Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Árni Sæberg skrifar 2. október 2025 16:23 Daníel Örn ásamt verjanda sínum, Þorgils Þorgilssyni. Vísir/Vilhelm Daníel Örn Unnarsson, þrítugur maður, hefur verið dæmdur til fimm ára fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps. Hann stakk lækni á kvöldgöngu ásamt konu sinni og vinahjónum ítrekað í Lundi í Kópavogi síðasta sumar. Landsréttur þyngdi dóm héraðsdóms, sem taldi rétt að fara niður fyrir lágmarksrefsingu. Daníel Örn var ákærður og sakfelldur fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið lækninn að minnsta kosti fjórum sinnum í háls, síðu og nára. Hann játaði verknaðinn en hafnaði því að um tilraun til manndráps hafi verið að ræða. Í héraði var Daníel Örn dæmdur til fjögurra ára óskilorðsbundins fangelsis fyrir tilraun til manndráps en það vakti athygli, enda er lágmarksrefsing fyrir tilraun til manndráps fimm ára fangelsi. Héraðsdómari taldi atlöguna ekki heiftúðlega Í dómi héraðsdóms sagði að samkvæmt almennum hegningarlögum megi þó dæma lægri refsingu þegar af tilraun má ráða að brotamaður sé ekki eins hættulegur og vilji hans ekki eins harðnaður og ætla má að sé um menn sem fullfremja slík brot. Þegar virtur væri allur aðdragandi að verknaði Daníels Arnar, hliðsjón höfð af þeirri tilviljunarkenndu og hröðu atburðarás sem leiddi til hnífaatlögunnar, sem og því að samkvæmt dómsframburði hans og læknisins benti ekkert til þess að atlagan hafi verið heiftúðleg, þætti mega líta til þess ákvæðis og fara niður fyrir lágmarksrefsingu. Litlu mátti muna Í dómi Landsréttar var vísað til þess að jafnvel þótt lagt væri til grundvallar að læknirinn hefði veitt Daníel Erni hnefahögg áður en hann lagði að lækninum með hnífi, hefðu viðbrögð hans verið stórhættuleg og í engu samræmi við það sem á undan var gengið. Áverkar læknisins bæru með sér einbeitta og ofsafengna atlögu og litlu hefði mátt muna að hann hefði banað lækninum. Því væru ekki efni til að beita ákvæði hegningarlaga til refsilækkunar. Daníel Örn var því dæmdur til fimm ára fangelsisvistar. Þá var hann dæmdur til að greiða lækninum tvær milljónir króna í miskabætur, 615 þúsund krónur í skaðabætur og skaðabótaskylda hans vegna líkamstjóns læknisins var viðurkennd. Loks var hann dæmdur til að greiða allan málskostnað, alls 8,7 milljónir króna. Læknir stunginn í Lundi í Kópavogi Dómsmál Kópavogur Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Daníel Örn var ákærður og sakfelldur fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið lækninn að minnsta kosti fjórum sinnum í háls, síðu og nára. Hann játaði verknaðinn en hafnaði því að um tilraun til manndráps hafi verið að ræða. Í héraði var Daníel Örn dæmdur til fjögurra ára óskilorðsbundins fangelsis fyrir tilraun til manndráps en það vakti athygli, enda er lágmarksrefsing fyrir tilraun til manndráps fimm ára fangelsi. Héraðsdómari taldi atlöguna ekki heiftúðlega Í dómi héraðsdóms sagði að samkvæmt almennum hegningarlögum megi þó dæma lægri refsingu þegar af tilraun má ráða að brotamaður sé ekki eins hættulegur og vilji hans ekki eins harðnaður og ætla má að sé um menn sem fullfremja slík brot. Þegar virtur væri allur aðdragandi að verknaði Daníels Arnar, hliðsjón höfð af þeirri tilviljunarkenndu og hröðu atburðarás sem leiddi til hnífaatlögunnar, sem og því að samkvæmt dómsframburði hans og læknisins benti ekkert til þess að atlagan hafi verið heiftúðleg, þætti mega líta til þess ákvæðis og fara niður fyrir lágmarksrefsingu. Litlu mátti muna Í dómi Landsréttar var vísað til þess að jafnvel þótt lagt væri til grundvallar að læknirinn hefði veitt Daníel Erni hnefahögg áður en hann lagði að lækninum með hnífi, hefðu viðbrögð hans verið stórhættuleg og í engu samræmi við það sem á undan var gengið. Áverkar læknisins bæru með sér einbeitta og ofsafengna atlögu og litlu hefði mátt muna að hann hefði banað lækninum. Því væru ekki efni til að beita ákvæði hegningarlaga til refsilækkunar. Daníel Örn var því dæmdur til fimm ára fangelsisvistar. Þá var hann dæmdur til að greiða lækninum tvær milljónir króna í miskabætur, 615 þúsund krónur í skaðabætur og skaðabótaskylda hans vegna líkamstjóns læknisins var viðurkennd. Loks var hann dæmdur til að greiða allan málskostnað, alls 8,7 milljónir króna.
Læknir stunginn í Lundi í Kópavogi Dómsmál Kópavogur Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent