Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. október 2025 15:02 Hefur nú skorað 12 mörk í 9 leikjum í deild og Meistaradeild á leiktíðinni. EPA/PETER POWELL Erling Haaland skoraði eina mark sinna manna í Manchester City þegar lærisveinar Pep Guardiola unnu mikilvægan 1-0 útisigur á Brentford í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn var heldur lokaður þó gestirnir frá Manchester hafi verið með boltann nær allan leikinn. Á endanum var það mark Norðmannsins á 9. mínútu sem skildi liðin að. Joško Gvardiol átti þá sendingu á framherjann sem sýndi þann mikla styrk sem hann býr yfir með því að halda varnarmönnum Brentford frá sér áður en fast skot hans í skrefinu söng í netinu. Ef til vill má setja spurningamerki við Caoimhín Kelleher í marki Brentford en það verður ekki gert hér. Hann átti fína vörslu síðar í leiknum og hélt sínum mönnum í leiknum. Lokatölur 0-1 sem þýðir að Man City er nú með 13 stig í 6. sæti, aðeins þremur stigum á eftir toppliði Arsenal. Á sama tíma er Brentford með sjö stig í 16. sæti. Enski boltinn Fótbolti
Erling Haaland skoraði eina mark sinna manna í Manchester City þegar lærisveinar Pep Guardiola unnu mikilvægan 1-0 útisigur á Brentford í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn var heldur lokaður þó gestirnir frá Manchester hafi verið með boltann nær allan leikinn. Á endanum var það mark Norðmannsins á 9. mínútu sem skildi liðin að. Joško Gvardiol átti þá sendingu á framherjann sem sýndi þann mikla styrk sem hann býr yfir með því að halda varnarmönnum Brentford frá sér áður en fast skot hans í skrefinu söng í netinu. Ef til vill má setja spurningamerki við Caoimhín Kelleher í marki Brentford en það verður ekki gert hér. Hann átti fína vörslu síðar í leiknum og hélt sínum mönnum í leiknum. Lokatölur 0-1 sem þýðir að Man City er nú með 13 stig í 6. sæti, aðeins þremur stigum á eftir toppliði Arsenal. Á sama tíma er Brentford með sjö stig í 16. sæti.