngu tímabær fjárfesting í innviðum sviðslista og markar tímamót í menningarlífi þjóðarinnar. En þegar við horfum til framtíðar sviðslistanna er ekki síður mikilvægt að spyrja: hvað með dansinn? Danslistin hefur vaxið gríðarlega á Íslandi síðustu áratugina. Dansmenntun hefur styrkst, fjöldi listamanna og danshöfunda hefur aukist og íslenskar danssýningar hafa hlotið athygli bæði heima og erlendis. Þrátt fyrir þetta býr danslistin enn við skort á húsnæði og stuðningi, einkum í samanburði við önnur listform. Danshöfundar og dansarar þurfa að æfa í leigðum sölum sem eru oft óhentugir og ekki hannaðir með faglega dansstarfsemi í huga. Geymslu- og vinnuaðstaða fyrir leikmyndir, búninga og tæki er í raun engin. Þetta er staða sem aðrar sviðslistagreinar búa ekki við í sama mæli. Skorturinn á innviðum gerir starfsemina brothætta og takmarkar möguleika listamanna til að vinna stöðugt og af krafti hér heima. Dansinn getur ekki þrifist án rýmis og ef við ætlum að styðja við dansflokk á heimsmælikvarða sem Íslenski dansflokkurinn svo sannarlega er þá þurfum við að mæta þeim þörfum sem eru til staðar. Við þurfum ekki að horfa langt til að sjá áhrif þess að styðja við danslist á samfélagið. Í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi eru danshús nú sjálfsagðir innviðir. Þau eru ekki aðeins æfinga- og sýningarrými heldur menningarhús sem efla samfélagið allt með sýningum, fræðslu, samstarfi við skóla og alþjóðlegum verkefnum. Það að tryggja dansinum viðunandi vinnuumhverfi myndi ekki eingöngu borga sig fyrir fámennan hóp listamanna. Þar væri hægt að byggja heimili fyrir danslistina og menningarhús fyrir samfélagið allt. Þar gætu áhorfendur notið nýrra sýninga, börn og ungmenni fengið fyrirmyndir í hreyfingu og sköpun, og listgreinar hist og unnið saman. Það gæti orðið vettvangur fyrir alþjóðleg verkefni og aukið sýnileika Íslands á menningarsviðinu. Útfærslan á þessum aðstæðum þarf að ráðast í samtali við vettvanginn í heild. Mikilvægt er að ákvarðanir séu ekki teknar án okkar, jafnvel þótt hagræðingarsjónarmið ráði för. Ætlum við að styrkja þær stoðir sem nú þegar eru til staðar eins og Dansverkstæðið, Íslenska dansflokkinn og nýtt rými Þjóðleikhússins þar sem mögulega verður pláss fyrir dans eða er þörf á að gera eitthvað annað? Danslistin er líkamsbundin, alþjóðleg og aðgengileg. Hún talar beint til fólks, óháð tungumáli. Það er löngu tímabært að hún fái rými sem endurspeglar vægi sitt í íslensku menningarlífi. En við þurfum líka að tala um dans, vekja athygli á listforminu og lyfta því upp. Nýlega var frumsýndur söngleikurinn Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu, sannkölluð söngleikjaveisla þar sem söng-, dans- og leiklist fléttast saman í magnaða upplifun. Í gagnrýni um verkið sem birtist hér á Vísi nýlega er þó varla einu orði minnst á danshöfund, dansara eða þá töfra sem dansatriðin glæða verkinu.Það finnst mér undarlegt og merki um hvernig dansinn sé ekki talinn jafn á við önnur sviðslistaform. Það er kominn tími til að við tölum um dans og að dansinn verði jafngildur hluti af mengi sviðslista. Ég tel að næsta skref sé að sýna framtíðarsýn til langstíma og hefja aftur samtal um að leggja grunn að bættri aðstöðu fyrir danslistina. Við getum fagnað því að Þjóðleikhúsið stækkar og verði aðgengilegra– en það má ekki verða til þess að danslistin gleymist. Næsta skref í uppbyggingu sviðslista á Íslandi hlýtur að vera fyrir danslistina. Höfundur er formaður Félags íslenskra listdansara og forseti Sviðslistasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dans Menning Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Nýlega skrifaði ég pistil þar sem ég fagnaði fyrirhugaðri stækkun Þjóðleikhússins. Það er löngu tímabær fjárfesting í innviðum sviðslista og markar tímamót í menningarlífi þjóðarinnar. En þegar við horfum til framtíðar sviðslistanna er ekki síður mikilvægt að spyrja: hvað með dansinn? Danslistin hefur vaxið gríðarlega á Íslandi síðustu áratugina. Dansmenntun hefur styrkst, fjöldi listamanna og danshöfunda hefur aukist og íslenskar danssýningar hafa hlotið athygli bæði heima og erlendis. Þrátt fyrir þetta býr danslistin enn við skort á húsnæði og stuðningi, einkum í samanburði við önnur listform. Danshöfundar og dansarar þurfa að æfa í leigðum sölum sem eru oft óhentugir og ekki hannaðir með faglega dansstarfsemi í huga. Geymslu- og vinnuaðstaða fyrir leikmyndir, búninga og tæki er í raun engin. Þetta er staða sem aðrar sviðslistagreinar búa ekki við í sama mæli. Skorturinn á innviðum gerir starfsemina brothætta og takmarkar möguleika listamanna til að vinna stöðugt og af krafti hér heima. Dansinn getur ekki þrifist án rýmis og ef við ætlum að styðja við dansflokk á heimsmælikvarða sem Íslenski dansflokkurinn svo sannarlega er þá þurfum við að mæta þeim þörfum sem eru til staðar. Við þurfum ekki að horfa langt til að sjá áhrif þess að styðja við danslist á samfélagið. Í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi eru danshús nú sjálfsagðir innviðir. Þau eru ekki aðeins æfinga- og sýningarrými heldur menningarhús sem efla samfélagið allt með sýningum, fræðslu, samstarfi við skóla og alþjóðlegum verkefnum. Það að tryggja dansinum viðunandi vinnuumhverfi myndi ekki eingöngu borga sig fyrir fámennan hóp listamanna. Þar væri hægt að byggja heimili fyrir danslistina og menningarhús fyrir samfélagið allt. Þar gætu áhorfendur notið nýrra sýninga, börn og ungmenni fengið fyrirmyndir í hreyfingu og sköpun, og listgreinar hist og unnið saman. Það gæti orðið vettvangur fyrir alþjóðleg verkefni og aukið sýnileika Íslands á menningarsviðinu. Útfærslan á þessum aðstæðum þarf að ráðast í samtali við vettvanginn í heild. Mikilvægt er að ákvarðanir séu ekki teknar án okkar, jafnvel þótt hagræðingarsjónarmið ráði för. Ætlum við að styrkja þær stoðir sem nú þegar eru til staðar eins og Dansverkstæðið, Íslenska dansflokkinn og nýtt rými Þjóðleikhússins þar sem mögulega verður pláss fyrir dans eða er þörf á að gera eitthvað annað? Danslistin er líkamsbundin, alþjóðleg og aðgengileg. Hún talar beint til fólks, óháð tungumáli. Það er löngu tímabært að hún fái rými sem endurspeglar vægi sitt í íslensku menningarlífi. En við þurfum líka að tala um dans, vekja athygli á listforminu og lyfta því upp. Nýlega var frumsýndur söngleikurinn Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu, sannkölluð söngleikjaveisla þar sem söng-, dans- og leiklist fléttast saman í magnaða upplifun. Í gagnrýni um verkið sem birtist hér á Vísi nýlega er þó varla einu orði minnst á danshöfund, dansara eða þá töfra sem dansatriðin glæða verkinu.Það finnst mér undarlegt og merki um hvernig dansinn sé ekki talinn jafn á við önnur sviðslistaform. Það er kominn tími til að við tölum um dans og að dansinn verði jafngildur hluti af mengi sviðslista. Ég tel að næsta skref sé að sýna framtíðarsýn til langstíma og hefja aftur samtal um að leggja grunn að bættri aðstöðu fyrir danslistina. Við getum fagnað því að Þjóðleikhúsið stækkar og verði aðgengilegra– en það má ekki verða til þess að danslistin gleymist. Næsta skref í uppbyggingu sviðslista á Íslandi hlýtur að vera fyrir danslistina. Höfundur er formaður Félags íslenskra listdansara og forseti Sviðslistasambands Íslands.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun