Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2025 14:10 Kay Shemirani á mótmælum gegn sóttvarnaaðgerðum í kórónuveirufaraldrinum í London árið 2020. Hún hefur borið út alls kyns lygar og samsæriskenningar um faraldurinn og bóluefnin gegn veirunni. Vísir/EPA Dánardómstjóri á Bretlandi telur að móðir ungrar konu sem lést úr krabbameini hafi haft neikvæð áhrif á hana með samsæriskenningum sínum og átt „meira en lítinn“ þátt í dauða hennar. Móðirin er þekkt fyrir að dreifa samsæriskenningum um læknisvísindi á samfélagsmiðlum. Paloma Shemirani var 23 ára gömul þegar úr lést af völdum eitilfrumuæxlis í fyrra eftir að hún hafnaði því að gangast undir lyfjameðferð þrátt fyrir að læknar teldu batahorfur hennar góðar með henni. Þess í stað hóf hún svonefnda Gerson-meðferð, hjávísindameðferð sem gengur út á safakúra og stólpípur, að ráðum fyrrverandi félaga móður sinnar. Bræður Shemirani hafa sakað móður þeirra, Kay Shemirani, um að bera ábyrgð á dauða hennar. Kay „Kate“ Shemirani starfaði áður sem hjúkrunarfræðingur innan breska opinbera heilbrigðiskerfisins en sneri sér síðan að því að auglýsa ýmis konar kukl og fæðubótarefni á samfélagsmiðlum. Þá hefur hún selt ráðgjöf, meðal annars til krabbameinssjúklinga. Hún var svipt starfsleyfi fyrir að dreifa ósannindum í kórónuveirufaraldrinum. Niðurstaða dánardómstjóra í opinberri rannsókn á dauða Palomu Shemirani er að foreldrar hennar, Kay og Faramarz Shemirani, hafi átt „meira en lítinn“ þátt í dauða dóttur þeirra, að því er kemur fram í frétt breska blaðsins The Guardian. Kay hefði haft frumkvæði að því að halda óhefðbundnum meðferðum að Palomu. Hefði hún nálgast lyfjameðferð af opnum hug og gengist undir hana hefði hún líklega lifað. Þá sagði læknir sem bar vitni í rannsókninni að hann hefði haft áhyggjur af því að Kay hefði áhrif á það að Paloma hafnaði meðferðinni sem henni var boðin. Paloma hefði þó sjálf verið eindregið á því að það væri hennar eigin ákvörðun. Fórnað fyrir hugsjónir móðurinnar Gabriel, bróðir Palomu, sagði við rannsóknina að hann kenndi móður sinni alfarið um dauða systur hans vegna þess að hún hefði komið í veg fyrir að hún fengi viðeigandi meðferð. „Ég trúi því að hún hafi fórnað lífi Palomu fyrir hennar eigin hugsjónir, ég trúi því að það ætti að draga hana til ábyrgðar fyrir dauða Palomu,“ sagði bróðirinn. Sjálf heldur Kay Shemirani því fram að dóttir hennar hafi látist af völdum stórfelldrar vanrækslu sjúkraliða sem sinntu henni þegar hún hneig niður á heimili þeirra. Henni hafi hrakað gríðarlega við inngrip þeirra. Við rannsóknina kom fram að Kay hringdi ekki strax á sjúkrabíl þegar Paloma hneig niður. Þess í stað hringi hún í vin sem hafði samband við neyðarlínu á meðan þau hófu endurlífgunartilraunir. Á upptöku af símtalinu mátti heyra Kay öskra „hún er að deyja“ þrátt fyrir að hún haldi því nú fram að allt hafi farið úrskeiðis þegar sjúkraliðar komu á staðinn. Bretland Samfélagsmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Fleiri fréttir Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Sjá meira
Paloma Shemirani var 23 ára gömul þegar úr lést af völdum eitilfrumuæxlis í fyrra eftir að hún hafnaði því að gangast undir lyfjameðferð þrátt fyrir að læknar teldu batahorfur hennar góðar með henni. Þess í stað hóf hún svonefnda Gerson-meðferð, hjávísindameðferð sem gengur út á safakúra og stólpípur, að ráðum fyrrverandi félaga móður sinnar. Bræður Shemirani hafa sakað móður þeirra, Kay Shemirani, um að bera ábyrgð á dauða hennar. Kay „Kate“ Shemirani starfaði áður sem hjúkrunarfræðingur innan breska opinbera heilbrigðiskerfisins en sneri sér síðan að því að auglýsa ýmis konar kukl og fæðubótarefni á samfélagsmiðlum. Þá hefur hún selt ráðgjöf, meðal annars til krabbameinssjúklinga. Hún var svipt starfsleyfi fyrir að dreifa ósannindum í kórónuveirufaraldrinum. Niðurstaða dánardómstjóra í opinberri rannsókn á dauða Palomu Shemirani er að foreldrar hennar, Kay og Faramarz Shemirani, hafi átt „meira en lítinn“ þátt í dauða dóttur þeirra, að því er kemur fram í frétt breska blaðsins The Guardian. Kay hefði haft frumkvæði að því að halda óhefðbundnum meðferðum að Palomu. Hefði hún nálgast lyfjameðferð af opnum hug og gengist undir hana hefði hún líklega lifað. Þá sagði læknir sem bar vitni í rannsókninni að hann hefði haft áhyggjur af því að Kay hefði áhrif á það að Paloma hafnaði meðferðinni sem henni var boðin. Paloma hefði þó sjálf verið eindregið á því að það væri hennar eigin ákvörðun. Fórnað fyrir hugsjónir móðurinnar Gabriel, bróðir Palomu, sagði við rannsóknina að hann kenndi móður sinni alfarið um dauða systur hans vegna þess að hún hefði komið í veg fyrir að hún fengi viðeigandi meðferð. „Ég trúi því að hún hafi fórnað lífi Palomu fyrir hennar eigin hugsjónir, ég trúi því að það ætti að draga hana til ábyrgðar fyrir dauða Palomu,“ sagði bróðirinn. Sjálf heldur Kay Shemirani því fram að dóttir hennar hafi látist af völdum stórfelldrar vanrækslu sjúkraliða sem sinntu henni þegar hún hneig niður á heimili þeirra. Henni hafi hrakað gríðarlega við inngrip þeirra. Við rannsóknina kom fram að Kay hringdi ekki strax á sjúkrabíl þegar Paloma hneig niður. Þess í stað hringi hún í vin sem hafði samband við neyðarlínu á meðan þau hófu endurlífgunartilraunir. Á upptöku af símtalinu mátti heyra Kay öskra „hún er að deyja“ þrátt fyrir að hún haldi því nú fram að allt hafi farið úrskeiðis þegar sjúkraliðar komu á staðinn.
Bretland Samfélagsmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Fleiri fréttir Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Sjá meira