7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar 2. október 2025 07:32 Í fjárlagafrumvarpi 2026 er lagt til að fella niður almenna heimild til skattfrjálsrar ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán. Í umsögn Visku um frumvarpið er bent á að afnámið kostar heimilin um 7 milljarða króna á árinu 2026 og mun leiða til þess að stuðningur við húsnæðiseigendur verður við sögulegt lágmark á næsta ári. Viska skorar á stjórnvöld að framlengja almennu heimildina út 2026 hið minnsta meðan unnið er að heildarendurskoðun eigendastuðnings á Íslandi. Mikilvægur skattaafsláttur og helmingur eigendastuðnings Frá 2014 hefur skattaafsláttur og tilsvarandi húsnæðisstuðningur vegna almennu heimildarinnar numið um 90 milljörðum króna alls á verðlagi ársins 2025 – þar af um 7 milljörðum á árinu 2025. Þetta eru peningar sem íslensk heimili hafa nýtt til að lækka skuldsetningu sína. Sé gert ráð fyrir sömu nýtingu á árinu 2026 mun afnámið því kosta heimilin um 7 milljarða króna, í formi tapaðs skattaafsláttar, sem líta má á sem ígildi skattahækkana. Rétt er að benda að þessi tapaði skattaafsláttur er sambærilegur við skattahækkunina sem felst í endurskoðun á skattlagningu ökutækja og eldsneytis á árinu 2026. Afnám almenna úrræðisins ,um helmings eigendastuðnings á Íslandi, gerir vonda stöðu í húsnæðismálum þá enn verri því eigendastuðningur á Íslandi er nú þegar mjög lágur í sögulegu og alþjóðlegu samhengi. Framlengja, endurskoða og afnema skattleysi á margar íbúðir Að mati Visku er óhjákvæmilegt að stjórnvöld framlengi áðurnefnt úrræði hið minnsta út árið 2026 á meðan eigendastuðningur hins opinbera er tekinn til endurskoðunar. Samhliða ættu stjórnvöld að beita sér af krafti fyrir aðgerðum sem auka framboð íbúðarhúsnæðis fyrir almenning ekki fjárfesta, t.a.m. með því að koma böndum á skammtímaleigu til ferðamanna og afnema skattleysi á söluhagnað þeirra sem eiga margar íbúðir. Bendir Viska á þá einstöku staðreynd að hagnaður af sölu íbúðarhúsnæðis á Íslandi er skattfrjáls hafi aðili átt hina seldu eign í full tvö ár og ef heildarrúmmál íbúðarhúsnæðis er undir 600 m3 hjá einstaklingi. Jafngildir það skattleysi á þrjár 70-80 fermetra íbúðir miðað við venjulega lofthæð svo dæmi séu tekin. Það skýtur skökku við að fyrri stjórnvöld skuli hafa valið að ýta undir fasteignaverð á Íslandi með skattleysi til þeirra sem eiga margar íbúðir, þegar húsnæðisvandi unga fólksins er sögulegur og mun bara aukast á næstu árum. Þessu til frekari glöggvunar bendum við á umfjöllun Visku um kynslóðaójöfnuð. Höfundur er hagfræðingur Visku – stéttarfélags háskólamenntaðra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárlagafrumvarp 2026 Stéttarfélög Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Í fjárlagafrumvarpi 2026 er lagt til að fella niður almenna heimild til skattfrjálsrar ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán. Í umsögn Visku um frumvarpið er bent á að afnámið kostar heimilin um 7 milljarða króna á árinu 2026 og mun leiða til þess að stuðningur við húsnæðiseigendur verður við sögulegt lágmark á næsta ári. Viska skorar á stjórnvöld að framlengja almennu heimildina út 2026 hið minnsta meðan unnið er að heildarendurskoðun eigendastuðnings á Íslandi. Mikilvægur skattaafsláttur og helmingur eigendastuðnings Frá 2014 hefur skattaafsláttur og tilsvarandi húsnæðisstuðningur vegna almennu heimildarinnar numið um 90 milljörðum króna alls á verðlagi ársins 2025 – þar af um 7 milljörðum á árinu 2025. Þetta eru peningar sem íslensk heimili hafa nýtt til að lækka skuldsetningu sína. Sé gert ráð fyrir sömu nýtingu á árinu 2026 mun afnámið því kosta heimilin um 7 milljarða króna, í formi tapaðs skattaafsláttar, sem líta má á sem ígildi skattahækkana. Rétt er að benda að þessi tapaði skattaafsláttur er sambærilegur við skattahækkunina sem felst í endurskoðun á skattlagningu ökutækja og eldsneytis á árinu 2026. Afnám almenna úrræðisins ,um helmings eigendastuðnings á Íslandi, gerir vonda stöðu í húsnæðismálum þá enn verri því eigendastuðningur á Íslandi er nú þegar mjög lágur í sögulegu og alþjóðlegu samhengi. Framlengja, endurskoða og afnema skattleysi á margar íbúðir Að mati Visku er óhjákvæmilegt að stjórnvöld framlengi áðurnefnt úrræði hið minnsta út árið 2026 á meðan eigendastuðningur hins opinbera er tekinn til endurskoðunar. Samhliða ættu stjórnvöld að beita sér af krafti fyrir aðgerðum sem auka framboð íbúðarhúsnæðis fyrir almenning ekki fjárfesta, t.a.m. með því að koma böndum á skammtímaleigu til ferðamanna og afnema skattleysi á söluhagnað þeirra sem eiga margar íbúðir. Bendir Viska á þá einstöku staðreynd að hagnaður af sölu íbúðarhúsnæðis á Íslandi er skattfrjáls hafi aðili átt hina seldu eign í full tvö ár og ef heildarrúmmál íbúðarhúsnæðis er undir 600 m3 hjá einstaklingi. Jafngildir það skattleysi á þrjár 70-80 fermetra íbúðir miðað við venjulega lofthæð svo dæmi séu tekin. Það skýtur skökku við að fyrri stjórnvöld skuli hafa valið að ýta undir fasteignaverð á Íslandi með skattleysi til þeirra sem eiga margar íbúðir, þegar húsnæðisvandi unga fólksins er sögulegur og mun bara aukast á næstu árum. Þessu til frekari glöggvunar bendum við á umfjöllun Visku um kynslóðaójöfnuð. Höfundur er hagfræðingur Visku – stéttarfélags háskólamenntaðra
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun