Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. október 2025 19:01 Kröfuhafar Play keppast við að hefja starfsemi félagsins á Möltu á ný og semja aftur við flugvélaleigusala. Fyrrum starfsmaður maltneska félagsins segist hafa farið út fyrir umboð sitt þegar hann tjáði sig um fjármögnun félagsins í upptöku sem lekið var til fjölmiðla. Ríflega áttatíu starfsmenn Play Europe á Möltu bíða eftir að starfsemin þar hefjist að nýju. Kröfuhafar eru í kappi við tímann við að endurnýja samninga við flugvélaleigusala um rekstur allt að sex véla fyrir félagið. Fyrrum starfsmaður félagsins á Möltu segist hafa gengið of langt þegar hann lýsti yfir að búið væri að tryggja fjármögnun félagsins þar. Skuldabréfaeigendur í Play á Íslandi sem lögðu félaginu til 2,8 milljarða í lok ágúst keppast nú við að bjarga rekstri dótturfélagsins, Play Europe á Möltu, undir nafninu Fly Play Europe Holdco sem stofnað var 2. september síðastliðinn. Fundur með flugvélaleigusölum í næstu viku Samkvæmt upplýsingum fréttastofu losnaði um samninga dótturfélagsins við flugvélaleigusalann AerCap við fall Play hér á landi. Nú sé verið að reyna ná samningum um leigu á fjórum til sex vélum fyrir reksturinn á Möltu. Fundur með leigusölum hefur verið staðfestur í næstu viku. Nóg að gera á Möltu Saga Play Europe hófst fyrir alvöru þegar félagið fékk afhent flugrekstrarleyfi á Möltu í mars sl. Frá þeim tíma hafa þrjár leiguvélar flogið á vegum Play á Möltu og hafa áhafnir þeirra talið um sextíu manns samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Vélarnar hafa flogið frá flugvöllum á Moldóvu, Póllandi og Egyptalandi. Þá hafa átján manns starfað á skrifstofu Play á Möltu síðustu mánuði. Við fall Play hér á landi á mánudaginn stöðvaðist starfsemi dótturfélagsins á Möltu líka. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var nóg af verkefnum fram undan. Til að mynda féll niður leiguflug félagsins í dag. Starfsmannafundur til að róa áhafnirnar Stjórnendur félagsins ytra áttu fjarfund með áhöfnum Möltu félagsins í gær. Á upptöku sem barst fréttastofu má heyra þegar yfirmenn reynt að róa áhyggjufullt starfsfólk. Fundurinn fór fram á ensku en meðfylgjandi er þýðing þar sem Carmen Cuschieri, yfirmaður flugþjóna hjá Fly Play Europe reynir að stappa stálinu í starfsfólk varðandi framhaldið. „Flyplay Europe er algjörlega aðskilið Play á Íslandi. Svo þó að hinu íslenska félagi sé lokað þýðir það ekki að Flyplay Europe sé lokað. Staðreyndin er að við munum reyna að færa vélarnar hraðar yfir í okkar rekstur, það fer þó eftir ýmsu.“ Þá kemur eftirfarandi fram á fundinum hjá Halldóri Guðfinnssyni sem var þá flugrekstrarstjóri Play og maltneska dótturfélagsins. „Margir vina minna hér á Íslandi voru að missa vinnu sína. Ég er ekki einn af þeim. .Ég er kannski einn af tveimur sem er enn með vinnu. Ég væri ekki að vinna fyrir Fly Play Europe ef ég væri ekki viss um að það væri búið að tryggja fjármögnun fyrir verkefnið. Það er alveg á hreinu.“ Hafi hvorki haft þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármögnun félagsins Halldór fékk uppsagnarbréf hvað Play á Íslandi varðar afhent fimmtán mínútum eftir þennan starfsmannafund og sagði í kjölfarið upp störfum sínum fyrir Play á Möltu. Í yfirlýsingu til fréttastofu frá honum vegna málsins kemur fram að hann hafi hvorki haft þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármögnun félagsins með þessum hætti. Tilfinningin á fundinum hafi verið þung vegna gjaldþrots Play á Íslandi og hann hafi gengið of langt til að lyfta anda starfsfólksins. Vegna fréttaumfjöllunar sem byggð er á upptöku af ummælum mínum á fjarfundi meðal starfsmanna hjá PLAY Europe á Möltu í gær vil ég árétta eftirfarandi: Á fundinum greip ég til orðfæris um fjármögnun Play Europe sem ég hef hvorki þekkingu né umboð til að tjá mig um. Tilfinning á fundinum var þung vegna gjaldþrots Play á Íslandi og ég gekk of langt til að reyna lyfta andanum meðal starfsfólks míns. Mér þykir mjög leitt að orð mín af lokuðum fundi hafi verið lekið í fjölmiðla. Yfirmenn Möltufélagsins sendu svo starfsfólki bréf eftir fundinn. Þar kom fram að líklega tæki allt að tíu vikur en ekki nokkra daga ná samningum við flugvélaleigusalann AerCap og koma starfseminni á Möltu aftur í gang Gjaldþrot Play Play Ferðaþjónusta Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð í Mosfellsbæ Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Sjá meira
Skuldabréfaeigendur í Play á Íslandi sem lögðu félaginu til 2,8 milljarða í lok ágúst keppast nú við að bjarga rekstri dótturfélagsins, Play Europe á Möltu, undir nafninu Fly Play Europe Holdco sem stofnað var 2. september síðastliðinn. Fundur með flugvélaleigusölum í næstu viku Samkvæmt upplýsingum fréttastofu losnaði um samninga dótturfélagsins við flugvélaleigusalann AerCap við fall Play hér á landi. Nú sé verið að reyna ná samningum um leigu á fjórum til sex vélum fyrir reksturinn á Möltu. Fundur með leigusölum hefur verið staðfestur í næstu viku. Nóg að gera á Möltu Saga Play Europe hófst fyrir alvöru þegar félagið fékk afhent flugrekstrarleyfi á Möltu í mars sl. Frá þeim tíma hafa þrjár leiguvélar flogið á vegum Play á Möltu og hafa áhafnir þeirra talið um sextíu manns samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Vélarnar hafa flogið frá flugvöllum á Moldóvu, Póllandi og Egyptalandi. Þá hafa átján manns starfað á skrifstofu Play á Möltu síðustu mánuði. Við fall Play hér á landi á mánudaginn stöðvaðist starfsemi dótturfélagsins á Möltu líka. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var nóg af verkefnum fram undan. Til að mynda féll niður leiguflug félagsins í dag. Starfsmannafundur til að róa áhafnirnar Stjórnendur félagsins ytra áttu fjarfund með áhöfnum Möltu félagsins í gær. Á upptöku sem barst fréttastofu má heyra þegar yfirmenn reynt að róa áhyggjufullt starfsfólk. Fundurinn fór fram á ensku en meðfylgjandi er þýðing þar sem Carmen Cuschieri, yfirmaður flugþjóna hjá Fly Play Europe reynir að stappa stálinu í starfsfólk varðandi framhaldið. „Flyplay Europe er algjörlega aðskilið Play á Íslandi. Svo þó að hinu íslenska félagi sé lokað þýðir það ekki að Flyplay Europe sé lokað. Staðreyndin er að við munum reyna að færa vélarnar hraðar yfir í okkar rekstur, það fer þó eftir ýmsu.“ Þá kemur eftirfarandi fram á fundinum hjá Halldóri Guðfinnssyni sem var þá flugrekstrarstjóri Play og maltneska dótturfélagsins. „Margir vina minna hér á Íslandi voru að missa vinnu sína. Ég er ekki einn af þeim. .Ég er kannski einn af tveimur sem er enn með vinnu. Ég væri ekki að vinna fyrir Fly Play Europe ef ég væri ekki viss um að það væri búið að tryggja fjármögnun fyrir verkefnið. Það er alveg á hreinu.“ Hafi hvorki haft þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármögnun félagsins Halldór fékk uppsagnarbréf hvað Play á Íslandi varðar afhent fimmtán mínútum eftir þennan starfsmannafund og sagði í kjölfarið upp störfum sínum fyrir Play á Möltu. Í yfirlýsingu til fréttastofu frá honum vegna málsins kemur fram að hann hafi hvorki haft þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármögnun félagsins með þessum hætti. Tilfinningin á fundinum hafi verið þung vegna gjaldþrots Play á Íslandi og hann hafi gengið of langt til að lyfta anda starfsfólksins. Vegna fréttaumfjöllunar sem byggð er á upptöku af ummælum mínum á fjarfundi meðal starfsmanna hjá PLAY Europe á Möltu í gær vil ég árétta eftirfarandi: Á fundinum greip ég til orðfæris um fjármögnun Play Europe sem ég hef hvorki þekkingu né umboð til að tjá mig um. Tilfinning á fundinum var þung vegna gjaldþrots Play á Íslandi og ég gekk of langt til að reyna lyfta andanum meðal starfsfólks míns. Mér þykir mjög leitt að orð mín af lokuðum fundi hafi verið lekið í fjölmiðla. Yfirmenn Möltufélagsins sendu svo starfsfólki bréf eftir fundinn. Þar kom fram að líklega tæki allt að tíu vikur en ekki nokkra daga ná samningum við flugvélaleigusalann AerCap og koma starfseminni á Möltu aftur í gang
Vegna fréttaumfjöllunar sem byggð er á upptöku af ummælum mínum á fjarfundi meðal starfsmanna hjá PLAY Europe á Möltu í gær vil ég árétta eftirfarandi: Á fundinum greip ég til orðfæris um fjármögnun Play Europe sem ég hef hvorki þekkingu né umboð til að tjá mig um. Tilfinning á fundinum var þung vegna gjaldþrots Play á Íslandi og ég gekk of langt til að reyna lyfta andanum meðal starfsfólks míns. Mér þykir mjög leitt að orð mín af lokuðum fundi hafi verið lekið í fjölmiðla.
Gjaldþrot Play Play Ferðaþjónusta Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð í Mosfellsbæ Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Sjá meira