Innlent

Hraðamyndavélar settar upp við Þing­velli

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Hraðamyndavélarnar eiga að stuðla að umferðaröryggi.
Hraðamyndavélarnar eiga að stuðla að umferðaröryggi. Vísir/Vilhelm

Tvær hraðamyndavélar verða teknar í notkun á Þingvallavegi austan þjónustumiðstöðvar á morgun, þann 3. október. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni þar sem segir að markmiðið sé að auka umferðaröryggi.

Sjálfvirkt hraðaeftirlit sé ein af megináherslum í umferðaröryggisáætlun stjórnvalda. Tilgangurinn sé að draga úr ökuhraða á þjóðvegum og auka þar með umferðaröryggi.

Um er að ræða stafræna myndatöku þar sem upplýsingar um hraðabrot eru sendar samstundis til lögreglu, að því er segir á vef Vegagerðarinnar. Þar segir að ekki sé tekin mynd nema um brot sé að ræða. Skilti sem gefi eftirlitið til kynna hafi verið sett upp á Þingvallavegi.

Vegagerðin beri ábyrgð á tæknilegri framkvæmd eftirlitsins. Ríkislögreglustjóri beri ábyrgð á úrvinnslu og innheimtu sekta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×