„Þetta svíður mig mjög sárt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. október 2025 08:01 Arnar Gunnlaugsson kallar skilaboð til sinna manna í leiknum við Skotland á föstudaginn. Getty/Andrew Milligan Arnar Gunnlaugsson skildi þá Gylfa Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson eftir utan landsliðshóps Íslands fyrir komandi leiki en Aron Einar Gunnarsson er með. Hann lætur sig dreyma um sæti á HM á næsta ári. Flestir leikmenn íslenska liðsins eru heilir og til taks fyrir komandi verkefni. Þó ekki Orri Steinn Óskarsson sem er enn að glíma við meiðsli. Margur veltir upp stöðu gamla bandsins, svokallaða, en 36 ára gamall Aron Einar Gunnarsson fær sæti í hópnum á meðan Jóhann Berg Guðmundsson og Gylfi Þór Sigurðsson eru utan hans. Arnar segir þá Jóhann Berg og Gylfa Þór einfaldlega tapa samkeppni við yngri menn sem hafa verið að gera vel á miðju liðsins, sem og með sínum félagsliðum sem leika á hærra stigi en lið þeirra fyrrnefndu. Arnar var spurður hvort landsliðsferli Gylfa væri lokið. „Þetta er alls ekki búið. Þetta svíður mig mjög sárt. Hann er búinn að standa sig mjög vel seinni hluta mótsins og leikstaða hans hefur breyst - hann hefur færst aftar á miðjuna. Hverjir eru aftarlega á miðjunni hjá okkur? Það er bara bullandi samkeppni. Þar eru menn að spila á háu stigi og liðið að standa sig vel. Þetta er bara erfitt,“ segir Arnar í samtali við íþróttadeild og bætir við: „Samkvæmt minni stærðfræði þarf alltaf að taka einn út í staðinn, eða jafnvel tvo. Er það sanngjarnt gagnvart þeim sem eru að standa sig vel, bæði með landsliði og félagsliði? Þá kemst maður að því fyrir þennan glugga: Nei, það er ekki sanngjarnt.“ Erfitt að skilja Hjört eftir Aron Einar fái því sæti vegna þess að hann spilar sem miðvörður, en ekki sem miðjumaður líkt og þeir Gylfi og Jóhann. Það hafi þó verið erfitt að velja milli hans og Hjartar Hermannssonar. „Það er nákvæmlega þannig. Spot on. Þú ert góður í stærðfræði. Þetta er í raun þannig. Hann er hugsaður sem miðvörður í landsliðinu en datt út síðast. Hjörtur kom þá inn og var frábær fyrir okkur. Því miður dettur hann út núna því Aron Einar er heill og við teljum hann betri kost í þennan glugga núna. Ef Aron Einar meiðist eða Sverrir Ingi eða annar þá veit ég að minn maður Hjörtur er klár í kallið,“ segir Arnar. Lætur sig dreyma Komandi leikir hafa gríðarlegt mikilvægi. Ísland er með þrjú stig í öðru sæti riðilsins, fyrir neðan Frakka sem hafa sex en fyrir ofan Úkraínu og Aserbaídsjan sem eru með eitt hvort. Nú eru fram undan tveir heimaleikir við Úkraínu og Frakka. Ljóst er að úr þeim þurfa að fást þrjú stig áður en við taka útileikir við Úkraínumenn og Asera í nóvember. Arnar leyfir sér að dreyma. „Ég er draumóramaður. Ég leyfi mér að dreyma um það að eftir blaðamannafund eftir leik gegn Úkraínu þar sem við förum með sigur af hólmi, að við séum einfaldlega að fara að tala um úrslitaleik við Frakka um að ná fyrsta sætinu. Hversu fáránlegt sem það kann að hljóma þá er það bara staðreynd sem við eigum að fagna og berjast fyrir og gera allt sem í okkar valdi stendur til að upplifa þann draum,“ segir Arnar. Viðtalið í heild má sjá að neðan en fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins að ofan. Klippa: Arnar skýrir valið og lætur sig dreyma Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjá meira
Flestir leikmenn íslenska liðsins eru heilir og til taks fyrir komandi verkefni. Þó ekki Orri Steinn Óskarsson sem er enn að glíma við meiðsli. Margur veltir upp stöðu gamla bandsins, svokallaða, en 36 ára gamall Aron Einar Gunnarsson fær sæti í hópnum á meðan Jóhann Berg Guðmundsson og Gylfi Þór Sigurðsson eru utan hans. Arnar segir þá Jóhann Berg og Gylfa Þór einfaldlega tapa samkeppni við yngri menn sem hafa verið að gera vel á miðju liðsins, sem og með sínum félagsliðum sem leika á hærra stigi en lið þeirra fyrrnefndu. Arnar var spurður hvort landsliðsferli Gylfa væri lokið. „Þetta er alls ekki búið. Þetta svíður mig mjög sárt. Hann er búinn að standa sig mjög vel seinni hluta mótsins og leikstaða hans hefur breyst - hann hefur færst aftar á miðjuna. Hverjir eru aftarlega á miðjunni hjá okkur? Það er bara bullandi samkeppni. Þar eru menn að spila á háu stigi og liðið að standa sig vel. Þetta er bara erfitt,“ segir Arnar í samtali við íþróttadeild og bætir við: „Samkvæmt minni stærðfræði þarf alltaf að taka einn út í staðinn, eða jafnvel tvo. Er það sanngjarnt gagnvart þeim sem eru að standa sig vel, bæði með landsliði og félagsliði? Þá kemst maður að því fyrir þennan glugga: Nei, það er ekki sanngjarnt.“ Erfitt að skilja Hjört eftir Aron Einar fái því sæti vegna þess að hann spilar sem miðvörður, en ekki sem miðjumaður líkt og þeir Gylfi og Jóhann. Það hafi þó verið erfitt að velja milli hans og Hjartar Hermannssonar. „Það er nákvæmlega þannig. Spot on. Þú ert góður í stærðfræði. Þetta er í raun þannig. Hann er hugsaður sem miðvörður í landsliðinu en datt út síðast. Hjörtur kom þá inn og var frábær fyrir okkur. Því miður dettur hann út núna því Aron Einar er heill og við teljum hann betri kost í þennan glugga núna. Ef Aron Einar meiðist eða Sverrir Ingi eða annar þá veit ég að minn maður Hjörtur er klár í kallið,“ segir Arnar. Lætur sig dreyma Komandi leikir hafa gríðarlegt mikilvægi. Ísland er með þrjú stig í öðru sæti riðilsins, fyrir neðan Frakka sem hafa sex en fyrir ofan Úkraínu og Aserbaídsjan sem eru með eitt hvort. Nú eru fram undan tveir heimaleikir við Úkraínu og Frakka. Ljóst er að úr þeim þurfa að fást þrjú stig áður en við taka útileikir við Úkraínumenn og Asera í nóvember. Arnar leyfir sér að dreyma. „Ég er draumóramaður. Ég leyfi mér að dreyma um það að eftir blaðamannafund eftir leik gegn Úkraínu þar sem við förum með sigur af hólmi, að við séum einfaldlega að fara að tala um úrslitaleik við Frakka um að ná fyrsta sætinu. Hversu fáránlegt sem það kann að hljóma þá er það bara staðreynd sem við eigum að fagna og berjast fyrir og gera allt sem í okkar valdi stendur til að upplifa þann draum,“ segir Arnar. Viðtalið í heild má sjá að neðan en fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins að ofan. Klippa: Arnar skýrir valið og lætur sig dreyma
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjá meira