Sport

Dag­skráin í dag: Skipti­borðið og Blikar í Evrópu

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Breiðablik rúllar boltanum af stað í Sambandsdeildinni.
Breiðablik rúllar boltanum af stað í Sambandsdeildinni.

Sneisafulla dagskrá má finna á íþróttarásum Sýnar þennan fimmtudaginn.

Breiðablik spilar fyrsta leik vetrarins í Sambansdeildinni og sömuleiðis rúllar boltinn í Evrópudeildinni, þar sem margir Íslendingar verða í eldlínunni.

Bónus deild karla hefst svo að nýju eftir sumarfrí með fjórum fjörugum leikjum í kvöld sem Skiptiborðið mun fylgjast með. Tilþrifaþáttur verður svo sýndur að leikjunum loknum áður en Big Ben svalar þorstanum fyrir svefninn.

Sýn Sport Viaplay

16:35 - Lausanne og Breiðablik mætast í fyrstu umferð Sambandsdeildarinnar.

18:50 - Feyenoord og Aston Villa mætast í fyrstu umferð Evrópudeildarinnar.

23:05 - Red Wings og Maple Leafs mætast í NHL íshokkídeildinni.

Sýn Sport

16:35 - Roma tekur á móti Lille í Evrópudeildinni. Hákon Arnar Haraldsson verður í eldlínunni.

18:50 - Nottingham Forest tekur á móti Midtjylland í Evrópudeildinni. Elías Rafn Ólafsson verður í eldlínunni.

22:10 - Big Ben gerir upp vikuna og hitar upp fyrir helgina. Gummi Ben, Hjálmar Örn og Kjartan Henry taka á móti góðum gestum.

Sýn Sport 2

16:35 - Celtic tekur á móti Braga í Evrópudeildinni.

18:50 - Sturm Graz tekur á móti Rangers í Evrópudeildinni.

Sýn Sport 3

16:35 - Dynamo Kíev tekur á móti Crystal Palace í Sambandsdeildinni.

18:50 - Fiorentina tekur á móti Sigma Olomouc í Evrópudeildinni. Albert Guðmundsson verður í eldlínunni.

Sýn Sport 4

23:00 - Lotte Championship á LPGA mótaröðinni.

Sýn Sport Ísland

19:10 - Skiptiborðið fylgist með öllum leikjum Bónus deildar karla.

21:15 - Tilþrifin taka saman allt það helsta úr leikjum kvöldsins í Bónus deild karla.

Sýn Sport Ísland 2

19:05 - KR tekur á móti Stjörnunni í fyrstu umferð Bónus deildar karla.

Sýn Sport Ísland 3

19:05 - Keflavík tekur á móti ÍR í fyrstu umferð Bónus deildar karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×