Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. október 2025 17:30 Fjórir fyrrverandi leikmenn Manchester United sem áttu gott kvöld í Meistaradeild Evrópu í gær. vísir/getty Svo virðist sem allir leikmenn blómstri um leið og þeir yfirgefa Manchester United. Gamlir United-menn gerðu það allavega gott í Meistaradeild Evrópu í gær. United endaði í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og er þar af leiðandi ekki í Evrópukeppni á þessu tímabili. Hins vegar eru margir fyrrverandi leikmenn United að spila í Evrópukeppni, þar á meðal Meistaradeildinni þar sem nokkrir þeirra sýndu sínar bestu hliðar í gær. Former Manchester United players were shining in the #UCL this evening 🏅 pic.twitter.com/zGK5cxX2oq— CBS Sports Golazo ⚽️ (@CBSSportsGolazo) October 1, 2025 Rasmus Højlund skoraði bæði mörk Napoli þegar liðið sigraði Sporting, 2-1, á Diego Maradona leikvanginum í gær. Illa gekk hjá Højlund hjá United á síðasta tímabili en hann hefur skorað þrjú mörk fyrir Napoli eftir að hafa verið lánaður til Ítalíumeistaranna. Højlund var valinn maður leiksins í gær og tveir aðrir fyrrverandi leikmenn United fengu sömu viðurkenningu í Meistaradeildinni. Anthony Elanga var valinn maður leiksins í 0-4 sigri Newcastle United á Royale Union Saint-Gilloise og Marcel Sabitzer þótti hafa skarað fram úr í 4-1 sigri Borussia Dortmund á Athletic Bilbao. Marcus Rashford lagði svo upp mark Barcelona í 1-2 tapi fyrir Paris Saint-Germain. Enski landsliðsmaðurinn hefur verið sjóðheitur að undanförnu og komið að marki í sjö leikjum í röð fyrir lið og land. Rashford hefur leikið níu leiki fyrir Barcelona, skorað tvö mörk og lagt upp fimm. Ruben Amorim, knattspyrnustjóri United, sigtaði Rashford fljótlega út eftir að hann tók við liðinu og lánaði hann til Aston Villa seinni hluta síðasta tímabils. Rashford var svo lánaður til Spánarmeistaranna í sumar. United hefur farið illa af stað í ensku úrvalsdeildinni og er í 14. sæti hennar með sjö stig eftir sex umferðir. Amorim situr í heitu sæti og má ekki við slæmum úrslitum þegar United tekur á móti Sunderland á laugardaginn. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Sjá meira
United endaði í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og er þar af leiðandi ekki í Evrópukeppni á þessu tímabili. Hins vegar eru margir fyrrverandi leikmenn United að spila í Evrópukeppni, þar á meðal Meistaradeildinni þar sem nokkrir þeirra sýndu sínar bestu hliðar í gær. Former Manchester United players were shining in the #UCL this evening 🏅 pic.twitter.com/zGK5cxX2oq— CBS Sports Golazo ⚽️ (@CBSSportsGolazo) October 1, 2025 Rasmus Højlund skoraði bæði mörk Napoli þegar liðið sigraði Sporting, 2-1, á Diego Maradona leikvanginum í gær. Illa gekk hjá Højlund hjá United á síðasta tímabili en hann hefur skorað þrjú mörk fyrir Napoli eftir að hafa verið lánaður til Ítalíumeistaranna. Højlund var valinn maður leiksins í gær og tveir aðrir fyrrverandi leikmenn United fengu sömu viðurkenningu í Meistaradeildinni. Anthony Elanga var valinn maður leiksins í 0-4 sigri Newcastle United á Royale Union Saint-Gilloise og Marcel Sabitzer þótti hafa skarað fram úr í 4-1 sigri Borussia Dortmund á Athletic Bilbao. Marcus Rashford lagði svo upp mark Barcelona í 1-2 tapi fyrir Paris Saint-Germain. Enski landsliðsmaðurinn hefur verið sjóðheitur að undanförnu og komið að marki í sjö leikjum í röð fyrir lið og land. Rashford hefur leikið níu leiki fyrir Barcelona, skorað tvö mörk og lagt upp fimm. Ruben Amorim, knattspyrnustjóri United, sigtaði Rashford fljótlega út eftir að hann tók við liðinu og lánaði hann til Aston Villa seinni hluta síðasta tímabils. Rashford var svo lánaður til Spánarmeistaranna í sumar. United hefur farið illa af stað í ensku úrvalsdeildinni og er í 14. sæti hennar með sjö stig eftir sex umferðir. Amorim situr í heitu sæti og má ekki við slæmum úrslitum þegar United tekur á móti Sunderland á laugardaginn.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Sjá meira