Viðskipti innlent

Inn­bú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjór­tán milljóna króna

Árni Sæberg skrifar
Þessi glæsilegi sófi er til sölu úr þrotabúi Play. Enn á þó eftir að verðleggja hann.
Þessi glæsilegi sófi er til sölu úr þrotabúi Play. Enn á þó eftir að verðleggja hann. Efnisveitan

Innanstokksmunir úr höfuðstöðvum Play hafa þegar verið auglýstir til sölu, aðeins fjórum dögum eftir að tilkynnt var um að rekstri félagsins væri hætt. Uppgefið verð fyrir allt það sem hefur verið auglýst til sölu er 13,5 milljónir króna. Enn á þó eftir að verðleggja stóran sófa.

Munirnir, sem eru meðal annars borð, stólar, sjónvarp, heyrnartól og ræðupúlt, hafa verið auglýstir til sölu á vef Efnisveitunnar, fyrirtækis sem sérhæfir sig í að selja notuð húsgögn og fleira.

Af vef Efnisveitunnar.

Bogi Auðarson, annar eigenda Efnisveitunnar, segir í samtali við Vísi að skiptastjórar þrotabúsins hafi haft samband og óskað eftir aðstoð fyrirtækisins við að koma húsgögnum Play í verð.

Hann segir að munirnir séu enn í höfuðstöðvum Play að Suðurlandsbraut en einhver eintök af hlutum sem mikið er til af séu til sýnis í verslun Efnisveitunnar. Hafi fólk áhuga á að kaupa úr búinu þurfi að hafa samband við Efnisveituna og einn afhendingardagur fyrir alla munina verði ákveðinn síðar. Hann verði sennilega strax í næstu viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×