„Það verður andskoti flókið“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. október 2025 21:02 Sigurgeir Brynjar segir möguleika á því að ekkert veiðist af makríl á næsta ári. Vísir/Sigurjón Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar segir mögulegt að lítið sem ekkert verði veitt af makríl næsta sumar. Samdráttur í ráðlögðum veiðum og breytingar á veiðigjöldum vegi þar þungt. Alþjóðahafrannsóknarráðið birti í gær ráðgjöf um veiðar á norsk-íslenskri vorgotssíld, makríl og kolmunna fyrir næsta ár. Ráðið leggur til 70 prósent minni veiðar á makríl en í ár og 41 prósent minni veiði á kolmunna. Aftur á móti er þriðjungshækkun ráðlögð í veiðum á síldinni. Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir uppsjávarfyrirtæki horfa fram á tugmilljarða tekjusamdrátt á næsta ári. „Andskoti flókið“ Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum segir um áfall að ræða, og er ekki bjartsýnn fyrir næsta sumri. „Það verður andskoti flókið. Það verður snúið að starta verksmiðju fyrir lítið magn. Ég held að það verði mjög miklar hreyfingar á næsta sumri, og hvernig menn fara í að veiða makrílinn er svolítið óljóst,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Í sumar hafi makríll veiðst óvenju lengi, en tvö ár á undan hafi vertíðin verið búin í kringum 20. ágúst. „Þá er einmitt besti makríllinn að koma fram. Þá er hann að þéttast í holdinu og átan að minnka í honum, og gæðin að verða viðunandi.“ Sigurgeir segir að það sé við þær aðstæður sem verðið sem fáist fyrir makríl upp úr sjó og sé sambærilegt verði í Noregi. Sé hann veiddur fyrr, til að mynda í júlí, séu gæðin minni og verðið um helmingur af því sem fáist í Noregi. Veiðigjald af makríl mun miðast við 80 prósent af markaðsvirði hans í Noregi þegar breytt veiðigjöld taka gildi. Meira fyrir fiskinn eða alls ekki neitt „Hvernig á svo að taka sénsinn? Á að fara seint af stað, og svo er kannski vertíðin eins og í fyrra og endar snemma. Þetta verður helvíti mikið veðmál sem menn verða að taka, hvernig á að veiða næsta sumar.“ Þannig að menn gætu, ef þeir taka sénsinn á að fá betri makríl og meira fyrir hann, setið uppi með ekki neitt? „Það gæti verið niðurstaðan, sem er auðvitað hættulegt í þessu öllu saman.“ Breytingar á veiðigjöldum muni því hafa áhrif á ákvarðanatöku manna að þessu leyti. „Þannig að það sem stjórnvöld eru að gefa sér, að það sé til eitthvað heimsmarkaðsverð á makríl, ég ætla bara að orða það svona: Það er bara della.“ Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Sjá meira
Alþjóðahafrannsóknarráðið birti í gær ráðgjöf um veiðar á norsk-íslenskri vorgotssíld, makríl og kolmunna fyrir næsta ár. Ráðið leggur til 70 prósent minni veiðar á makríl en í ár og 41 prósent minni veiði á kolmunna. Aftur á móti er þriðjungshækkun ráðlögð í veiðum á síldinni. Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir uppsjávarfyrirtæki horfa fram á tugmilljarða tekjusamdrátt á næsta ári. „Andskoti flókið“ Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum segir um áfall að ræða, og er ekki bjartsýnn fyrir næsta sumri. „Það verður andskoti flókið. Það verður snúið að starta verksmiðju fyrir lítið magn. Ég held að það verði mjög miklar hreyfingar á næsta sumri, og hvernig menn fara í að veiða makrílinn er svolítið óljóst,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Í sumar hafi makríll veiðst óvenju lengi, en tvö ár á undan hafi vertíðin verið búin í kringum 20. ágúst. „Þá er einmitt besti makríllinn að koma fram. Þá er hann að þéttast í holdinu og átan að minnka í honum, og gæðin að verða viðunandi.“ Sigurgeir segir að það sé við þær aðstæður sem verðið sem fáist fyrir makríl upp úr sjó og sé sambærilegt verði í Noregi. Sé hann veiddur fyrr, til að mynda í júlí, séu gæðin minni og verðið um helmingur af því sem fáist í Noregi. Veiðigjald af makríl mun miðast við 80 prósent af markaðsvirði hans í Noregi þegar breytt veiðigjöld taka gildi. Meira fyrir fiskinn eða alls ekki neitt „Hvernig á svo að taka sénsinn? Á að fara seint af stað, og svo er kannski vertíðin eins og í fyrra og endar snemma. Þetta verður helvíti mikið veðmál sem menn verða að taka, hvernig á að veiða næsta sumar.“ Þannig að menn gætu, ef þeir taka sénsinn á að fá betri makríl og meira fyrir hann, setið uppi með ekki neitt? „Það gæti verið niðurstaðan, sem er auðvitað hættulegt í þessu öllu saman.“ Breytingar á veiðigjöldum muni því hafa áhrif á ákvarðanatöku manna að þessu leyti. „Þannig að það sem stjórnvöld eru að gefa sér, að það sé til eitthvað heimsmarkaðsverð á makríl, ég ætla bara að orða það svona: Það er bara della.“
Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Sjá meira