Handbolti

Aftur­elding á­fram með fullt hús stiga

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Árni Bragi fór fyrir sínum mönnum.
Árni Bragi fór fyrir sínum mönnum. Vísir/Hulda Margrét

Afturelding er enn með fullt hús stiga á toppi Olís-deildar karla í handbolta að loknum fimm umferðum. Haukar koma þar á eftir með fjóra sigra og eitt tap.

Afturelding tók á móti Fram í Mosfellsbæ í kvöld og vann góðan sex marka sigur, lokatölur 35-29. Árni Bragi Eyjólfsson og Oscar Sven Leithoff Lykke voru allt í öllu hjá heimaliðinu en báðir gerðu 9 mörk. Hjá Fram var Danjál Ragnarsson markahæstur með 8 mörk.

Afturelding með fimm sigra í jafn mörgum leikjum á meðan Fram hefur tapað þremur og unnið tvo.

Haukar unnu frábæran tíu marka sigur á Val að Ásvöllum, 37-27. Össur Haraldsson skoraði 10 mörk í liði Hauka, Skarphéðinn Ívar Einarsson skoraði 9 og Freyr Aronsson 8 mörk. Í markinu vörðu Aron Rafn Eðvarðsson og Magnús Gunnar Karlsson samtals 18 skot. Hjá Val var Andri Finnsson markahæstur með 7 mörk.

Haukar eru í 2. sæti meðan Valur er nokkrum sætum neðar með þrjá sigra og tvö töp til þessa á leiktíðinni.

Þá vann HK eins marks sigur á FH í Kaplakrika, lokatölur 33-34. Birkir Benediktsson og Jón Bjarni Ólafsson skoruðu 7 mörk hvor fyrir FH á meðan Haukur Ingi Hauksson skoraði 9 fyrir HK. Leo Snær Pétursson og Sigurður Jefferson Guarino skoruðu 8 mörk hvor.

FH hefur unnið tvo af fimm leikjum á meðan þetta var fyrsti sigur HK á tímabilinu.


Tengdar fréttir

Mar­kaflóð á Akur­eyri

KA vann ÍR í miklum markaleik í Olís deild karla í handbolta í kvöld. Þá gerðu Þór og Stjarnan jafntefli í opnum og skemmtilegum leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×